Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 49
Námið var sex tólf vikna nám- skeið. Að því loknu hélt Björn til Bandaríkjanna þar sem hann lauk tveimur verklegum námskeiðum. „Námið byggðist upp á gagnvirkri vinnu milli nemenda og kennara og eftir hvert námskeið skiluðum við ritgerðum. Hér á Íslandi hafa nokkr- ir sérhæft sig í hundaþjálfun, eink- um fyrir tollgæsluna. Við mig er að- allega haft samband þegar sambúð hunds og fólks gengur ekki upp...” Ástæður þess að hundar skipta um karakter, kannski þriggja, fjög- urra ára, segir Björn geta verið margvíslegar. „Þar getur komið til undirliggj- andi kvíði og ótti eða sjúkdómar og ennfremur getur hundurinn ver- ið óöruggur um stöðu sína. Skila- boð eigandans eru oft þess eðl- is að hundurinn skilur ekki hvert hlutverk hans er. Hundur verður að hafa leiðtoga. Leiðtoginn verð- ur að vera samkvæmur sjálfum sér og setja hundinum mörk. Það má aldrei beita hunda líkamlegu valdi. Þá læra þeir að höndin er verkfæri sem meiðir. Það að ala upp hund er ekkert öðruvísi en að ala upp barn og margir sálfræðingar og uppeldis- fræðingar hafa líkt sumum uppeld- isaðferðum hunda við þær aðferðir sem notaðar eru við að kenna ein- hverfu barni. Þar þurfa mörkin að vera alveg skýr, svart og hvítt, aldrei grátt.“ Gelt á póstinn Björn nefnir sem dæmi hund sem er gjarn á að rjúka að útidyrunum og gelta að póstinum. „Þá er ekki til neins að reiða hönd til höggs,“ segir hann. „Eina leiðin til að venja dýrið af þessu er að gera því grein fyrir því að þetta er ekki í „verkahring“ þess og ef hundurinn ákveður að hlýða ekki skipunum eigandans þarf að fjarlægja hann frá aðstæðunum, setja hann í „skamm- arkrókinn“. Þetta þarf að gera ítrek- að þar til hundurinn skilur að hann er að sýna óæskilega hegðun og það að sýna æskilega hegðun veitir hon- um hrós frá húsbóndanum. Því fyrr sem gripið er í taumana, því betra, en yfirleitt kem ég seint inn í mynd- ina. Í framtíðinni langar mig að vera með námskeið til að fyrirbyggja að vandamál af þessu tagi geti komið upp; þannig að fólk geri sér grein fyrir hvað fylgir því að vera hund- eigandi.“ Björn er eins og gömlu, góðu heimilislæknarnir. Hann fer í hús- vitjanir. „Jú, jú, auðvitað er mér boðið upp á kaffi og stundum kex!“ segir hann brosandi. „Stundum er hægt að ráð- leggja fólki símleiðis, en ef vanda- málið tengist til dæmis því að hund- urinn gjörbreytist við gestakomu finnst mér betra að fara á staðinn. Þá er ég sá ókunnugi og sé hvernig hundurinn bregst við. Flestir hund- anna verða yfir sig hissa þegar ég heilsa eigendum þeirra og læt sem ég sjái þá ekki...! Ég á líka auðveld- ara með að greina vandann þegar ég sé hvernig samskipti hundsins og eigenda hans eru. Í 95% þeirra til- vika þar sem upp koma vandamál er um stjórnunarvandamál að ræða.“ En í fimm prósentum tilvika geta læknisfræðileg vandamál verið ástæða hegðunarbreytinganna. „Það getur verið undirliggjandi sársauki eða sjúkdómur og þá þarf að byrja á að fá úrskurð dýralækn- is,“ útskýrir Björn. „Hundar verða ekki veikir á geði eins og menn, en þeir geta hins vegar átt við kvíða og hræðslu að stríða. Það er þess vegna sem lyf eins og prozac þarf oft til á hunda og ketti... Mitt hlutverk er að greina söguna, hvenær breyting varð á dýrinu, hvort hún hafi ágerst og undir hvaða kringumstæðum dýrið sýnir aðra hegðun.“ Allir hundar þurfa leiðtoga En er meira leitað til hans vegna atferlis einnar tegundar en annarr- ar? „Nei, þetta hefur ekkert með teg- undir að gera,“ svarar hann. „Hund- ar hafa allir sömu eðlishvöt. Vanda- málin í dag eru oft sprottin af því að litlu, vinsælu hundarnir eru ekki meðhöndlaðir sem hundar heldur leikföng. Allir hundar, líkt og önnur hópdýr, þurfa leiðtoga.“ Björn viðurkennir að til hans hafi hringt fólk sem sé beinlínis hrætt við hundinn sinn. „Hundurinn hefur þá yfirtekið heimilið og stjórnar því með heraga. Hann hefur náð því að ráða yfir eig- anda sínum þannig að eigandinn þorir til dæmis hvorki að setjast í sófann ef hundurinn er þar fyrir né vera inni í herberginu sem hundur- inn borðar í. Ef hundurinn finnur að eigandi hans óttast hann er hann kominn í kjöraðstöðu. Það þarf að kenna hundi að bera virðingu fyrir eiganda sínum því þá verður virð- ingin gagnkvæm. Þá virðingu fær hundurinn ekki sé hann laminn eða sýnt ofbeldi. Úr slíku uppeldi kem- ur bara taugaveiklaður hundur sem óttast eiganda sinn og annað fólk. Þolinmæði og staðfesta eru lykilat- riði þegar kemur að góðu uppeldi hunda.“ annakristine@dv.is DV Helgarblað föstudagur 2. mars 2007 49 Hundaatferlisráðgjafi leysir Hegðunarvanda Besti vinur mannsins Það er ekki að ástæðulausu að hundar og önnur mállaus dýr eru bestu vinir mannsins. Við vitum nefnilega hvar við höfum þau! En til að þau sýni okkur virðingu, þurfum við að sýna þeim virðingu. Björn styrmir Árnason sérhæfir sig í atferli hunda og segir eigendur fyrst og fremst þurfa að vera samkvæma sjálfum sér. „allir hundar þurfa leiðtoga,“ segir Björn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.