Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 84

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 84
154 LÆKNABLAÐIÐ við hjónin búin að ákveða að afhenda rík- inu tvær milljónir króna til lagfæringa á Nesstofu. Þessu framlagi myndi ég vilja haga svo, að helminginn afhenti ég á þessu ári og hinn helminginn á næsta ári. Og hef ég þá í huga, að undirbúnings- vinna gæti hafist sem allra fyrst, svo unnt væri að hefja vinnu við sjálft húsið, þeg- ar er það losnaði. Síðar meir, er línurnar tækju að skýr- ast og sýnt væri, að þær vonir, er ég bind við framtíð rannsóknarstofnunar sögu læknisfræðinnar ætla að rætast, hefi ég hugsað mér, að það af bókasafni mínu, sem hefur gildi fyrir sögu læknisfræð- innar, en meginstofn þess hefur sérstakt gildi fyrir sögu íslenzkra heilbrigðismála, renni til stofnunarinnar. Reykjavík, 23. september 1972. Virðingarfyllst, Jón Steffensen (sign.) Til menntamálaráðherra". Hinn 4. marz 1974 afhenti svo prófessor Jón Steffensen menntamálaráðherra form- legt gjafabréf fyrir fjárupphæð þeirri, sem greinir í ofanrituðu bréfi. Við afhendingu bréfsins var helmingur fjárupphæðarinn- ar, þ. e. a. s. krónur 1 milljón, lagður fram, en afhending þess, sem eftir stend- ur, skyldi fara fram á næsta ári, en eigi síðar en 1. febrúar 1975. Stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar væntir þess, að hæstvirt ríkisstjórn hlutist til um að gengið verði frá kaupum á Nesstofu hið allra fyrsta. Yrði síðan hafist handa um að endurbæta húsið og undirbúa það til að gegna því hlutverki, sem í bréfi prófessors Jóns Steffensens er lýst. Stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hefur nú útvegað hús- næði, þar sem koma má fyrir munum til varðveizlu, er hafa gildi fyrir sögu heil- brigðismála á íslandi. Gert er ráð fyrir, að slíkum munum verði safnað í þetta húsnæði þangað til unnt verður að koma þeim fyrir á skipulegan hátt í væntanlegt safn í Nesstofu. Það eru einlæg tilmæli stjórnarinnar, að þeir, sem hafa undir höndum slíka muni eða vita af þeim, geri einhverjum úr stjórn félagsins viðvart, svo að unnt sé að koma þeim í trygga vörzlu. í stjórn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar eiga nú sæti eftir- taldir menn: Formaður, prófessor Jón Steffensen, gjaldkeri, apótekari Birgir Einarsson og ritari, prófessor Olafur Bjarnason.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.