Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Blaðsíða 48
föstudagur 2. mars 200748 Helgarblað DV Mollý, Kilta og Blær kippa sér lítið upp við heimsókn-ina, enda vön því að múg-ur og margmenni komi til þeirra á vinnustaðinn. Mollý er sýnilega vönust þeirra þriggja, enda þjálfaður tollvörður sem nú hefur lokið störfum. Hún ber þess þó eng- in merki að vera komin á ellilífeyri, þar sem hún þiggur með þökkum gulrætur úr poka sem liggja á borði kaffistofunnar. En eins skemmtilegt og það væri að skrásetja sýn þessara hunda á líf- ið á dýralæknastofunni í Garðabæ er tilgangurinn með heimsókninni í þetta sinn að ræða við hundaatferl- isráðgjafann Björn Styrmi Árnason, sem við fengum fregnir af á þennan hátt: „Hundurinn byrjaði skyndilega á því að bíta allt og alla og við fórum með hann í meðferð. Hann kom út eins og nýr hundur!“ Björn man vel eftir þessum hundi og ástæðum þess að til hans var leit- að eftir aðstoð. „Þessi hundur er af góðu kyni og var notaður í nokkur skipti til að fara á tíkur. Hann gerir sér mjög vel grein fyrir ástæðu tilveru sinnar, sem er sú að auka kyn sitt og stjórna sínum hópi, sem er fjölskylda hans. Vandkvæði þessa hunds voru þau að þar sem hann er lítill vexti var eigandinn gjarn á að halda á hon- um í fanginu. Hundurinn varð þar með ekki lengur sjálfstæður, eigin herra, heldur framlenging á hand- legg eigandans. Einn daginn ákvað hann að vera harður og töff og verja eiganda sinn og fór að bíta alla sem nálguðust.“ Björn bendir á að ekki sé nóg að fá ráðleggingar hjá honum, eigend- urnir verði sjálfir að vinna vinnuna og fylgja eftir fyrirmælunum. „Það er það sem veldur oft mestu vonbrigðunum hjá hunda- eigendum. Þeir halda sumir að það sé nóg að hitta mig og þá lagist allt af sjálfu sér!“ Brennandi áhugi á dýrum Björn Styrmir er kvikmynda- gerðarmaður, sem hafði unnið að mörgum íslenskum myndum og hjá Saga film. Ástæðu þess að hann gerðist hundaatferlisráðgjafi segir hann einfalda. „Jakobína Sigvaldadóttir, kon- an mín sem er dýralæknir, stofnaði Dýralæknastofuna í Garðabæ fyrir tíu árum ásamt Hönnu Maríu Arn- órsdóttur dýralækni. Við smíðuð- um allt hér sjálf og stofan óx hratt. Það endaði með að ég var farinn að svara í símann og sinna öðru tilfall- andi. Ég varð fljótt var við að margir hringdu með vandamál sem tengd- ust dýrunum sínum; hundurinn var farinn að bíta, hann var farinn að gera þarfir sínar um allt hús, gat ekki verið einn heima og var farinn að gelta mikið. Ég ákvað þá að kynna mér málin, enda alltaf haft brenn- andi áhuga á dýrum og alltaf átt hunda sjálfur. Til þess að ég væri nú ekki að ráðleggja út í bláinn leitaði ég að skóla sem kenndi atferlisfræði dýra og fann einn í Bandaríkjunum sem ég gat numið við í fjarnámi. Á þessum tíma var þessi tegund atferl- isfræði hunda ekki kennd við dýra- læknaháskóla og dýralæknar hér höfðu fengið takmarkaða kennslu í atferli hunda.“ Þegar sambúð manns og hunds gengur ekki upp... „Þar getur komið til undirliggjandi kvíði og ótti eða sjúkdómar og ennfremur getur hundurinn verið óöruggur um stöðu sína. Skilaboð eigandans eru oft þess eðlis að hundurinn skilur ekki hvert hlutverk hans er. Hundur verður að hafa leiðtoga. Leiðtoginn verður að vera samkvæmur sjálfum sér og setja hundinum mörk. Það má aldrei beita hunda líkamlegu valdi.“ Er pósturinn hræddur við hundinn þinn? Þorir þú ekki að setjast í sófann ef hundurinn er sestur þar? Er hundurinn þinn skyndilega farinn að bíta ókunn- uga? Hann gæti þurft hjálp frá mannin- um sem ákvað að hundaatferlisfræði væri meira gefandi starf en það að vera kvikmyndagerðarmaður. Hundaatferlisráðgjafi leysir Hegðunarvanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.