Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 52

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 52
136 LÆKNABLAÐIÐ STYRKTARSJÓÐUR EKKNA OG MUNAÐAR- LAUSRA BARNA ÍSLENSKRA LÆKNA. í sumar barst Styrktarsjóði ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna kr. 100.000.00 gjöf frá bjónunum Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og dr. phil. Sverri Magn- ussyni, lyfsala í Hafnarfirði. Fé þetta gáfu þau í tilefni þess, að 27. júlí 1974 voru liðin 100 ár frá fæðingu föð- ur Sverris, Magnúsar Jóhannssonar, hér- aðslæknis. Magnús Jóhannsson var skipaður hér- aðslæknir í svokallað 9. læknishérað árið 1898, með aðsetri á Sauðárkróki, en árið 1900 var hann skipaður í Hofsóshérað, með aðsetri á Hofsósi, með nýrri héraðsskipan. Hann þjónaði síðan Hofsóshéraði til dauða- dags. Magnús andaðist árið 1923 í blóma lífs- ins, eftir 25 ára starf í héraði. Lét hann eftir sig eiginkonu, frú Rannveigu Tómas- dóttur, prests á Völlum í Svarfaðardal, og sjö börn á aldrinum 2-16 ára. Sverrir segir, að líta beri á gjöf þeirra hjóna sem þakklætisvott fyrir mjög kær- kominn styrk, sem fjölskyldu hans hlotn- aðist frá sjóðnum, þegar miklir erfiðleikar steðjuðu að, og er þeim systkinum þessi stuðningur enn í fersku minni. Stjórn sjóðsins færir hjónunum alúðar þakkir fyrir þetta rausnarlega framlag, sem ætti að verða okkur hvatning til þess að efla sjóð okkar, svo að hann megni að veita meira en óverulegan jólaglaðning þeim, sem hann er ætlaður. — 9 — Frá stjórn Styrktarsjóðs ekkna og mun- aðarlausra barna íslenzkra lækna hefur Læknablaðinu borizt ósk um að prenta að nýju Skipulagsskrá sjóðsins ásamt ágripi af sögu hans. Styrktarsjóður ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna, eins og sjóðurinn heitir samkvæmt stofnskrá, var stofnaður í ársbyrjun árið 1926 af Læknafélagi Reykjavíkur og þá kosin bráðabirgðastjórn fyrir sjóðinn. Stjórn þessa skipuðu lækn- arnir Þórður Thoroddsen, Gunnlaugur Claessen og Þórður Edilonsson. Fyrsti stjórnarfundur sjóðsins var hald- inn 9. febrúar 1926, og var þar ákveðið að senda umburðarbréf til allra íslenzkra lækna með áskorun um að þeir gerðust fé- lagar í sjóðnum og greiddu árleg tillög til hans, sem þótti hæfilega ákveðið kr. 30.00 á mann. Voru undirtektir lækna góðar, ekki sízt héraðslækna og varð því sjóður- inn strax sjóður allra íslenzkra lækna, þótt hann væri stofnaður að frumkvæði Reykjavíkurlækna. Var einnig með skipu- lagsskrá hans ákeðið að tillög til hans yrði ákveðinn hluti af árgjöldum lækna til fé- laga sinna, þ. e. Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags íslands, og hefur svo verið æ síðan. Samkvæmt reglugerð sjóðsins er óheim- ilt að árleg úthlutun úr sjóðnum nemi hærri upphæð en 2/3 af vöxtum stofnsjóðs- ins og 2/3 af árlegum tillögum lækna. Á verðbólgutímum, eins og verið hafa lengst af frá því sjóðurinn var stofnaður, kom brátt í Ijós, að það fé, sem sjóðurinn hafði til úthlutunar, hrökk skammt til þess að gagn væri að. Þurfti því að afla sjóðnum tekjuauka á annan hátt. Því var það á ár- inu 1941 að stofnaður var annar sjóður, eða deild innan upprunalega sjóðsins, svo- nefndur Spila- og samskotasjóður. Upphaf- lega voru keypt spil á framleiðsluverði og síðan seld læknum og velunnurum sjóðsins á „okurverði“, eins og frá er sagt í fundar- gerðarbók sjóðsins. Þessi sjóður er undan- þeginn ákvæðum reglugerðar um tak- mörkun eyðslueyris og hefur hann allur verið notaður til árlegrar úthlutunar, sem með því móti hefur getað numið nokkurri upphæð. í sjóð þennan hafa farið tekjur af Ártíðarskrá eða dánarminningakortum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.