Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Side 22
föstudagur 2. mars 200722 Fréttir DV Á nokkrum vikum hefur ásýnd borg- arinnar gjörbreyst. Lík sem fundust á víð og dreif um borgina í febrú- ar voru rúmlega helmingi færri en í desember. Þrátt fyrir að enn springi sprengjur og vígaleiðtogar hafi gefið öryggisátakinu falleinkunn er vonin að færast út á göturnar. „Ég fór á markað fyrir tveim- ur dögum og hitti þar á vin minn í símanum. Hann var að tala við kaupmann sem hafði lokað verslun sinni meðan ástandið var sem verst og var að hvetja hann til að opna búðina sína á ný. Fólk upplifir sig öruggara og það vonar að hlutirnir séu að batna. Það er von í loftinu.“ Þetta segir Bagdad-búi sem vildi láta kalla sig Ali. Enn sem komið er kjósa margir þeirra sem tjá sig við fjölmiðla að koma fram undir röngu nafni öryggisins vegna, jafn- vel þótt þeir séu að tala við blaða- mann frá lítilli eyju í Atlantshafi sem fæstir Írakar hafa heyrt minnst á. Því síður vilja þeir láta birtast af sér myndir. Löng bið á vegatálmum Ali keyrir á hverjum morgni til vinnu sinnar og eyðir tvöfalt lengri tíma en áður við vegatálma. Bíl- ferðin til og frá vinnu tók hann áður 15 mínútur en nú er hann hálftíma að keyra hvora leið vegna strangara eftirlits. Hann minnist á að vinur hans sé klukkutíma á leiðinni í stað 20 mínútna áður. „Það fer bara eft- ir því hvert fólk er að fara hvað það eru margir vegatálmar. Fólk er samt yfirleitt ánægt með að þurfa að bíða við vegatálma. Eftir því sem þeir leita í fleiri bílum er eftirlitið virkara og öryggið betra.“ Ekki er óalgengt að fólk þurfi að stoppa við 2–3 vegatálma í röð, fyrst hjá hernum, síðan hjá lögreglu og jafnvel líka hjá leyniþjónustu. Það kemst upp í vana: að hafa hend- urnar á stýrinu, vera viðbúinn að sýna pappírana og opna skottið. Ef það er komið myrkur þarf líka að slökkva bílljósin og kveikja á inni- ljósinu í bílnum. Innra eftirlit hjá her og lögreglu hefur verið bætt og vígamönnum sem höfðu kom- ist í raðir lögreglunnar verið úthýst. Vegatálmum hefur ekki verið fjölg- að neitt óskaplega, en eins og Ali orðar það: „Það er ekki þannig að það sé meira öryggi, heldur betra öryggi.“ Borgin klofin eftir endilöngu Íslam klofnaði endanlega í tvær fylkingar í Karbala, sunnan við Bag- dad, fyrir rúmum 13 öldum síðan og sjía- og súnnímúslimar hafa búið hlið við hlið í Írak síðan þá. Mest er blöndunin í Bagdad þar sem mörg hverfi eru blönduð byggð súnní- og sjíamúslima. Fyrir öryggisátak- ið voru trúarherirnir hins vegar á góðri leið með að skipta borginni í tvennt: sjíamúslimar austan við Tígris-ána og súnnímúslimar vest- an megin. Þegar ástandið var sem verst stjórnuðu skæruliðar vega- tálmunum og ef vegfarendur voru af „rangri“ trú, áttu þeir á hættu pyntingar eða aftökur. Ali býr á sjíaslóðum, skammt frá hinu alræmda Sadr-hverfi, þar sem sjía-klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur hættulega mikil völd. Eftir því sem trúarherir náðu sterkari ítökum í Bagdad varð örðugara fyrir Ali, sem er sjíamúslimi, að heimsækja fjöl- skyldu sína sem býr í súnníhverfinu Adhamiya. Hann segir hins vegar allt annað líf eftir að tekið var á ör- yggi á vegatálmum, nú sé hann ekki jafnhræddur að kíkja í heimsókn í Eftir að öryggisátak íraskra og bandarískra hermanna hófst fyrir þremur vikum hefur morðum í Bagdad fækkað niður í tíðni sem hafði ekki sést í eitt ár. Léttara er yfir götum Bagdad-borgar en íbú- arnir óttast að dauðasveitir trúarklerka hafi einungis skriðið í felur og spretti fram aftur þegar tækifæri gefst. Herdís sigurgrímsdóttir blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Vegatálmar virka vel mikið eftirlit hefur verið á götum Bagdad frá því öryggisátakið byrjaði um miðjan febrúar. Vegatálmar hers og lögreglu hamla för vígamanna. fólk í Bagdad er almennt með eftirlitið, jafnvel þó bílferð sem áður tók 20 mínútur geti tekið allt upp í klukkutíma núna. Betri tíð í Bagdad Börn í Bagdad Þó svo að öryggisástandið í Bagdad sé ekki enn fullkomlega öruggt eða komið í eðlilegt horf þá hefur það stórbatnað á undanförnum vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.