Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 76

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 76
148 LÆKNABLAÐIÐ gegnum h. nýra, en enginn í því vinstra. Útlínur æxlisins sjást þó vel á myndinni og svara til klíniskrar skoðunar. Hb. við komu var 80%. 13.11. ’59 er í eter-intubation-svæfingu gerð nephrectomia transperitonealis sin. V. rectus skurður og peritoneum opnað. Flexura coli sin. og colon descendens er losuð af tumornum og hann síðan losaður með varfærinni dissektion og allar æðar, sem í hann liggja, ásamt nýrnastilk und- irbundnar með krómkatgut. Æxlið sjálft er á stærð við fótbolta nr. 1. Hvergi var farið gegnum æxlishýði, ekkert drain, lok- að í lögum með katgut. Barnið þoldi að- gerðina vel, en hún stóð tæpan IV2 tíma. Post-op. engar komplikationir, tært þvag á 2. degi post-op. Útskrifast spræk á 9. degi post-op., sárið þá hreint og vel gróið. Vefjarannsóknarsvar nr. 4192/59: Tumorinn mældist 12x10x9 cm. Þegar skorið er í gegnum hann, sést heillegur nýrnavefur í báðum endum tumorsins, á svæðum, sem eru 5 og 6 cm. löng. Mót cortex og pýramída eru greinileg. Cortex er 3 til 4 mm á þykkt. Milli þessara svæða teygist pelvis. Andspænis hilus er yfirborð tumorsins tætt. Tumorinn, sem þannig hefur um- myndað miðbik nýrans er úr mjúk- um vef, þar sem skiptast á flákar af ljósgulum fitugljáandi vef, grá- um glærari vef og rauðbláum flekkjum, sem mest líkjast blóð- storku. Inn í pelvis skagar á einum stað út úr tumornum tæplega sveskjustór hnútur, grábrúnn á yf- irborði og blóðlitaður á gegnskurði. Tumorinn sést hvergi genginn út úr capsulu nýrans. Smásjárskoðun: Hér er greinilega um illkynja æxli að ræða, og sést það meðal annars ryðjast inn í nýrnaskjóðuna. Æxlið er sem greinilegt nephroblastoma að bygg- ingu. Á nýrnavefnum utan við sjálft æxl- ið er ekkert sérstakt að sjá. P.A.D.: Nýra með Wilms tumor (nephroblastoma renis). Hún fékk geislameðferð eftir aðgerð á Barnadeild Lsp. samtals 1200 r. og þoldi vel. AFDRIF: 15 árum seinna kom stúlkan til mín og hafði dafnað alveg eðlilega. Eina erindið var að fá sjónvottorð vegna ökuprófs og kennir hún sér hvergi meins. STRUMATILFELLI 60 ára gömul kona, S. H., f. 20.3. 1899, yfirleitt hraust um dagana, en upp úr tví- tugsaldri fór hún að verða vör við fyrir- ferðaraukningu á hálsi, sem hefur farið hægt en stöðugt vaxandi. Hún hafði leitað til ýmissa lækna vegna þess, en flestir gert lítið úr og aldrei orðið úr aðgerð. Við komu á sjúkrahúsið 1959 er hið fyrsta, sem maður rekur augun í, gríðarstórt strauma, (sjá myndir 1 og 2) og Rgt. af thorax sýnir að verulegur partur þess ligg- ur innan brjóshols. Skoðun að öðru leyti leiðir ekkert sérstakt í ljós, engin einkenni um hyperthyroidsma, fremur hið gagn- stæða með bradycardia og nokkrum sljó- leika, blóðmynd eðlileg, nokkrar varices á fótleggjum. Tveim dögum eftir komu á sjúkrahúsið var gerð Strumectomia intrahoracalis totalis og gekk aðgerð vel og án kompli- kationa, þannig að konan gat útskrifast af sjúkrahúsinu á tabl. thyroidea 30 ctg x 3 daglega, 10 dögum post-op. Síðan hef ég fylgst með henni við og við, síðast sumarið 1974, og klárar hún sig vel, nema hvað hún, nú 75 ára, þjáist nokkuð af slitgigt í hnjám. Strumað vó 510 g. og fer hér á eftir umsögn próf-. Dungals um það: Svar um vefjarannsóknir nr. 2692/ 59: Strumað vegur 510 g. Skurðflötur er mjög fjölbreytilegur. í honum sjást hvítir hnútar og gulleitir hnútar af homogen substans, ennfremur blæð- ingar og útbreiddar kalkanir. Hvergi sést eðlilegur skjaldkirtils- vefur. Mikroskopiskt sjást allstór svæði af útþöndum, kolloidfylltum follikl- um, að innan klæddum lágu epitheli, en víða sjást stórir flákar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.