Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 75 mínútur, en nokkrum sinnum höfðu liðið nokkrar klst. í allmörgum tilvikum vantaði upplýsing- ar um hvar lyf það eða efni hafði verið geymt, sem barnið komst í. Geymslustaðir fyrir lyf reyndust oft vera hillur í eldhúsi, náttborðsskúffur, handtaska móður og skápar í baðherbergi. Efni á heimilum reyndust oftast geymd í þvottahúsi eða eld- húsi, en börnin komust hins vegar lang- oftast í þessi efni, þar sem þau voru notuð eða höfðu verið notuð og síðan skilin þar eftir. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar athugunar eru í stórum dráttum mjög svipaðar og niður- stöður athugunar frá Osló, en þó með einni veigamikilli undantekningu, þ. e. inhbyrðis hlutfallsdreifing efnasambandanna, sem börnin tóku inn. Hlutfallsfjöldi innlagna vegna eitrana og meintra eitrana var frá 0,4 til 3,4% af öll- um innlögnum á Barnadeild Landspítalans á árunum 1957 til 1973. Þetta er ívið lægra hlutfall en í Osló, þar sem það var 1,3 til 4,9%.3 Áberandi fjölgun innlagna vegna eitrana og meintra eitrana varð frá og með árinu 1968. Síðan hefur fjöldi þessara innlagna á ári verið á bilinu 20 til 50. Þessi skil verða á svipuðu tímaskeiði og Slysadeild Borgarspítalans tók til starfa, en alls voru 89,2% innlagnanna þaðan og frá Slysavarð- stofunni. Einnig er eftirtektarvert í þessu sambandi, að um svipað leyti fer hlutfalls- fjöldi innlagðra barna, sem hlutu einkenni vegna inntöku lyfja eða annara efna, lækkandi. Af þeim börnum, sem innlögð voru á árunum 1957 til 1968, hlutu 63,0% eitrunareinkenni, en af þeim, sem innlögð voru á árunum 1969 til 1973, hlutu hins vegar aðeins 26,6% einkenni eitrunar. Þessi lækkun hlutfallsfjölda innlagðra barna, sem hljóta einkenni eitrunar, er æskileg þróun, þegar það er haft í huga, að iðulega er óljóst, hve mikið magn lyfs eða annars efnis börnin hafa tekið inn, þegar komið er með þau á Slysadeildina, og einnig þar sem eitrunareinkenna verður ekki alltaf strax vart. Bendir þetta því á góða sam- vinnu Slysadeildarinnar og Barnadeildar Landspítalans. Kynskíptíng og aldursdreífíng bamanna er mjög áþekk og birt er erlendis. Drengir voru hér 59,3%, en stúlkur 40,7%. Víðast erlendis eru drengir einnig í meirihluta, oftast á bilinu 55 til 60%1 3 0 7 Þá kom í ljós, að drengir tóku mun oftar inn efni á heimilum og önnur efnasambönd en stúlkur, eða í 65,3% slíkra tilvika. Hins vegar var munur milli kynja sáralítill m. t. t. inntöku lyfja. Þessi niðurstaða hef- ur fyrr sézt, og ýmsar hugsanlegar skýr- ingar verið nefndar.1 8 Aldursdreifing barn- anna sýnir, að tæpur helmingur þeirra (46,8%) var á aldrinum 1-2 ára, og að tæpir tveir þriðju hlutar þeirra (64,1%) voru á aldrinum 1-2 % ára. Yngri en 5 ára voru 94,0%. Þessar niðurstöður um aldursdreifingu eru svipaðar og birtar hafa verið erlendis.3 13 Ymsar athyglisverðar niðurstöður komu fram við athugun á staðsetningu og tíma- setningu við inntöku efnasambandanna. Staðsetning við inntöku var langoftast í heimahúsum, eða í 85,7% tilvikanna. Þetta er ívið hærra hlutfall en reyndist í Osló, en þar var það 79,0%.3 Athugun á tíma- setningu við inntöku eftir mánuðum og vikudögum leiddi hvorki í ljós ákveðnar árstíðasveiflur eða sveiflur eftir mánuðum, né heldur ákveðnar sveiflur eftir vikudög- um. Hins vegar sýndi athugun á tímasetn- ingu við inntöku eftir klukkustundum, að áberandi flestar inntökur eiga sér stað á tímabilunum kl. 10-12 og kl. 18-20. Bæði þessi tímabil eru skömmu fyrir og um aðalmáltíðir dagsins. Ætla má, að móðirin sé þá önnum kafnari en á öðrum tímum dagsins og hafi því síður tækifæri til að líta stöðugt eftir barninu en annars. Þá kom í ljós, að börn á aldrinum 0-2 ára virðast ekki hafa aðra tímabilsdreifingu við inntöku frá því kl. 8 á morgnana til kl. 24 á kvöldin en börn á aldrinum 2-12 ára, nema hvað þau yngstu voru hlutfallslega nokkru fleiri á tímabilinu kl. 18-20. Lyf voru inntekin í 46,3% tilvikanna. Geðlyf, róandi lyf og svefnlyf voru 43,0% af innteknum lyfjum. Hins vegar var acetylsalicyl-sýra aðeins 4,7% af inntekn- um lyfjum. Acetylsalicyl-sýra er yfirleitt algengasta orsök eitrunar hjá börnum vegna inntöku lyfja eða annara efna er- lendis, eða í 20-30% allra tilfella í Banda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.