Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 63

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 141 ■4. STÖRF, SEM UNNIÐ ER AÐ NÚ ■4.1. Unnið er að þeirri áætlun, sem gera á samkvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu um sjúkrahús og heilbrigðisstofn- anir fyrir landið allt fyrir 10 ára tíma- bil. Ekki er hægt að segja fyrir um, hvenær þessi áætlun liggur fyrir, en væntanlega verða drög að henni til- búin í lok ársins. ■4.2. Unnið hefur verið að stöðlun heilsu- gæzlustöðva fyrir 1 lækni, 2 lækna og fleiri lækna ásamt starfsliði og er þessi stöðlun mjög langt á veg komin, þannig að öruggt má telja, að ákveðn- ir staðlar liggi fyrir um þetta fyrir árs- lok, og raunar fé þeir arkitektar, sem nú taka til við slíka vinnu, mjög ákveð- in fyrirmæli að vinna eftir. 4.3. Stöðlun á vistheimilum og dvalarheim- ilum fyrir aldraða og sjúkradeildum sjúkrahúsa. Það má segja hið sama um þetta verk- efni og það, sem fyrr var rætt. Það er unnið að þessu máli í ráðuneytinu nú og liggja fyrir í meginatriðum þær ákvarðanir um staðla, sem væntanlega verður farið eftir í framtíðinni. 4.4. Á árinu hafa farið fram allmiklar at- huganir á hagkvæmni þess, að nota tilbúin hús eða húshluta sem heilsu- gæzlustöðvar, embættisbústaði og dvalarheimili fyrir aldraða. Ávinningur- inn af notkun slíkra aðferða virðist fyrst og fremst vera tímasparnaður, en fjárhagslegur vinningur virðist vera mjög lítill. 5. BYGGINGAR, SEM NÚ ERU HAFNAR 5.1. Á Akureyri er rétt byrjað að byggja við sjúkrahúsið, þ. e. byrjað að grafa grunn, en eins og allir vita, er gert ráð fyrir því, að þar rísi mjög stórt sjúkra- hús, sem verður aðalsjúkrahús lands- ins, utan Reykjavíkur. 5.2. Á Neskaupstað er einnig byrjað að byggja við sjúkrahús og þar verður bæði Iegudeild og heilsugæzlustöð. 5.3. Á Selfossi er byrjað að byggja upp sjúkrahús, sem á að rýma 35 sjúklinga, ásamt heilsugæzlustöð, sem á að geta þjónað 6-8000 manns. 5.4. í Vestmannaeyjum verður sjúkrahúsið tilbúið í næsta mánuði og auk þess er verið að byggja þar hjúkrunarheimili, sem Rauði Kross íslands gefur fyrir 40 vistmenn. 5.5. í Reykjavík er byrjað að byggja geð- deild fyrir 60 sjúklinga við Landspítal- ann og er það fyrri áfangi. 5.6. Landspítali og Læknadeild Háskólans hafa komið sér saman um samvinnu við uppbyggingu á svæðinu kringum Landspítalann fyrir læknadeild og rík- isspítalana. Þar á í framtíðinni að vera aðalmiðstöð læknakennslunnar í land- inu og við gerum ráð fyrir því, að tann- læknadeild verði byggð þar og bygg- ing hefjist á næsta ári. Einnig verði byrjað á næsta ári að byggja rann- sóknastofubyggingu og byggingu fyrir preklíniskar deildir. 5.7. Til bráðabirgða hafa verið tekin í notk- un á Landspítala gamla 6. deildin fyrir rannsóknastofur Landspítalans, gamla þvottahúsið fyrir veirufræði og sýklafræði og nú er að hefjast bygg- ing á bráðabirgðahúsi, sem verður um 800 m2, þar sem sýklafræði og augn- sjúkdómafræði fá inni. Nýja fæðingadeildin hefur dregist og það er augljóst nú, að fáist ekki aukafjárveiting til þeirrar byggingar, kemst hún ekki í not fyrr en seint á næsta ári. 6. FÉ TIL FRAMKVÆMDA Á Á ÁRINU 1974 Því fé, sem ætlað er á fjárlögum til fram- kvæmda í heilbrigðisstofnunum á árinu 1974, má skipta í nokkra þætti: 6.1. Sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar á vegum sveitarfélaga. Til þessa er ætlað á árinu 262.100.000.-. 6.2. Til læknisbústaða 15.370.000.-. 6.3. Til elliheimila 17.600.000.-. 6.4. Til framkæmda á vegum ríkisspítala 143.200.000 6.5. Framkvæmdir á vegum gæzluvistar- sjóðs 20.000.000.-. Samtals eru þannig áætlaðar úr ríkissjóði 458.270.000.- til ýmis konar framkvæmda, sem geta talizt til heilbrigðisstofnana. Á móti þessum framlögum ríkisins eiga að koma framlög frá sveitarfélögum, 15%

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.