Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 14
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands: Vonir um velferð „Ég geri mér vonir um að umhverf- ismálin og velferðarmálin verði á oddinum. Ég trúi því að fólk sé að vakna til vitundar um það að við þurfum að leggja sérstaka áherslu á þessa tvo málaflokka. Ég tel að það fari saman virðing fyrir öðru fólki og fyrir náttúrunni. Við þurf- um bara að breyta hér samfélag- inu þannig að fólk geti tekið þátt í samfélaginu. Í dag hólfum við fólk niður eftir fötlun eða öðrum að- stæðum en við eigum að hætta því og við eigum að hafa hér samfélag sem gerir ráð fyrir öllum.“ Árni Finnsson, framkvæmdastjóri: Heiðarleika í umhverfismálum „Verndun hálendis Íslands verði tryggð til langframa. Brýnt er að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyr- ir áformun sínum varðandi virkjan- ir á hálendinu og/eða hvaða svæði þeir vilja vernda. Jafnframt er brýnt að stjórnmálamenn feli sig ekki á bak við innihaldslítið tal um þjóðarsátt um nýtingu og verndun heldur geri grein fyrir afstöðu sinni með heiðarlegum hætti. Stóriðju- stopp. Stöðva verður uppbygg- ingu stóriðju til að Íslendingum gefist færi á að rannsaka og ræða eftir lýðræðislegum leiðum hvaða svæði skuli vernda og hver nýta til framtíðar. Nauðsynlegt er að almenningi gefist kostur á að með skipulögðum hætti ákveða hvaða svæði megi ekki hrófla við. Stjórn- málaflokkarnir verða fyrir kosning- ar að leggja fram skýrar hugmynd- ir um hvernig þeir vilja bregðast við loftslagsvandanum hér heima og hvernig þeir vilja að Ísland beiti sér á alþjóðavettvangi. Íslendingar líkt og aðrar þjóðir verða að draga verulega úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda en töluvert skortir á að stjórnmálaflokkar hafi mótað stefnu um hvernig það skuli gert. Sjávarútvegur og verndun lífríkis sjávar mun á næstu árum taka æ meira pláss í umræðunni um um- hverfismál. Fiskveiðistefna Íslands verður að miðast við að byggja upp þorskstofninn og sjávarút- vegsráðherra verður að fara að ráðleggingum Hafrannsóknar- stofnunar varðandi veiðiálag á þorskstofninn. Það hefur því miður ekki verið gert undanfarin ár.“ föstudagur 2. mars 200714 Fréttir DV Helgi Jóhannsson í Góu, ritari Aðstandendafélags aldraðra: Gerum vel við gamla fólkið „Það sem ég sé í hvelli er að ég er svakalega ánægður að lífeyris- sjóðirnir hafi fengið 277 milljarða í vexti og gjöld í fyrra til að leggja inn á sjóði. Þegar þeir voru að ganga frá þessu í janúar fengu þeir svo fimmtíu milljarða til viðbótar. Ég ætla að biðja um að þeir taki eitt prósent af þessu og setji í að byggja íbúðir fyrir gamla fólkið okkar. Ég er hættur að vilja fá af höfuðstólnum. Hann er orðinn svo stór, en ef við gætum fengið eitt prósent af því sem þeir fá í vexti væri hægt að gera mikið fyrir það. Væri ekki gott ef fólk gæti selt hús- ið sitt í lok starfsævinnar og leigt góða stúdíóíbúð? Mér finnst, sem atvinnurekandi með fullt af fólki í vinnu, að fyrst við höfum verið svona dugleg að greiða í sjóðinn sé kominn tími til að við gerum eitthvað með það. Við höfum ekkert gert fyrir pening- ana okkar. Þess vegna er þrengra um gamla fólkið okkar en það þyrfti að vera. Ef við hefðum gert meira þyrftum við ekki að troða gamla fólkinu inn í herbergi eins og vörum á lager.“ Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ: Umhverfismál og vinstristjórn „Ég myndi halda að miðað við það sem er að gerast í þjóðfélag- inu verði umhverfismálin mjög ofarlega. Það verður tekist á um þá stefnu hvort við eigum að selja raforkuna til stóriðju eða ekki. Svo verður örugglega talsvert tekist á um það hvort eigi að halda áfram á þeirri braut mikillar uppbyggingar sem verið hefur á öllum sviðum at- vinnulífsins. Þá takast á hefðbund- in vinstri og hægri öfl. Eitthvað mun koma inn á velferðarmál. Atvinnumál í víðum skilningi eru í umræðunni. Ég hef ekki mikla trú á að sjávarút- vegsmál verði eitthvert átakamál núna. Það er komið í ákveðinn farveg. Vægi sjávarútvegsins hef- ur auðvitað minnkað verulega á síðasta kjörtímabili með vexti ann- arra atvinnugreina. Nú er fókusinn á fjármálalífinu. Svo verður kosið um hvort verði vinstristjórn eða ekki vinstri- stjórn hérna. Miðað við þær skoð- anakannanir sem hafa verið að undanförnu mun fólk örugglega velta því fyrir sér og kíkja kannski ofan í budduna í leiðinni til að at- huga hvort það sé nóg til að leyfa vinstristjórn að valsa um í eitt kjör- tímabil eða svo.“ um Hvað verður kosið? Þingkosningarnar nálgast og það líður að því að kjósendur verða að gera upp hug sinn um hvað þeir ætla að kjósa. Sú ákvörðun ræðst ekki síst af því hvaða málefni hvíla þyngst á fólki þegar á kjörstað er komið. DV leitaði til átta einstaklinga og spurði þá um hvað yrði kosið 12. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.