Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 12
DV Fréttir föstudagur 2. mars 2007 12
settu kassaveigarnar
í verðugan búning!
Einstök gjafavara.
Falleg stílhrein hönnun, danskt hugvit.
Fæst í svörtu, rauðu og hvítu.
ZANEX ehf
Húsgagnahöllin
Tékk Kristall
Kringlunni
Fæst einnig í helstu
gjafavöruverslunum
um land allt.
H E I L D S Ö L U D R E I F I N G
búkollubásvinuno
12
12
.1
Klukkan sjö í gærmorgun keyrði blár
sendibíll upp að Ungdómshúsinu í
Kaupmannahöfn. Út úr bílnum þustu
nokkrir lögreglumenn og sprautuðu
eldvarnarefni á húsið. Vísuðu þeir
svo fólki sem hafðist við fyrir utan
húsið burt. Örskömmu síðar flaug
þyrla með lögreglumenn upp á þak
hússins. Brutu þeir sé leið niður í
gegnum þakið og tóku alla þrjátíu og
fimm næturgesti hússins höndum og
flutti út um bakdyr hússins.
Um klukkan átta byrjuðu
mótmælendur að safnast saman við
vegartálma sem lögreglan hafði reist
við húsið. Reyndu þeir að brjóta sér leið
að húsinu en án árangurs. Mótmælin
færðust þá frá húsinu og niður Nørre-
brogade, aðalumferðagötu hverfisins.
Þar náðu mótmælendur að opna
gám með byggingarefni og hófu að
kasta því að lögreglu sem braut sér
leið í gegnum hóp mótmælenda og
handtók fjölda manns sem var síðar
fluttur á brott. Skólum og verslunum
í nágrenninum var lokað af ótta við
að óeirðirnar myndu breiða úr sér en
það gerðist ekki. Var allt með kyrrum
kjörum í hverfinu fljótlega eftir hádegi
en lögreglan hélt áfram að hringsóla
um hverfið á bílum og þyrlur flugu
yfir svæðinu. Eins var komið á eftirliti
við umferðaræðar inn í hverfið.
Á blaðamannafundi í gær sagði
talsmaður lögreglu að aðgerðirnar
um morguninn hefðu gengið vonum
framar og undir það hafa tekið þing-
menn og ráðherrar.
Mótmæli út um alla borg
Ungdómshússmótmælin í haust og
vetur bárust ekki út fyrir Norðurbrú
en nú virðist sem mótmælendur ætli
að láta til sín taka í fleiri borgarhlutum.
Þannig voru eldar kveiktir á helstu
umferðargötu Kristjánshafnar og
eins var umferð stöðvuð á Austurbrú
og í Frederiksberg. Mótmæli
voru skipulögð á Ráðhústorginu í
gærkvöld. Öll umferð um Norðurport
lestarstöðina í miðbænum var
stöðvuð seinnipartinn í gær af hópi
hundrað ungmenna.
Aðgerðir boðaðar næstu daga
Þrátt fyrir að rýming Ungdómshúss-
ins sjálfs hafi heppnast vel sjá Kaup-
mannahafnarbúar fram á róstursama
tíð í borginni enda hafði Ungdóms-
húsið fyrir löngu síðan birt á heima-
síðu sinni dagskrá fyrir margra daga
mótmæli. Samkvæmt fréttum gær-
dagsins er von á hundruðum stuðn-
ingsmanna Ungdómshússins til
Kaupmannahafnar á næsta sólar-
hring. Í þeim hópi eru Danir utan
af landi og svo hópar fólks frá ná-
grannaríkjunum. En stuðningur við
baráttu Ungdómshússins nær langt
út fyrir landsteinana, t.a.m. voru
mótmælendur frá Portúgal hand-
teknir í óeirðunum fyrir jól.
Borgarstjórinn vissi ekkert
Ritt Bjerregaard borgarstjóri Kaup-
mannahafnar var stödd í fríi í Noregi
í gær og vissi ekki af fyrirhuguðum
aðgerðum lögreglu en var væntanleg
til borgarinnar í gærkvöld. Hún hef-
ur verið undir mikilli pressu vegna
málsins bæði frá ungmennunum og
öðrum íbúum borgarinnar sem hafa
krafist friðsamlegrar lausnar á mál-
inu. Enda ekki vanir að borgin breyt-
ist í stríðssvæði með nokkurra mán-
aða millibili.
Forsvarsmaður Föðurhússins,
trúarsamtakanna sem eiga húsið
sagðist hlakka til að skoða húsið í
fylgd með fógeta í gær. Sagði hún að
tekin yrði ákvörðun strax í framhald-
inu um hvort fylgt verði ráðum lög-
reglu og það rifið. En samtökin hafa
leyfi yfirvalda í Kaupmannahöfn
fyrir því að rífa húsið og reisa nýtt á
grunni þess.
Mikil fjölmiðlaumfjöllun
Danir hafa verið límdir við tölvu- og
sjónvarpsskjái í dag að fylgjast með
fréttaflutningi af málinu og reiknað er
með að meira en hundrað fjölmiðla-
menn hafi verið í kringum mótmælin
í gærdag.
Aðdragandi aðgerða lögreglu hef-
ur verið langur og spennan var því
farin að magnast síðustu daga sér-
staklega eftir að fréttir bárust að engin
sátt væri í sjónmáli og forsvarsmenn
Ungdómshússins voru farnir að
hvetja erlenda stuðningsmenn sína
til að koma sér til Kaupmannahafnar.
Það er því næsta víst að margir íbúar í
nágrenni við Ungdómshúsið hafi átt-
að sig á hvað klukkan sló þegar þeir
vöknuðu við þyrluhávaða í gærmorg-
un.
Undir lok gærdagsins höfðu um
áttatíu manns verið handteknir.
Reikna má með að það bætist við
þann fjölda um helgina og íbúar
Kaupmannahafnar verði að vera und-
ir það búnir að sjá lögreglumenn gráa
fyrir járnum á ferð um hverfin sín.
kristjan@dv.is
Tugir handTeknir
í kaupmannahöfn
Aðstandendur Ungdómshússins við Norðurbrú efndu til mótmæla víðs vegar í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögregla rýmdi
húsið. Átök brutust út og er búist við að þau haldi áfram næstu daga.
í Kaupmannahöfn