Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 58
Bíó DV
Það sem einkennir oftar en ekki góða grínmynd er fíflið. Þessi grasasni sem gerir
allt hvað hann getur til þess að gera líf aðalsögupersónunnar leitt. DV gerði úttekt
á helstu fíflum kvikmyndanna í seinni tíð. Mennirnir sem við elskum að hata.
Mestu fíflin
Bill Murray
Í myndinni Kingpin tekst Bill Murray með karakternum sínum Big Ernie að
kristalla þetta hugtak um grasasnann. Þvílíkt fífl. Big Ernie er algjörlega siðlaus
náungi og allar hrakfarir Woody Harrelson og félaga í myndinni eru honum að
kenna, þar á meðal að hann missi hendina. Bill Murray fer algjörlega á kostum
í þessu hlutverki og er sennilega enginn sem hefði getað leyst það betur.
Billy BoB ThornTon
Þó svo að Billy Bob hafi leikið óendanlega mikla grasasna á ferlinum, til dæmis eins og í
myndunum Bad Santa og Ice Harvest, þá var sennilega toppnum náð í myndinni U-Turn. Þar
lék hann ógeðismanninn og eðalfíflið Darrell. Billy Bob leikur enn eitt fíflið í myndinni School
of Scoundrels sem er frumsýnd í lok mánaðarins. Þar heldur hann úti skóla fyrir svokallaða
lúsera. Hann er algjört gerpi og níðist við hvert tækifæri á þessum minnpokamönnum.
ChrisTopher McDonalD
Ásamt Big Ernie í Kinpin er Shooter McGavin úr Happy Gilmore eitthvað mesta fífl kvikmynda-
sögunnar. Christopher McDonald er óborganlegur í hlutverkinu og er það ekki síst honum að
þakka að Happy Gilmore sé klassísk grínmynd. Shooter er aðal nafnið í golfbransanum þangað
til Happy mætir og hann er staðráðinn í láta hann ekki stela sviðsljósinu. Shooter hefur allt.
Hrokann, egóið, lélegu brandarana og óþolandi smeðjuskapinn inná milli.
Gary Cole
Office Space er án efa ein vanmetnasta grínmynd síðari tíma. Hún er betri
og betri í hvert skipti sem maður sér hana og ekki síst þá fyrir tilstilli Gary
Cole. Hann leikur algjörlega óþolandi yfirmanninn Bill Lumbergh. Bill er
yfirmaður Peter sem er aðalpersónan. Peter hefur algjörlega misst áhugan
á vinnunni og lífi sínu yfir höfðuð og að miklu leyti útaf fíflinu Bill.
JiM Carrey
Jim Carrey sýndi á sér nýja og skemmtilega hlið í myndinni Cable Guy sem hinn fullkomlega
geðveiki Chip. Steven sem er leikinn af Matthew Broderick er sparkað af kærustunni. Þegar
Steven flytur í nýja íbúð bíður sjónvarpsmaðurinn honum sjóræningjatengingu sem hann
þiggur. Í kjölfarið á því verður Chip óendanlega uppáþrengjandi og furðulegur. Hann endar
á því að snúa allri fjölskyldu Stevens uppá móti honum og hættir bara ekki að vera asni.
JereMy piven
Þegar Gordon „Cheese“ Pritchard, persóna Jeremy Piven í Old School, er kynntur til leiks
minnast Vince Vaughn og Luke Wilson þess þegar þeir læstu hann í ruslagámi í æsku.
Cheese komst hins vegar út úr gámnum eins og hann bendir réttilega á og er einstak-
lega bitur. Piven er virkilega góður í hlutverki sínu sem skólastjórinn Cheese. Hann er
mjög sannfærandi í markvissum tilraunum sínum til eyðileggja hamingju annara.
asgeir@dv.is
fruMsýningar uM helgina
Smokin’ AceS
Æsileg spennumynd sem
fjallar um hóp leigu-
morðingja sem eru allir á
hælunum á sama
manninum. meðal
leikara eru Ben Affleck,
Andy Garcia, Ray Liotta,
Jeremy Piven, Ryan
Reynolds, Jason
Bateman og Alicia keys.
IMDb: 6,6/10
Rotten Tomatoes: 26%
Metacritic: 45/100
muSic And LyRicS
Hugh Grant leikur
söngvara sem má muna
fífil sinn fegurri. Hann þarf
að semja lag sem fer beint
á toppinn á skömmum
tíma en hefur aldrei
skrifað texta á ævinni. Þá
hittir hann unga konu sem
er leikin af drew Barrym-
ore.
IMDb: 6,6/10
Rotten Tomatoes: 65%
Metacritic: 59/100
BLood & cHocoLAte
Vivian er varúlfur en
þráir bara venjulegt líf.
Hún leitar huggunar í
fangi hins mennska
Adiens. Vivian þarf að
velja á milli þess að
halda fjölskylduleyndar-
málinu leyndu eða ást
sinni til Adiens.
IMDb: 4,8/10
Rotten Tomatoes: 9%
Metacritic: 33/100
LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA
kl. 5.30, 8 og 10.35
NOTES ON A SCANDAL B.I. 14 ÁRA
kl. 6, 8 og 10
PAN´S LABYRINTH B.I. 14 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
LITTLE MISS SUNSHINE B.I. 7 ÁRA
kl. 8 og 10.10
KÖLD SLÓÐ B.I. 12 ÁRA
kl. 5.45
SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA
kl. 5.50, 8 og 10.10-Kraftsýning
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 8, og 10
NOTES ON A SCANDAL
kl. 6
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 5.50
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
LAST KING OF SCOTLAND B.I. 16 ÁRA
kl. 5.20, 8 og 10.35
LAST KING OF SCOTLAND Í LÚXUS
kl. 5.20, 8 og 10.35
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 5.30, 8 og 10.30
PURSUIT OF HAPPYNESS
kl. 8 og 10.30
ANNA OG SKAPSVEIFLUNAR M/ÍSL TALI
kl. 4 og 4.45 700 kr fullorðnir og 500 kr börn
VEFUR KARLOTTU
kl. 3.40 ÍSLENSKT TAL
NIGHT AT THE MUSEUM
kl. 5.40
SMOKIN ACES B.I. 16 ÁRA
kl. 5.45, 8 og 10.15
THE NUMBER 23 B.I. 16 ÁRA
kl. 4, 6, 8 og 10
GHOST RIDER B.I. 12 ÁRA
kl. 8 og 10.15
KIRIKOU OG VILLIDÝRIN
kl. 4 ÍSLENSKT TAL
ARTÚR OG MÍNIMÓARNIR
kl. 4 ÍSLENSKT TAL
NIGHT AT THE MUSEUM
kl. 6
3 T I L N E F N I N G A R
BESTA STUTTMYNDIN
IÐNAÐAR- OG
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ
450 kr. í bíó!
Gildir á allar
sýningar
merktar með
rauðu!
/ álfabakka
MUSIC & LYRICS kl. 8 - 10:20 Leyfð
MUSIC & L.. VIP kl. 8 - 10:20 Leyfð
SMOKIN ACES kl. 8 - 10:30 B.i.16
BREAKING A... kl. 8 - 10:20 B.i.12
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:20 B.i.16
ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i.16
/ kringlunni
MUSIC & LYRICS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 9 - 10:20 - 11 Leyfð
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16
THE BRI ... M/- Ísl tal kl. 4 - 6:10 Leyfð
VEFURIN... M/- Ísl tal. kl. 4 - 6 Leyfð
/ keflavík
MUSIC AND LYRICS kl. 6 - 10:10 Leyfð
BRIDGE TO TE... kl. 6 Leyfð
GHOST RIDER kl. 8 - 10:20 B.i. 12
/ akureyri
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
THE BRIDGE TO... kl. 6 Leyfð
BREAKING AND... kl 8 Leyfð
ALPHA DOG kl 10:10 B.i.16
HáSKóLABíó
BREAKING A... kl. 5:30 - 10:30 B.i.12
LETTERS FRO... kl. 8 B.i.16
PERFUME kl. 6 - 9 B.i.12
DREAMGIRLS kl. 8 B.i.7
BABEL kl. 5:30 - 10:40 B.i.16
FORELDRAR kl. 6 Leyfð