Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 38

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 38
60 LÆKNABLAÐIÐ Læknafdag íslands- og Læknafclag Reykjavikur LR 61. ÁRG. — MAÍ-ÁGÚST 1975 SLYSAVARNIR í blaði þessu birtist grein Þóris Dan Björnssonar um eitranir barna. Fjallar hún um eitrunartiIfelli, sem lögð hafa verið inn á barnaspítala Hringsins um visst árabil. Grein hans hvetur til íhugunar. Flest eru börnin óvitar á öðru eða þriðja aldursári, sem leggja sér ólyfjan til munns, stundum með hörmulegum afleiðingum. Má í lang- flestum tilvikum kenna eitrunina aðgæslu- leysi eða jafnvel kæruleysi fullorðinna, sern láta hættuleg efni l^iggja á glámbekk. Lang- ffestar eitranir verð.a á heimilum barnanna eða náinna ættingja þeirra. Eitrunum af völd- gm lyfja og ýmissa efna til heimilisnota virð- ist hafa fjölgað með tilkomu fagurlitaðra, húðaðra taflna og fallegri efnaumbúða. Vek- ur slíkt til umhugsunar um, hvort of langt megi ganga á því sviði sem ýmsum öðrum. Ógnvekjandi alda umferðarslysa hefur gengið yfir landið að undanförnu. Þegar þetta er ritað er enn mánuður óliðinn af ár- inu, en þó hafa þegar látist fleiri af völdum umferðarslysa en nokkru sinni fyrr á heilu ári. Þeir, sem ekki deyja, hljóta margir varan- leg örkuml af völdum umferðarslysa. Að undanförnu hefur mönnum orðið tíðrætt sín á meðal og í fjölmiðlum um ráð til úrbóta. Læknar Borgarspítalans hafa í bréfi til dóms- málaráðherra hvatt til raunhæfra fyrirbyggj- andi aðgerða. Er vel að slík hvatning komi frá læknum þess spítala, sem annast flesta hinna slösuðu. Orsakir þessarar slysaöldu eru sjálfsagt margþættar. Tillitsleysi vegfarenda kann að valda hér nokkru. Einnig virðist ekki fjarri lagi að ætla, að fólki sé um megn að aðlaga sig hinni hraðvaxandi bílamergð eða gatna- kerfi okkar sé ekki nógu fullkomið til að mæta slíkum umferðarþunga. Mætti því segja, að lífsgæðakapphlaupið hefði kallað yfir okkur böl á þessu sviði og kannske ekki því einu. Fjársektir og önnur viðurlög við umferðar- lagabrotum hafa nú verið þyngd að mun. Slíkt hvetur að vísu ökumenn til meiri var- færni, en hins ber að gæta, að ökumenn eru ekki einir um að valda slysum. Oft er einnig óaðgæslu og tillitsleysi gangandi fólks um að kenna. Hert löggæsla og auknar refsing- ar duga því tæpast einar til. Mannslíf verða ekki metin til fjár. Full- yrða má, að almenningur telji því fé vel var- ið, sem notað er til að fyrirbyggja hörmu- leg slys. Því miður skortir mjög á að nægi- legu fé sé varið í þessum tilgangi og væri vel, ef yfirvöld sæu að sér í þeim efnum. íhuga mætti málið af kaldri rökvísi án mann- legrar samhyggðar og samúðar og gera sér t. d. grein fyrir því, hver sparnaður það er á almannafé að koma í veg fyrir eitt um- ferðarslys. Eyðilegging dýrra ökutækja er þar aðeins eitt atriði. Spítalakostnaður og bótafé til örkumla fólks nemur miklum fjár- hæðum auk þess vinnuframlags, sem þjóð- félagið fer á mis vegna örorku. Líklegt er, að ýmsir rækju upp stór augu yfir niður- stöðu slíkrar athugunar. Hið ómetanlega: líf ástvinar eða þjáningar hins slasaða er ekki unnt að taka inn í dæmið. Þær fjárhæðir, sem af yfirvöldum er varið til slysavarna eru aðeins brot af þeim fjárhagsbyrðum, sem þjóðfélagið ber vegna slysanna. Væru fjár- veitingar til slysavarna auknar að mun og því fé skynsamlega varið, má fullyrða að það bæri arð og er þá aðeins litið á fjár- hagshliðina. Hvað er þá helst til ráða til að fyrirbyggja slysin og geigvænlegar afleiðingar þeirra. Á margt mætti benda, en þó mun aðeins drepið á fáein atriði. Stóraukin almenningsfræðsla og áróður er meðal hins nauðsynlegasta. Mikið hefur verið gert varðandi umferðar- fræðslu barna, en þó mætti gera mun betur. Verulega skortir hins vegar á fræðslu full- orðinna. Bent hefur verið á, að sumt aldrað fólk sé lítið betur sett en óvitabörn í þeirri hringiðu umferðar, sem sífellt verður því ógnarlegri. Seint verður brýnt nægilega fyr- ir fólki, að fjölmörg lyf og algeng efni til heimilisnota geta verið því og þó einkum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.