Fréttatíminn - 23.12.2010, Síða 20

Fréttatíminn - 23.12.2010, Síða 20
Íslensk framleiðsla Hollur hátíðarmatur Fylltur kalkúnn fullkomnar veisluna. Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á www.kalkunn.is Þ etta er eins konar óður til sveitarinnar og fólksins þar, augnablik sem ég hef verið við-staddur,“ segir Hrafn um bókina og mynd- irnar sem hana prýða. Hrafn hefur áður skrifað um Árneshrepp í bókinni Þar sem vegurinn endar en nú eru það myndirnar sem tala. Þær eru teknar á síðustu þremur árum og sýna sveitunga Hrafns í leik og starfi í hinni stórbrotnu náttúru á Strönd- um. „Ég var með myndavélina á lofti á öllum árs- tímum og fylgdist með sveitungum mínum í leik og starfi þannig að bókin gefur vonandi svolítið góða mynd af búsetunni við ysta haf.“ Hrafn er þekktari sem rithöfundur og blaða- maður en ljósmyndari en ljósmyndaáhuginn hefur ágerst með árunum og honum fannst því tilvalið að hvíla sig á lyklaborðinu og fylla bók af myndum úr því safni sem orðið hefur til hjá honum við dvölina á Ströndum. Hann segist hafa átt því láni að fagna að hafa unnið með mörgum góðum ljósmyndurum gegnum tíðina. „Íslendingar eiga ótrúlega marga fyrsta flokks ljósmyndara. Ég hef unnið með mörgum snjöllum ljósmyndurum og ætla ekki að bera mig saman við þá, enda er ég aðeins áhugamaður og á mikið ólært. En mér finnst fátt skemmtilegra en að vera á randi með myndavélina, sérstaklega í sveitinni þar sem boðið er upp á sífellda veislu fyrir öll skilningarvit. Mér finnst gaman að taka myndir. Ég er oft vopnaður myndavélinni og hef víst reynt dálítið á þolrifin í vinum mínum fyrir norðan. En fyrir vikið náði ég að klófesta mörg skemmtileg og söguleg augnablik sem lífið býður daglega upp á. Með bókinni vildi ég deila með öðrum upp- lifun minni á sveitinni sem er mér svo kær,“ segir Hrafn. Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árnes- hreppi á Ströndum er seld í bókaverslunum Iðu og Eymundsson auk þess sem fólk getur nálgast hana hjá Hrafni sjálfum símleiðis eða á Facebook. Fyrir nokkrum árum sneri Hrafn Jökulsson baki við skarkala Reykjavíkurborgar og settist að í afskekktustu sveit landsins í Árneshreppi á Ströndum. Hann var þarna í sveit á sumrin þegar hann var strákur og hefur alla tíð síðan borið sterkar taugar til Stranda. Hann hefur nú ort sveitinni sinni óð, með myndavélina að vopni, í ljósmyndabókinni Við ysta haf – Mannlíf og náttúra í Árneshreppi á Ströndum sem kom út í síðustu viku. Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík með útilegukind í fanginu. Hún heitir Ill og strauk eitt haustið til að bjarga dætrum sínum frá sláturhúsinu. Það tókst. Alls konar augnablik við ysta haf Eldur á Finnbogastöðum. Engu varð bjargað þegar íbúðarhúsið á Finnboga- stöðum varð eldi að bráð 16. júní 2008. Engin uppgjöf! Daginn eftir brunann á Finnbogastöðum var þjóðhátíðardagur Ís- lendinga. Guðmundur bóndi Þorsteinsson fékk lánaðan fána, því ávallt er flaggað á Finnbogastöðum 17. júní. Örfáum vikum síðar var fyrsta skóflustungan að nýju húsi tekin. Með bókinni vildi ég deila með öðrum upplifun minni á sveitinni sem er mér svo kær. Smalastúlka á Ströndum. Árný Björnsdóttir frá Melum stendur vaktina í Veiðileysu. Höfuðbólið Bær í Trékyllisvík á fallegum vetrardegi. 20 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.