Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 23
DV Fréttir föstudagur 2. mars 2007 23 hverfi sem hann hefði ekki fyrir sitt litla líf hætt sér í fyrir jól. Strangari reglur Útgöngubann skellur á klukk- an átta á kvöldin og gildir til sex um morguninn. Ríkisstjórnin set- ur endalaust af reglum, sem dæmi má nefna að stjórnmálahreyfingar mega ekki lengur eiga þungavopn á skrifstofum sínum, bílar og bygg- ingar sem skotið er úr eru gerðir upptæk og byssumennirnir hand- teknir. Númerslausir bílar eru líka teknir úr umferð. Lögreglan hefur einnig stíft eftirlit með bensínsölu í borginni og er á góðri leið með að uppræta blómlegt svartamark- aðsbrask með eldsneyti. „Fyrir ör- yggisátakið beið ég oft lengi til að geta fyllt á bílinn minn,“ segir Ali. „Stundum komst ég ekki að en sá menn fara fram fyrir röðina og fá afgreiðslu. Það var ljóst að það voru meðlimir vígahópa. Núna er búið að uppræta svartamarkaðinn og gera manni kleift að kaupa þetta á löglegum stöðum, þó að maður þurfi enn að bíða í röð. Verðið hefur líka lækkað um helming.“ Er á meðan er Fólkið hefur hins vegar áhyggj- ur af því að her og lögregla springi á limminu. „Fólk er ánægt núna en veit ekki hvað verður. Það er hrætt um að eftir nokkrar vikur eða mán- uði slaki herinn á klónni og þá fari allt í sama farið aftur. Við viljum ekki að þeir slaki á. Helst viljum við að öryggisátakið standi í hálft ár, ár, bara svo lengi sem þarf.“ Í símanum heyrist þegar þyrla flýgur yfir en skothríðin og sprengjurnar sem maður ímyndar sér að heyra daginn út og inn á göt- um Bagdad er mun minni í bili. Ógnin hefur ekki enn verið tek- in úr umferð, heldur flúðu flestir vígamennirnir út fyrir borgina eða í öruggt skjól. Þeim hefur hins veg- ar verið líkt við kakkalakka, sem hverfa um leið og einhver labbar inn í herbergi, en skríða jafnharð- an fram aftur um leið og litið er af þeim. © GRAPHIC NEWSMyndir: Associated Press Heimildir : GlobalSecurity.org, International Organisation for Migration 1 2 3 5 64 8 9 10 7 Sadr City: 2 milljónir sjíamúslima búa í þessu fátækrahver. Allar ölskyldur voru beðnar um að senda einn karlmann til að þjóna í Mahdi-hernum. Þannig hefði al-Sadr getað fengið 100.000 manna liðsstyrk. Rusafa: Mahdi-herinn hafa reynt að reka alla súnnía af austurbakkanum. Grænt svæði Tígrisáin Grænt svæði Flugvöllurinn í Bagdad. Camp Victor, Camp Cropper B A G D A D Camp Falcon 146.322 íbúar Bagdad hafa osnað upp frá heimilum sínum frá því í febrúar 2006. Íbúaöldi: 6.7 milljónir Sjía: 72% Súnní: 27% Hættulegustu hvern: Vígamenn súnnímúslima hafa reynt að reka alla sjía burt frá Vestur-Bagdad. 1. Kadhamiya 3. Hurriya 5. al-Adal 7. Al-Amariya 9. Jihad Adhamiya Ghazaliya al-Ammal Qadissiya Doura 2. 4. 6. 8. 10. Sjía- hver 60.000 menn í Mahdi-hernum í Sadr City. Stuðningsmenn hans hafa 30 af 275 sætum á þinginu. Muqtada al-Sadr: Leiðir Sjíar í sókn Kristin hver Súnní- hver Súnníar í sókn Herstöðvar BNA 5km Ofbeldi í Bagdad Sjía- og súnnímúslimar hafa að undanförnu ekki hætt sér yr í hver sem hin fylkingin ræður. Ítök trúarherja hafa hins vegar minnkað mjög undanfarnar vikur síðan íraskir her- og lögreglumenn, með aðstoð Bandaríkjamanna, tóku upp öugt eftirlit á götunum. Íbúarnir anda léttar en óttast að vígaklerkarnir muni snúa aftur þegar minnst varir. Haifa Street draugastarfsmanna í samgöngu-, heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneytum ármagna trúarherina. Fjáröun : Laun svokallaðra 145 þúsund manna leyni- þjónusta, sem stofnuð var af Bandaríkjamönnum. Hefur tengsl við dauðasveitir. Verndarþjónustan FPS: Leiðtogi SCIRI. Stjórnar innan- ríkisráðuneytinu og Badr sveitunum sem sagðar eru taka þátt í trúarbardögum. Abdel Aziz al-Hakim: Samkvæmt sjálfstæðu rannsókn- arsamtökunum Iraq Body Count, sem heldur úti samnefndri vefsíðu, hefur líkfundum í Bagdad fækkað um helming. Þessir líkfundir eru yfirleitt taldir tengjast trúarofbeldi á milli sjía- og súnnímúslima. Fyr- ir öryggisátakið voru fastir liðir hjá lögreglunni að finna að meðaltali 30 lík á götunum, oft illa farin eftir ofbeldi og jafnvel pyntingar. Morð- um á óbreyttum borgurum í seinni hluta febrúar hefur einnig fækkað um 40% miðað við fyrri hluta febrú- ar. Þrátt fyrir árangurinn fundu lög- reglumenn samt ennþá að meðal- tali 14 lík á dag seinnihluta febrúar. Þá féllu samtals 118 manns í tveim- ur stórum sprengjuárásum 18. og 24. febrúar. Vígaklerkur spáir hrakförum Þriðja sprengjuárásin drap 40 manns á sunnudaginn var. Flestir þeirra voru námsmenn sem biðu í röð eftir að komast inn í skólastof- ur til að taka miðannarpróf í sjía- háskólanum Mustansiriya. Víga- klerkurinn Muqtada al-Sadr, sem hefur rótsterk ítök í þessum háskóla, hreytti því í ráðamenn að öryggisá- ætlunin væri misheppnuð því sjía- múslimar væru jafnberskjaldaðir fyrir árásum eftir sem áður. Hann bætti því við að íraska lögreglan og herinn ættu að reka innrásarmenn- ina – þar átti hann við Bandaríkja- menn – úr landi. Lýðhylli al-Sadrs stafar mest- megnis af því að faðir hans var vinsæll og virtur sjíaklerkur, sem féll fyrir öryggissveitum Saddams Husseins árið 1998. Þó Muqtada þyki ekki föðurbetrungur nýtur hann engu að síður mjög mikils fylgis í austurhluta Bagdad. Annar varaforsætisráðherra landsins, sjíinn Abdul Mehdi, slas- aðist í sprengjutilræði gegn honum á þriðjudag. Fimm manns létust í árásinni. Gagnrýni frá báðum hliðum Hinn varaforsætisráðherrann, súnníinn al-Hashemi, kvartaði hins vegar yfir því að súnníar yrðu frek- ar fyrir barðinu á öryggiáætluninni, þeir væru undir meiri þrýstingi og frekar væri ráðist á þá. Þetta rímar við orðróm sem hefur gengið fjöllunum hærra, meðal annars á bloggsíðum frá Bagdad, sem segir að lögreglu- menn í aðgerðum gegn hryðjuverka- mönnum hafi fengið skipanir beint frá skrifstofu forsætisráðherrans Nuris al-Maliki, sem er sjíi. Al-Hashemi sagðist einnig hafa varað bandaríska embættismenn við því þegar hann heimsótti Wash- ington í desember að trúarofbeldi hefði lamað samvinnustjórnina. Hvíta húsið þyrfti því að huga að öðrum leiðum ef núverandi örygg- isátak virkar ekki: „Ég hvatti þá til að huga að áætlun B,“ sagði al-Hash- emi. „Hvaða varakosti höfum við í framtíðinni ef svo fer að þetta ör- yggisátak klikkar?“ Yfirmenn íraska hersins, sem stjórnar öryggisátakinu í Bagdad, eru ánægðir með árangurinn. Strax má merkja árangur í fjölda morða og andrúmsloftið virðist hafa breyst. Tvær stórar sprengjuárásir hafa engu að síður verið gerðar á síðustu tveim- ur vikum og vígaklerkarnir eru enn kokhraustir. Helmingsfækkun morða Sprengjur mikið magn sprengiefnis og vopna hefur verið gert upptækt og hundruð vígamanna handteknir á undanförn- um tveimur vikum. Betri tíð í Bagdad
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.