Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 25
Lesendur DV Umræða Endurfundir í miðborginni! Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala, í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma 250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði. Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk- um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í borðhald og yfir 500 manns í standandi boði. Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum. Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa hana: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi? Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu í hjarta borgarinnar. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Fyrir skömmu keypti Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, nokkur hlutabréf í bankanum á hagstæðu gengi, sem hann hafði samið um í svonefndum kaupréttar- samningi. Í morgun [í gær] vakti þessi frétt í Morgunblað- inu athygli mína: „Hagnaðist um 380 milljónir Ranghermt var í fyrirsögn á viðskiptasíðu blaðsins í gær að Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hefði hagn- ast um 420 milljónir króna á hlutabréfakaupum sínum í bankanum. Fram kom í fréttinni sjálfri að söluhagnað- urinn hefði verið 380 milljónir. Þá var misritað í fréttinni að Bjarni hefði upphaflega keypt bréfin á 4,15 milljónir, þar átti að standa 42,15 milljónir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.“ Það er leitt að hagnaður Bjarna skuli einungis nema 380 milljónum króna. Í raun er málum þannig varið að vegna aðstöðu sinnar sem einn af eigendum Glitnis og forstjóri, hefur hann vart þurft að leggja eyris virði út fyrir hlutabréfunum. Um leið og hann keypti þau seldi hann bankanum þau aftur á tíföldu gengi. Í Bandaríkjunum eru nú uppi miklar vangaveltur um réttmæti svokallaðra kaupréttarsamninga og þessi frétt Morgunblaðsins afhjúpar það siðleysi sem hér liggur á bakvið. Í raun sé ég ekki, hvernig sem ég velti því fyrir mér og hversu hlýtt sem mér er til Bjarna Ármannssonar og Glitnis, að hér sé um annað en þjófnað að ræða. Bjarni Ármannsson væri maður að meiri ef hann gæfi allan þennan hagnað, að frádregnum fjármagnsskatti, til líknarmála. Hér eru nokkrar tillögur: Þjónustumiðstöð blindra og sjónskertra. Blindrafé- lagið hefur af veikum mætti barist fyrir stofnun hennar en litlar undirtektir fengið hjá stjórnmálaflokkum. væntanlegur stjórnmálaflokkur aldraðra og öryrkja. Flokkinn vantar tilfinnanlega fjármagn til þess að geta hafið starfsemi sína, ef samstaða næst á meðal aldaðra á fundinum sem verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík kl. 14 á sunnudag, en engin ástæða er að ætla annað en slík samstaða náist. Stofnun atvinnuþróunarverkefna fyrir fatlað fólk til þess að auðvelda því störf á almennum vinnumarkaði. Glitnir hefur haft frumkvæði að því að gera heima- síður bankanna aðgengilegar. Bjarni Ármannsson er nú í aðstöðu til þess að verja umtalsverðum fjármun- um til margvíslegra velferðarmála og reisa sér þannig óbrotgjarnan bautastein. Þá munu men e.t.v. gleyma því hvernig hann eignaðist þessar 380 milljónir króna. www.arnthorhelgason.blog.is Hagnaðist einungis um 380 milljónir. Hvernig verða þær nýttar? Arnþór HelgAson Öryrki skrifar Bjarni Ármannsson væri maður að meiri ef hann gæfi allan þennan hagnað, að frádregnum fjármagns- skatti, til líknarmála. Öryrki skrifar: Nú ræðst það um helgina hvort af fram- boði eldri borgara og öryrkja verður. Sömuleiðis hlýtur að fara að draga til tíðinda hjá Margréti Sverrisdótt- ur og henn- ar stuðnings- fólki. Svo gæti farið að tvö ný framboð bætist í hóp þeirra flokka sem bjóða fram fyrir al- þingiskosningarnar í maí næstkom- andi. En stöldrum nú við. Hvort er nú líklegra til árangurs fyrir þá sem lök- ust hafa kjörin, aldraða og öryrkja, að bjóða fram undir eigin merkjum eða lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra flokka sem fyrir eru á fleti? Er líklegt að sérframboð öryrkja og aldraðra nái þeim árangri að það hafi eitthvað að segja eftir kosningar? Mitt mat er að vænlegra sé að fylkja liði um þá sem raunverulega vilja vinna að bættum kjörum aldraðra og öryrkja í stað sérframboðs. Flokkar og flokksbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.