Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 16
föstudagur 2. mars 200716 Fréttir DV Stjórnunarstíll Dovs Charney, stofnanda og forstjóra fatafram- leiðandans American Apparel, hefur skilað ótrúlegum árangri á skömm- um tíma. En þrátt fyrir það er ólík- legt að margir forstjórar muni fylgja fordæmi hans. Því sennilega eru þeir fáir sem eru tilbúnir til að bera á sér afturendann í auglýsingum og ganga um verksmiðjugólfið í nærbuxum einum fata líkt og hann hefur gert. Allt framleitt í Bandaríkjunum Það er ekki bara strípihneigðin sem skapar Charney sérstöðu í við- skiptaheiminum. Því öfugt við marga samkeppnisaðila sína í tískugeiran- um þá hefur hann ekki flutt fatafram- leiðsluna til vanþróaðri landa. Þess í stað hefur hann komið sér upp einni stærstu fataverksmiðju Bandaríkj- anna í Los Angeles-borg. Þar njóta allir fimm þúsund starfsmennirn- ir víðtækari réttinda, hærri launa og meiri hlunninda en gengur og ger- ist í þessum geira vestanhafs. Til að mynda fá innflytjendur í röðum starfsmanna fría enskukennslu og heilbrigðistryggingar starfsfólks eru niðurgreiddar. Umhverfisstefna fyrirtækisins hefur líka vakið athygli enda fram- leiðir það sérstaka vörulínu úr lífrænt ræktaðri bómull og endurvinnur stóran hluta af efnisafgöngum. Leiða má að því líkur að þessi sérstaða hafi skapað fyrirtækinu töluverða góðvild meðal neytenda en sennilega væri árangurinn ekki svona mikill ef fötin sjálf fylgdu ekki tískunni. En í versl- unum American Apparel er að finna litríkt úrval af stuttermabolum, peys- um og nærfatnaði á verði sem lang- flestir ráða við. Allar vörurnar eru ómerktar fyrir utan þvottamiðann sjálfan. Uppgangurinn frá stofnun fyrirtækisins fyrir þremur árum hefur verið gífurlega hraður og hefur engin bandarísk verslunarkeðja vaxið svo hratt á jafnskömmum tíma. Charn- ey er fullur metnaðar og í sjónvarps- viðtali nýlega sagðist hann vilja láta minnast sín sem eins af merkustu forstjórum sinnar kynslóðar. Klámfengnar auglýsingar Eins og kannski gefur að skilja er hvorki starfsmanna- né umhverfis- stefnan uppspretta gagnrýni á fyrir- tækið. En það eru hins vegar auglýs- ingarnar og þar á forstjórinn stóran hlut að máli enda tekur hann flest- ar auglýsingamyndirnar sjálfur og stundum heima hjá sér. Auglýsing- arnar sýna oftar en ekki fáklædd- ar fyrirsætur í ögrandi stellingum og eins og áður segir bregður hon- um stundum sjálfum fyrir í þeim. Fyrirsæturnar eru í flestum tilfell- um starfsmenn eða vinir Charneys. Þeir sem gagnrýnt hafa auglýsing- arnar telja að þær séu á mörkunum að geta talist klám og hafa hótað að- gerðum gagnvart fyrirtækinu verði ekki skipt um stefnu. Charney lætur sér fátt um þetta finnast og segir að kynlíf eigi að vera hluti af stemming- unni í kringum fyrirtækið. Hann við- urkennir einnig fúslega að hann hafi átt í ástarsamböndum við nokkra af starfsmönnum sínum. En þessa hegðun hans kann þó ekki allt starfs- fólkið að meta og hafa fjórir fyrrver- andi starfsmenn kært hann fyrir kyn- ferðislega áreitni. Þrjú málanna hafa verið leyst án dóms en eitt þeirra bíð- ur afgreiðslu. Hundruð verslana bætast við Í ár verður American Apparel sett á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og samkvæmt grein fréttatímaritsins The Economist eru uppi áætlanir um að fjölga búðunum um sex hundruð og fimmtíu á næstu árum. Því er tal- ið að fyrirtæk- ið verði fyrr en síðar að flytja hluta fram- leiðsl- unnar til Asíu líkt og Gap, einn helsti samkeppnis- aðilinn hefur gert. En átta- tíu prósent af framleiðslu Gap fer fram í Asíu. Charn- ey seg- ir það ekki vera inni í mynd- inni að flytja fram- leiðsluna frá Los Angeles enda yrði það til þess að fyrirtæk- ið gæti ekki lengur brugðist skjótt við breytingum á eftir- spurn eins og nauðsynlegt sé að það geti. Hann segist einnig ætla að halda áfram að standa vörð um hlunnindi starfsmanna sinna enda þjóni það hagsmunum hans sem kaupsýslu- manns vel. Því munu allir starfsmenn fá gefins hlutabréf þegar þar að kem- ur. Dov Charney segist nefnilega líta á sjálfan sig sem kapítal- ista en ekki sósíalista eins og margir telji hann vera. Hann segir fyrirtæki sitt einfaldlega græða meira á núverandi stefnu en það myndi gera ef framleiðslunni og starfs- mannamálunum væri háttað á annan veg. Ef áætlanir Dovs Charney ganga eftir munu sí- fellt fleiri eign- ast flíkur frá American Apparel sem fram- leiddar eru við mann- sæmandi skilyrði í Los Angel- es. Það gæti orðið til þess að einhverj- ir forstjórar taki upp það besta í stjórnunarstíl Charneys án þess þó að láta brækurnar fjúka. Dov Charney opnaði sína fyrstu American Apparel-verslun fyrir þremur árum. Í dag eru þær orðnar 150 tals- ins og starfsmennirnir fimm þúsund en stofnandinn breytist ekkert. Brókarlausi forstjórinn sem ætlar að sigra Dov Charney stofnandi og forstjóri american apparel sem á og rekur 150 verslanir. Auglýsingar American Apparel Hafa vakið athygli en einnig verið gagnrýndar fyrir að vera of klámkenndar. Öfugt við marga samkeppnisaðila sína í tísku- geiranum þá hefur hann ekki flutt fatafram- leiðsluna til vanþróaðri landa. Þess í stað hefur hann komið sér upp einni stærstu fata- verksmiðju Banda- ríkjanna í Los Angeles-borg. Þar njóta allir fimm þúsund starfsmennirnir víðtækari réttinda, hærri launa og meiri hlunninda en gengur og gerist í þessum geira vestanhafs. Dov Charney Er önnum kafinn maður þótt hann sé með fimm þúsund manns í vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.