Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 54

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 54
138 LÆKNABLAÐIÐ MINNING Einar Th. Giíðmundsson F. 15. nóvember 1913. D. 3. apríl 1974. Granni minn og kollega Einar Th. Guð- mundsson var fæddur bóndasonur í Króki á Rauðasandi. Móðir Einars var ljósmóðir, dóttir Einars Jónssonar bónda Thoroddsen á Látrum. Einar bar því nafn afa síns og var náskyldur Guðmundi heitnum Thor- oddsen prófessor. Stúdentsprófi lauk Ein- ar frá MA 1935, en embættisprófi frá H.í. 1945. Námskandídat var hann á Landspít- alanum 1947-48. En ævistarf sitt hóf hann á Breiðabólstað á Síðu, þegar hann var settur þar héraðslæknir nýkominn frá prófborði 1945. 1948 var Einar skipaður héraðslæknir í Bíldudalshéraði og gegndi hann því, þar til hann var skipaður lækn- ir í Eyrarbakkahéraði 1966. Kynni mín af Einari Th. Guðmunds- syni byrjuðu ekki fyrr en 1969, eftir að við urðum grannlæknar. En á rúmlega fimm árum kynntist ég Einari vel. Þó að Einar hafi lengst af alið mann- inn við einyrkju hins afskekkta héraðs- læknis, var hann, þegar hann kom í „þétt- býlið“ á Suðurlandi, félagslyndur og fús til samskipta. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og tjáði hug sinn hiklaust. Það verður þó ekki sagt um Ein- ar Th. Guðmundsson, að hann hafi náð langt í kapphlaupinu um metorð og auð. Þar mun án efa um þá fléttu orsaka að ræða, sem löngum mun erfitt að greiða úr. En mér virtist Einar ávallt hamingju- samur maður, öll þau ár, sem ég þekkti hann. SJE Hann lifði og starfaði í tímanum. Hann var hluti af samtíð sinni með samvisku- sömu starfi og þjónustu við meðbræður sína. Ævistarf Einars, eins og raunar allra lækna, verður seint með tölum metið, fremur en heilsa og hamingja verða á vikt vegin. Þau spor verða heldur aldrei talin eða þær stundir mældar, sem dreif- býlislæknirinn, nakinn í návist veruleik- ans og lífsins sjálfs í afskekktri byggð á íslandi, fórnaði sér og sjúklingum sínum. En í spor héraðslæknisins fýkur þegar haustar og störf hans eru unnin. Þá veit enginn lengur, hvað hann hefur í rauninni gert, gott eða illt. En það lifir minning um þel hans, um hjartalagið og það góða, sem hann vildi gera, því að „góður“ lækn- ir er sá, sem vann sjúklingum sínum það besta, sem hann gat án hugrenninga um þakklæti eða laun. Spor Einars Th. Guðmundssonar mást eins og allra annarra manna, sem í hljóð- látri önn dagsins finna köllun sína. Mér er ljúft að minnast þessa hugljúfa ná- granna míns og votta honum virðingu mína og þökk fyrir samstarfið, um leið og ég færi Ölmu Sövrine og sex börnum hennar samúðarkveðjur í minningu um góðan dreng. Selfossi, í júlí 1974. Brynleifur H. Steingrímsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.