Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 22
föstudagur 2. mars 200722 Fréttir DV Á nokkrum vikum hefur ásýnd borg- arinnar gjörbreyst. Lík sem fundust á víð og dreif um borgina í febrú- ar voru rúmlega helmingi færri en í desember. Þrátt fyrir að enn springi sprengjur og vígaleiðtogar hafi gefið öryggisátakinu falleinkunn er vonin að færast út á göturnar. „Ég fór á markað fyrir tveim- ur dögum og hitti þar á vin minn í símanum. Hann var að tala við kaupmann sem hafði lokað verslun sinni meðan ástandið var sem verst og var að hvetja hann til að opna búðina sína á ný. Fólk upplifir sig öruggara og það vonar að hlutirnir séu að batna. Það er von í loftinu.“ Þetta segir Bagdad-búi sem vildi láta kalla sig Ali. Enn sem komið er kjósa margir þeirra sem tjá sig við fjölmiðla að koma fram undir röngu nafni öryggisins vegna, jafn- vel þótt þeir séu að tala við blaða- mann frá lítilli eyju í Atlantshafi sem fæstir Írakar hafa heyrt minnst á. Því síður vilja þeir láta birtast af sér myndir. Löng bið á vegatálmum Ali keyrir á hverjum morgni til vinnu sinnar og eyðir tvöfalt lengri tíma en áður við vegatálma. Bíl- ferðin til og frá vinnu tók hann áður 15 mínútur en nú er hann hálftíma að keyra hvora leið vegna strangara eftirlits. Hann minnist á að vinur hans sé klukkutíma á leiðinni í stað 20 mínútna áður. „Það fer bara eft- ir því hvert fólk er að fara hvað það eru margir vegatálmar. Fólk er samt yfirleitt ánægt með að þurfa að bíða við vegatálma. Eftir því sem þeir leita í fleiri bílum er eftirlitið virkara og öryggið betra.“ Ekki er óalgengt að fólk þurfi að stoppa við 2–3 vegatálma í röð, fyrst hjá hernum, síðan hjá lögreglu og jafnvel líka hjá leyniþjónustu. Það kemst upp í vana: að hafa hend- urnar á stýrinu, vera viðbúinn að sýna pappírana og opna skottið. Ef það er komið myrkur þarf líka að slökkva bílljósin og kveikja á inni- ljósinu í bílnum. Innra eftirlit hjá her og lögreglu hefur verið bætt og vígamönnum sem höfðu kom- ist í raðir lögreglunnar verið úthýst. Vegatálmum hefur ekki verið fjölg- að neitt óskaplega, en eins og Ali orðar það: „Það er ekki þannig að það sé meira öryggi, heldur betra öryggi.“ Borgin klofin eftir endilöngu Íslam klofnaði endanlega í tvær fylkingar í Karbala, sunnan við Bag- dad, fyrir rúmum 13 öldum síðan og sjía- og súnnímúslimar hafa búið hlið við hlið í Írak síðan þá. Mest er blöndunin í Bagdad þar sem mörg hverfi eru blönduð byggð súnní- og sjíamúslima. Fyrir öryggisátak- ið voru trúarherirnir hins vegar á góðri leið með að skipta borginni í tvennt: sjíamúslimar austan við Tígris-ána og súnnímúslimar vest- an megin. Þegar ástandið var sem verst stjórnuðu skæruliðar vega- tálmunum og ef vegfarendur voru af „rangri“ trú, áttu þeir á hættu pyntingar eða aftökur. Ali býr á sjíaslóðum, skammt frá hinu alræmda Sadr-hverfi, þar sem sjía-klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur hættulega mikil völd. Eftir því sem trúarherir náðu sterkari ítökum í Bagdad varð örðugara fyrir Ali, sem er sjíamúslimi, að heimsækja fjöl- skyldu sína sem býr í súnníhverfinu Adhamiya. Hann segir hins vegar allt annað líf eftir að tekið var á ör- yggi á vegatálmum, nú sé hann ekki jafnhræddur að kíkja í heimsókn í Eftir að öryggisátak íraskra og bandarískra hermanna hófst fyrir þremur vikum hefur morðum í Bagdad fækkað niður í tíðni sem hafði ekki sést í eitt ár. Léttara er yfir götum Bagdad-borgar en íbú- arnir óttast að dauðasveitir trúarklerka hafi einungis skriðið í felur og spretti fram aftur þegar tækifæri gefst. Herdís sigurgrímsdóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Vegatálmar virka vel mikið eftirlit hefur verið á götum Bagdad frá því öryggisátakið byrjaði um miðjan febrúar. Vegatálmar hers og lögreglu hamla för vígamanna. fólk í Bagdad er almennt með eftirlitið, jafnvel þó bílferð sem áður tók 20 mínútur geti tekið allt upp í klukkutíma núna. Betri tíð í Bagdad Börn í Bagdad Þó svo að öryggisástandið í Bagdad sé ekki enn fullkomlega öruggt eða komið í eðlilegt horf þá hefur það stórbatnað á undanförnum vikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.