Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 54
Ævintýra- og bardagaleikur-inn Jade Empire kemur út á PC-tölvu í dag, en áður var hann aðeins fáanleg-
ur á Xbox-leikjatölvuna. Leikurinn
hefur fengið afbragðsdóma víðast
hvar og þykir frumlegur, spennandi
og flottur. Menn fara í hlutverk ungs
bardagalistakappa sem æfir af kappi
Kung fu-listina í litlum skóla í litlu
þorpi í Austurlöndum. Þegar hræði-
legir atburðir gerast í þorpinu þurfa
leikmenn að halda af stað í ferðalag
til þess að komast að því hver ástæða
atburðanna er. Leikmenn geta valið
hvort þeir fylgi reglum Opnu hand-
arinnar eða Lokaða hnefans, eða
með öðrum orðum valið hvort þeir
séu góðir eða slæmir. Leikmenn sem
velja sér góðu leiðina verða að verja
þorp sitt og uppræta þær ógnir sem
að því steðja á meðan þeir sem velja
sér þá slæmu þurfa að nota mátt sinn
til eyðileggingar og ills.
Sérstaða leiksins liggur fyrst og
fremst í hve vel hann blandar sam-
an hlutverka- og ævintýraleikjaspil-
un við flotta Kung fu-bardaga. Sagan
sem sögð er í leiknum á víst að vera
hans helsti styrkleiki og er merkilegt
hvernig hvert einasta smáatriði flétt-
ast inn í söguna á þjálan hátt. Á ferð-
um sínum hittir leikmaðurinn ótal
manneskjur sem hann getur átt sam-
skipti við og hjálpa margar hverjar
honum við að ná takmarki sínu.
Landslag leiksins og grafík er með
eindæmum flott, en fjöll og skóg-
ar verða að náttúrperlum í sýndar-
veruleikanum. PC-útgáfa leiksins
hefur verið bætt til muna. Ný óvina-
afbrigði, nýir bardagastílar og betra
slagsmálakerfi er nú komið og segja
þeir sem leikinn hafa prófað að nú sé
hann næstum óaðfinnanlegur. Þeir
sem spila enn alla sína leiki í PC-
tölvum ættu að skella sér á eintak
af Jade Empire, sem tekst það sem
fæstum leikjum tekst; að flétta sam-
an góðan söguþráð og skemmtilega
bardaga.
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 2. mars 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
NiNteNdo Wii
greNNir
John moores-
háskólinn í Liverpool
framkvæmdi á
dögunum rannsókn
á því hvort einhver
heilsurækt
tengdist tölvunni
Nintendo Wii. rannsóknin var gerð eftir
að maður að nafni mickey deLorenzo
sagðist hafa grennst um fjögur kíló við
að spila Nintendo Wii sports leikinn í
hálftíma á dag í heilan mánuð.
samkvæmt rannsókn skólans er það
borðliggjandi að leikur á borð við Wii
sports hafi góð áhrif á brennslu og
líkamann og að börn geti grennst um
allt að 13 kíló á ári við að spila Wii
sports í 15 mínútur á dag.
Xiaolin showdown - PSP/PS2/XboX
sims 2 seasons - PC
dancing stage supernova - PS2
sonic & the secret ring - Wii
Jade Empire : special Edition - PC
Kíkið á þessa
TölvuleiKur
Ég spilaði Mario Kart í Nintendo
64 mikið á sínum tíma og er reyndar
á þeirri skoðun að það sé einn besti
multiplayer-leikur fyrr og síðar. Því
fylgdi því mikil tilhlökkun að komast
í Mario Kart á DS. Í fyrstu fannst mér
vanta meiri nýjungar eða viðbætur
við leikinn frá fyrri útgáfum. En eftir
því sem ég spilaði leikinn áttaði ég
mig á hvar gæði hans og snilld liggja,
í klassíkinni. Þvílík klassík sem þessi
leikur er.
Hann er byggður upp eins og
fyrri Mario Kart-leikir þar sem
maður keppir við þekktar persón-
ur úr Nintendo-ævintýraheimin-
um í kappakstri. Maður berst við að
skjóta andstæðingnum ref fyrir rass
með vopnum sem liggja á braut-
inni og vera fyrstur í mark. Einnig
eru nokkur önnur keppnisform þar
sem maður leysir fjölbreyttar þraut-
ir. Leikurinn býður líka upp á spilun
á netinu þar sem hægt er að keppa
við fjóra aðra spilara utan úr heimi
í kappakstri. Svo er það gamla góða
battle-keppnin þar sem nokkrar
blöðrur eru fastar við bílinn. Maður
keppist við að sprengja
blöðrur andstæðings-
ins og standa einn eft-
ir.
Eini spilunar-
möguleikinn sem ég
gat ekki prófað er þar
sem spilað er á milli
tölva. Til dæmis fjór-
ar tölvur á einum stað
og allir keppa við
alla. Ég held reyndar
að það sé besti hluti
leiksins og væri ég mest til
í að allir félagarnir ættu Nintendo
DS og Mario Kart svo að við gæt-
um endurlífgað gömlu Mario Kart-
stemninguna.
Ef þú ert að leita að einhverju
nýju, þá er þetta ekki leikurinn,
nema þá að þú hafir aldrei spilað
Mario Kart. Ef þú ert hins vegar að
leita að algjörri klassík er þetta klár-
lega leikurinn.
Nýjustu
sölutölur
Nýjustu sölutölur úr stríðinu milli þriðju
kynslóðar leikjatölvanna sýna að
Xbox360 hefur enn örugga forustu. Það
kemur ekki mikið á óvart þar sem vélin
heur verið ári lengur á markaði en Wii
og Ps3. Xbox360 hefur selst í
10.580.125 eintökum, Nintendo Wii
hefur selst í 4.697.512 eintökum og
Playstation3 hefur selst í 1.474.808
eintökum. Wii hefur komið mun sterkar
inn á markað en reiknað var með í
fyrstu á meðan Ps3
hefur valdið vonbrigð-
um. Það hefur líka áhrif
á sölutölur að Xbox er
eina vélin sem nægar
birgðir voru til af um
jólin og það sem af er
árinu.
iNdírokk í
fótboltaleik
tölvuleikjarisinn 2k sports er þekktur
fyrir að hafa ferskustu tónlistina í
leikjum frá sér. fótboltaleikurinn mLB
2K7 kemur frá fyrirtækinu á næstunni
og verður engin breyting þar á. tónlistin
í leiknum er leikin af ferskustu indírokk-
sveitum undanfarinna ára og eru meira
að segja meistarar Nirvana með lag í
leiknum. Leikurinn er væntanlegur í lok
mánaðarins og sem dæmi um það sem
má finna á disknum má nefna bönd á
borð við the stooges, the Pixies,
Wolfmother og tapes N tapes.
Leikurinn Jade Emp-
ire kemur út á PC-tölv-
ur í dag. Leikurinn hefur
hingað til aðeins verið fá-
anlegur á X-box en vegna
mikillar eftirspurnar hef-
ur verið ákveðið að gefa
hann út á PC líka. Leikur-
inn blandar saman klass-
ísku RPG-mynstri við
skemmtilegar bardaga-
senur þar sem Kung fu
og svipuð bardaga-
tækni er í fyrirrúmi.
Mario Kart
Kappakstursleikur
Nintendo DS
TölvuleiKur
Jade empire Gamespot.com - 7,8 Ign - 8,6 Kemur út á Íslandi í dag
kuNg fu berjast
algJör klassík
og allir voru að
JadE EmPiRE
öðruvísi hlutverkaleikur, sem
vakið hefur mikla athygli.
FLottiR baRdaGaR
Kung fu er notað gegn skrímslum.
GóðiR Eða SLæmiR
Leikmenn geta valið hvort þeir nota
mátt sinn til góðs eða ills.
gamecube
tekin úr
sambandi
Gamecube-tölvan hefur víst
sungið sitt síðasta. Sala á
tölvunni hafa varla verið nokkur
síðastliðin misseri og hafa leikir í
hana einnig selst lítið. Þess
vegna hafa Nintendo-menn
ákveðið að hætta framleiðslu
tölvunnar og leikja í hana. Perrin
Kaplan talsmaður Nintendo í
bandaríkjunum sagði í viðtali við
vefsíðuna Gamedaily að stór
lager væri til af bæði tölvum og
leikjum svo Gamecube-notendur
ættu ekki að hafa áhyggjur. Hins
vegar væri það ljóst að ekki yrðu
fleiri titlar gefnir út á tölvuna og
ekki fleiri tölvur framleiddar.
H H H H H
mario Kart á dS
Er ennþá jafn
sjarmerandi og flottur.