Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 21
DV Fréttir föstudagur 2. mars 2007 21
Það er skoðun Hans Kristians að
rannsóknin á Baugi Group og þau
réttarhöld sem komu í kjölfarið hafi
farið langt út úr réttum hlutföllum.
„Það er engin ástæða til þess að verja
svo miklum kröftum og fjármun-
um, hvorki af hálfu Baugs né af hálfu
skattborgaranna í mál sem skilar svo
litlu sem raun ber vitni,“ segir hann.
Hann segir málið vera blöndu af
mismunandi aðstæðum og atvikum.
Hluti þess sé smæð íslensks samfé-
lags. Hann dregur heldur ekki dul á
þá skoðun sína að máið eigi sér pól-
itískan uppruna. „Þetta er lítið land
og við höfum hliðstæður í Noregi.
Frá mínum bæjardyrum séð er það
nokkuð ljóst að fyrrum forsætisráð-
herra á hlut að upphafi Baugsmáls-
ins, en í þessu tvinnast saman mis-
munandi þræðir.“
Hátt vöruverð
Þegar talið berst að verði á mat-
vöru bendir Hans á skyldleika við
Noreg. „Það sem er sérstakt við mat-
vörumarkaðinn á Íslandi er hið sama
og í Noregi. Varnarmúr hefur verið
reistur kring um framleiðslu, eink-
um á landbúnaðarafurðum, í báð-
um löndunum. Það er þessi múr sem
veldur háu matvöruverði í báðum
löndum.“ Þessi skoðun Hans Kristi-
ans á sterkan samhljóm með sjón-
armiðum þeirra sem
gagnrýnt hafa skattalækkanir ís-
lenskra stjórnvalda á matvæli.
„Ef við lítum til þess sem Jón
Ásgeir og Jóhannes hafa gert með
rekstri Bónuss, má halda því fram að
þeir séu í allra fremstu röð í Evrópu
með tilliti til afkasta. Ég þekki enga
verslunarkeðju í Evrópu sem vinnur
með jafn lága brúttóálagningu. Og
þar með má halda því fram að Jó-
hannes tróni á toppnum í Evrópu í
dagvöruversluninni.“
Rannsókn og réttarhöld í Baugs-
málinu hafa haft áhrif á viðskipti og
viðgang fyrirtækisins. Hans bendir
á að kaupin á Arcadia keðjuni hafi
spillst, ásamt fleiri viðskiptum. „Já,
þetta hefur valdið erfiðleikum allt frá
tilrauninni til að kaupa Arcadia. Það
var fysti vandinn sem tengdist þessu
máli. Við urðum líka að hverfa frá
kaupunum á Somerfield keðjunni
vegna þess að málinu var ekki lokið,“
segir Hans.
Hann tekur jafnframt upp hansk-
ann fyrir Jóhannes Jónsson og fjöl-
skyldu hans. „Þetta hefur skapað afar
mikinn þrýsting, sérstaklega á Jón
Ásgeir Jóhannesson og fjölskyldu
hans. Málið hefur snert alla starf-
semina og stjórn félagsins. Þannig
að Baugsmálið, sem hefur dregist allt
of mikið á langinn, hefur snert okkur
öll með einum eða öðrum hætti. Það
er erfitt að segja hvar Baugur Group
væri á vegi statt í dag ef þetta mál
hefði ekki komið upp. En svo mikið
er víst að ásýnd félagsins hefði verið
allt önnur ef Baugsmálið hefði ekki
komið til sögunnar. Ég er algerlega
sannfærður um að málareksturinn
hefur verið dragbítur á þróun og vöxt
félagsins.“
Mistök í rekstrinum
Hans segir að vissulega hafi ver-
ið gerð mistök í rekstri Baugs. Það
sé eðlilegur hluti af viðskiptum.
„Við gerðum mistök rétt eins og aðr-
ir. Fyrsta fjárfesting Baugs erlend-
is, kaupin á Bill‘s Dollar Stores voru
mistök, alveg afdráttarlaust. Það
er auðvelt að sjá eftirá. Ákvarðan-
ir um nýjar fjárfestingar eru rædd-
ar ítarlega innan stjórnarinnar áður
en þær eru teknar. Þegar búið var
að taka stefnumarkandi ákvarðanir
hugsuðum við með okkur að vissu-
lega ætluðum við okkur að vaxa. Og
þegar sú stefna hafði verið mörkuð
var jafnframt augljóst að Baugur varð
að hasla sér völl erlendis, hefja útrás.
Við gátum ekki aðeins haft íslenskt
land undir fótum ef félagið átti að
stækka í samræmi við stefnu þess.“
Yfirheyrslurnar
Í vitnaleiðslum í vikunni var
Hans Kristian fyrst og fremst spurð-
ur út í vinnubrögð stjórnar fyrirtæk-
isins. „Menn vidu fá vitneskju um
það hvernig stjórn Baugs vinnur. Í
vitnaleiðslunum skýrði ég frá því að í
stjórn Baugs værum við ekki upptek-
in af bókhaldi,“ segir hann.
Hann segir stjórnina fyrst og
fremst leita að yfirsýn yfir reksturinn.
„Við vinnum á öðru plani, hefjum
okkur upp í þyrlu ef svo að segja, til
þess að ná heildarsýn á málin. Mikil-
vægasta hlutverk stjórnarinnar er að
styðja við bak þeirra sem stjórna dag-
legum rekstri, huga að stefnumörk-
un og áætlunum og fara yfir þær sem
og að fylgjast með fjárstreymi, vinna
að ársuppgjöri og afgreiða fjárhags-
áætlanir.“
En hvað skyldi verða næsta skref
fyrirtækisins þegar málaferlunum
lýkur? „Þegar Baugsmálinu lýkur
verður það verkefni og skylda stjórn-
ar félagsins að leggja mat á stöðuna
og skoða hvernig hagsmunum þess
verði best borgið.“
Norðmaður í stjórn Baugs Hans Kristian Hustad hefur í tvígang komið til landsins til þess að bera vitni í Baugsmálinu
svokallaða. Hann telur málið vera komið langt út úr eðlilegum hlutföllum. Hann er stoltur af íslenskum viðskiptamönnum sem
hann segir að eigi ekki sína líka, allavega ekki á Norðurlöndunum.
Hans Kristian Hustad stjórnarmaður í
Baugi er sannfærður um að málið eigi sér
pólitískar rætur. Hann einnig á að Íslend-
ingar hafi ofverndað landbúnaðinn með
þeim afleiðingum að vöruverð sé ónauð-
synlega hátt, á svipaðan hátt og í heima-
landi hans, Noregi.
Auðvitað
gerðum
við mistök
“Þegar Baugsmálinu
lýkur verður það verk-
efni og skylda stjórnar
félagsins að leggja mat
á stöðuna og skoða
hvernig hagsmunum
þess verði best borgið.“
Hans Kristian Hustad er Norðmaður sem setið hefur í stjórn
Baugs frá því árið 1999. hann hefur einnig gegnt lykilstöðum í
stórum fyrirtækjum á borð við Nora Industries, Orkla og Reit-
an Narvesen. Hann er stjórnarformaður Booker og situr í stjórn
Hamleys og Wyevale. Hans Kristian var hér á landi í liðinni viku til
þess að bera vitni í Baugsréttarhöldunum í Héraðsdómi Reykja-
víkur. Hann ræddi við DV um íslenskt viðskiptaumhverfi og áhrif
Baugsmálsins á gang fyirtækisins.
sigtrYggur ari jóHaNNssoN
blaðamaður skrifar: saj@dv.is
Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta
flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í
hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði
og fyrirtaks veisluþjónustu.
Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is
eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn!
Fundur í miðborginni
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A