Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 2. febrúar 200756 Tónlist DV Bandaríska rokksveitin Incubus heldur tónleika í Laugardalshöll annað kvöld. Sveitin á að baki 14 ára feril og hefur selt milljónir platna um allan heim. Nýlega sendi hún frá sér sína sjöttu breiðskífu, Light Grenades, sem fór beint í fyrsta sæti á Billboard-vin- sældalistanum. Hljómsveitin Incubus var stofnuð í Calabasas í Kali- forníu árið 1993, þegar meðlim- ir hljómsveitarinnar voru einungis 15 ára. Eftir að hafa deilt um nafn á hljómsveitina í nokkurn tíma lagði gítarleikarinn Mike Enziger til nafnið Incubus, sem kemur úr latínu og er nafn á djöfullegri goðsagnapersónu sem tældi konur á meðan þær sváfu. Árið 1994 leit fyrsta plata drengjanna dagsins ljós, Fungus Amongus. Með- limir Incubus sáu sjálfir að mestu um útgáfu hennar og borguðu allan kostnað við hana sjálfir. Framleiða slagara Árið 1997 sendi sveitin frá sér plötuna S.C.I.E.N.C.E og náði hún töluverðum vinsældum í Bandaríkj- unum og Evrópu, þrátt fyrir litla út- varpsspilun. Platan inniheldur með- al annars lögin A Certain Shade Of Green og Deep Inside. Platan seldist í 750.000 eintökum og er í uppáhaldi meðal margra aðdáenda hljómsveit- arinnar, en á henni ægir saman neu- metal rokki, rappi og fönktónlist. Í kjölfar plötunnar var sveitinni boð- ið að taka þátt í Ozzfest- og Warped- tónleikaferðunum. Þriðja plata Incubus, Make Your- self, var gefin út í október 1999. Plat- an var mun hlustendavænni en fyrri plöturnar og fékk sveitin í fyrsta skipti almenna spilun á MTV og út- varpsstöðvum. Platan Morning View kom út árið 2001 og kvað enn við nýjan tón á henni. Morning View er melódísk og róleg rokkplata og skaust beint í annað sæti á Bilboard-vinsældalist- anum. Lögin Wish You Were Here og Are You In tryggðu sveitinni sess sem ein mest spilaða hljómsveitin á rokk- útvarpsstöðvum víða um heim. Bannaðir fyrir að gagnrýna Bush A Crow Left to Murder kom út árið 2004. Mörg lög á plötunni eru til- raunakennd og svipar hljómi þeirra að mörgu leyti til S.C.I.E.N.C.E og Fungus Amongus. Á plötunni er þó að finna hlustendavæn lög á borð við Talk Shows on Mute og lagið Mega- lomaniac, sem olli nokkru fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Boðskapurinn í laginu var túlkaður sem gagnrýni á George W. Bush, þrátt fyrir að Incu- bus-menn lýstu því yfir að svo væri ekki. MTV tók lagið úr spilun á dag- inn og viðurkenndi Brandon Boyd söngvari að hljómsveitin hefði verið ánægð með þá ákvörðun. Nýjasta plata sveitarinnar, Light Grenades, kom út í nóvember á síð- asta ári og í fyrsta skipti náði sveitin fyrsta sætinu á Bilboard-vinsælda- listanum. Hljómsveitin er um þessar mundir að leggja af stað í heimstón- leikaferð og eru tónleikarnir í Laug- ardalshöll með þeim fyrstu á ferða- laginu. valgeir@dv.is Hlustendavænir rokkHundar Incubus. sveitin hefur gefið út 6 breiðskífur á 14 ára ferli. Ekki með lifr- arbólgu Söngkonan Beyonce Knowles hefur ekki smitast af lifrarbólgu A, eins og óttast var. En gestir í veislu Sports Illustrated voru allir beðn- ir um að fara í skoðun, eftir að upp komst að þjónustu- stúlka í veislunni væri smituð af sjúkdómnum. Beyonce hef- ur ekki enn farið í próf til þess að skera úr um hvort hún sé með veiruna, en segir talsmað- ur hennar að söngkonan hafi hvorki bragðað vott né þurrt í veislunni og því ekki í hættu á að hafa smitast. Fjölskyldu- meðlimur með HIV Söngkonan og villingur- inn Kelly Osbourne kom öllum opna skjöldu þegar hún til- kynnti að einn fjölskyldumeð- lima hennar væri HIV-jákvæður. Stúlkan tilkynnti þetta á góð- gerðarsamkomu til styrktar mál- efnum AIDS. Miklar vangaveltur vöknuðu um hvort það væri fað- ir hennar Ozzy eða annar náinn fjölskyldumeðlimur sem væri HIV-jákvæður. Það var hins veg- ar Terry Londgen frændi Kelly sem greindi frá því að hann væri smitaður. Platan klár Ný platan frá White Stripes er væntanleg. Ekki er kom- in dagsetning ennþá en þau Jack og Meg White sögðu á heimasíðu sinni að þau gerðu hvað sem þau gætu til að koma henni frá sér sem fyrst. „Við erum að gera okkar besta. Þótt við séum þreytt, búin, buguð, svöng, köld og án allrar orku erum við að plana tónleikaferð um heiminn.“ Platan mun heita Icky Thump og luku þau nýlega við upptökur og hljóðblöndun í Nashville í Bandaríkjunum. Jason Cheetman, eða Jay Kay for- sprakki bresku sýru-fönksveitarinn- ar Jamiroquai,er hættur í tónlist í bili. Eftir að hafa nýlega losnað undan stórum plötusamningi við SonyBMG segist Jay Kay hlakka til að losna úr tónlistarbransanum. „Þetta hefur verið upp og niður í gegnum tíðina en því miður meira niður undanfar- ið. Ég þarf bara frí,“ segir Jay Kay en hljómsveitin Jamiroquai sem er frá London hefur verið starfandi síðan í kringum 1990 og hefur selt rúmlega 27 milljónir platna um allan heim. Jay Kay hefur lengi verið mjög ósáttur við SonyBMG og hefur verið að vinna í því að losna undan samn- ingi í lengri tíma. Hann sagði með- al annars í viðtali í fyrra að hann væri orðinn dauðþreyttur á tónlist- arbransanum þar sem þetta snérist 18% um tónlistina og 82% um mark- aðssetningu. „Ég útiloka ekkert að snúa aftur í tónlistarbransann ef ég fæ innblástur á ný,“ segir Jay Kay sem hefur þó þeg- ar planað frítíma sinn næstu misseri. „Ég ætla verja frítíma mínum í fljúga þyrlunni minn og leita að réttu kon- unni til að eignast börn með.“ as- geir@dv.is Jason Cheetman, betur þekktur sem Jay Kay í hljómsveitinni Jam- iroquai, hefur sagt skilið við tónlistarbransann að sinni: Jay Kay hættur í bili Jay Kay Langar að einbeita sér að því að stofna fjölskyldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.