Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 37
föstudagur 2. mars 2007 37DV Ferðalög U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s á ferðinni Allir á skíðimikil ásókn er í skíðaferðir til austurríkis og Ítalíu í vetur. samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum er salan á pakkatilboðum í snjóinn með besta móti. Viðvarandi snjóleysi á skíðasvæðum í kringum höfuðborgarsvæðið hefur orsakað mikla eftirspurn. Vinsælustu skíðastaðirnir í ár eru meðal annars Zell am see í austurríki og madonna di Campiglio á Ítalíu. Fjögurra stjörnu hótel Þrettán fjögurra stjörnu hótel eru skráð á Íslandi, samkvæmt ferðamálastofu Íslands. Hótel þurfa að uppfylla fjölmargar kröfur til þess að geta öðlast fjórar stjörnur. til þess að hækka upp um flokk úr þremur stjörnum þurfa til að mynda að að vera hægindastólar í öllum herbergj- um, sjónvarp með fjarstýringu, gervihnattarásum og kvikmyndarás. að auki þarf sólarhrings herbergis- þjónusta að vera í boði, míníbar og möguleiki á að fá morgunmat sendan í herbergið. Flug um allan heim Á vefsíðunni roundtheworldflights. co.uk, geta notendur sett saman eigin heimsreisu og borgað fyrir öll flugfargjöld í einni greiðslu, á mjög hagstæðu verði. Á vefsíðunni geta notendur valið flug á valda áfanga- staði í öllum heimsálfum, meðal annars London, Kaíró, Los angeles, Bombay, Bangkok, sydney og Buenos aires. Þessi möguleiki hentar vel þeim sem vilja skipuleggja heimsreisuna fyrirfram og komast hjá því að lenda í vandræðum með flug þegar komið er út í hinn stóra heim. Undirbúningur fyrir ferðalagið Bakpokinn.com er upplýsingaveita fyrir fólk sem hyggur á bakpokaferða- lag. Á vefsíðunni eru tenglar á bloggsíður hjá Íslendingum á ferðalagi í útlöndum, greinagóðar upplýsingar um öll atriði sem þurfa að vera örugg áður en haldið er af stað. meðal annars er hægt að nálgast upplýsingar um bólusetningar fyrir hvern heimshluta fyrir sig, tenglar eru á aðrar upplýsingavefsíður fyrir bakpokaferðalanga og margt fleira. Íslenski Alpaklúbburinn hélt sitt árlega ísklifurfestival á Köldukinn um síðustu helgi. Íslenski Alpa- klúbburinn var stofnaður árið 1977 og heldur því upp á 30 ára afmæli sitt í ár. Ísklifurfestivalið er eins kon- ar árshátíð ísklifurmanna og segir Freyr Ingi Björnsson að margt hafi verið um manninn á Köldukinn. “Þetta er einn af hápunktum ársins hjá okkur, þarna kemur fólk saman til þess að klifra og gera sér glaðan dag í leiðinni,” segir hann. Hing- að til landsins komu af tilefninu er- lendir ísklifrarar sem Freyr lýsir sem stjörnum í ísklifri. „Ines Papert frá Austurríki sem er heimsmeistari í ís- klifri er meðal annars komin hingað og það er alveg frábært að fá svona fólk hingað til landsins. Ísland er al- gjörlega magnað fyrir þetta sport og erlendir gestir sem klifra hér á landi eru afar hrifnir af aðstæðum. Þetta eru auðvitað sérstakar aðstæður, að klifra í ísilögðum fossi sem þiðnar svo í næstu hlýindum.“ Freyr segir að ísklifurfestivalið sé ekki ætlað sem kynning á íþrótt- inni fyrir áhugasama, heldur tæki- færi fyrir ísklifrara landsins til þess að hittast og klifra saman. „Íslenski Alpaklúbburinn heldur reglulega námskeið í ísklifri og það er um að gera að fylgjast vel með á heima- síðunni okkar, isalp.is. Það er alveg nauðsynlegt að læra undirstöðuat- riðin áður en haldið er upp á fjöll.“ Freyr segir að ekki sé nauðsyn- legt að vera í frábæru líkamlegu formi til þess að taka þátt í ísklifri. „Þetta snýst mun meira um tæknina en líkamlegan styrk og það er kjörið að koma á námskeið til þess að læra þessa tækni.“ Íslenski Alpaklúbburinn hélt sitt árlega ísklifurfestival um síðustu helgi: Árshátíð ísklifrara Á toppiVeraldar Ingibjörg Eiríksdóttir er nemi í ferðamálafræði í Hólaskóla - Háskól- anum á Hólum og er að eigin sögn mikil áhugakona um útivist og hefur meðal annars starfað sem farastjóri hjá Útivist. „Ég er búin að vera lengi í kringum útivist og ferðalög, ég hef verið skáti frá sjö ára aldri og verið í hjálparsveit í 16 ár,“ segir hún. Vegna anna í námi segist Ingibjörg ekki hafa getað farið eins mikið á fjöll í vetur og hún hefði viljað. Síðasta sumar starfaði Ingibjörg sem skálavörður í Strútsskála sem stendur undir fjallinu Strút. Ingibjörg tók áskorun síðustu viku og féllst á að segja frá gönguferð sinni um nágreni sumardvalarstaðar- ins og upp á fjalið sjálft. Mikið og fallegt útsýni „Síðasta sumar var ég skálavörð- ur inni vit á Fjallabaki syðra. Þar er fjallið Strútur, sem heitir fullu nafni Meyjarstrútur. Uppi á fjallinu er al- veg ofboðslega mikið og fallegt út- sýni yfir svæðið. Tindurinn rís rúma fjögurhundruð metra metra upp úr umhverfinu í kring, en skálinn sjálf- ur stendur í fimmhundruð og áttatíu metra hæð,“ segir hún. „Frá skálanum er gengið inn í gil undir svonefndu Skófluklifi, en leið- in upp á fjallið er andspænis göngun- leiðinni inn í Strútslaug, svokallaða. Þaðan er gengið upp á stall á fjallinu, sem er vestan megin í fjallinu. Þetta er þægileg leið en síðasti leggurinn er ekki fyrir þá allra lofthræddustu. Þetta er ekki erfitt klifur og það er hægt að hitta á flottar þúfur á leiðinni. Þessi leið er hálfpartinn eins og tröppur, þetta er alls ekki tæknilega erfitt, en ég mæli eindregið með því að nota göngustafi upp síðasta spölinn,“ segir hún og líkir því að nota göngustafi við að setja í framdrif á bíl. „Það er betri beiting á líkamanum og maður end- ist lengur, bæði fleiri ár og fleiri kíló- metra.“ Á tindi Strúts er mikið útsýni og segir Ingibjörg einstaka tilfinn- ingu grípa sig. „Þaðan getur að líta allt Fjallabakið eins og það leggur sig. Til norðurs rís hin litríka lípar- íteldstöð Torfajökull. Svæðið þar einkennist af miklum jarðhita sem njóta má í fjallabaði í Strútslaug. Til suðurs liggur Mýrdalsjökull og í góðu skyggni sést hvar logandi eld- gjáin hefur rifið sundir heilu fjöllin. Af tindinum sjást einnig sex jöklar, Mýrdals-, Eyjafjalla-, Tindfjalla- , Kaldaklofs-, Torfa- og Vatnajökull.“ Falleg akstursleið Á akstursleiðinni upp að Strút ber margt fyrir augu. Ingibjörg segir leiðina vera eina af uppáhalds akst- ursleiðum sínum á Íslandi. „Fólk sér Strút fyrir sér einhversstaðar uppi á hálendi og margir þekkja ekki leið- ina. Það eru nokkrar færar leiðir inn á Mælifellssandinn sem Strútur stendur á. Sú leið sem er auðveldust er Öldu- fellsleið. Þá er ekið eftir Suðurströnd- inni, austur fyrir Vík í Mýrdal og loks er beygt við laufskálavörðu, þar sem gamli hringvegurinn lá. Áður en kom- ið er að gömlu Hólmsárbrúnni, þá er komið að skilti sem stendur á Öldu- fell. Þessi leið er að mínu mati einhver sú fallegasta öllu á landinu. Í austri er jaðar Vatnajökulls og Mýrdalsjökull- inn er beint fyrir fótum þér sunnan megin. Það er eitthvað mjög spenn- andi við þetta svæði í heild.“ Ingibjörg skoraði á Jónu Björk Jónsdóttur, líffræðing að segja frá ferðalagi sínu í næstu viku og skorað- ist hún ekki undan því. Magnað útsýni af toppi fjallsins er útsýnið frábært. mynd Leifur HÁKonarson Að nálgast toppinn ingibjörg mælir með því að hver fari gönguna á sínum tíma. mynd sig. ÚLfarsson Lagt í hann fjallið gnæfir yfir ferðafélögum. mynd HuLda guðmundsdóttir Ísklifur sportið snýst mun frekar um tækni en líkamlegan styrk. Reynir Þór Sigurðsson skoraði í síðustu viku á Ingibjörgu Eiríksdóttur að segja frá ferðalögum sínum. Ingibjörg er þaul- vön útivistarkona og hefur verið skáti frá sjö ára aldri. Síðasta sumar var Ingi- björg skálavörður í Strútsskála undir fjallinu Strút, sem hún heldur mikið upp á. Ingibjörg gékk á fjallið síðasta sumar. Ingibjörg Eiríksdóttir ingibjörg er þaulvön útivistarkona og hefur verið skáti frá sjö ára aldri. mynd Henry HÁLfdÁnsson Gönguskíði í Landmannalaugum ferðafélagið Útivist stendur fyrir gönguskíðaferð á milli Hrauneyja og Landmannalauga um helgina. gist verður í Hrauneyjum í kvöld og lagt af stað í sigöldu snemma morguns, þaðan sem gengið verður í Land- mannalaugar þar sem heita laugin mun bíða göngumanna. Á laugar- dagskvöld verður sameiginleg grillveisla og kvöldskemmtun og haldið verður til reykjavíkur snemma á sunnudaginn. nánari upplýsingar um ferðina er að finna á vefsíðu Útivistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.