Fréttatíminn - 23.12.2010, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 23.12.2010, Qupperneq 24
Hvar eru þær nú? 24 drottningar Helgin 23.-26. desember 2010 Þó að fegurðarsamkeppnir séu og hafi lengi verið umdeildar er jafn víst og að lóan kemur á hverju vori að um svipað leyti er ný stúlka krýnd titlinum ungfrú Ísland. Kolbrún Pálsdóttir heyrði í nokkrum stúlkum sem hafa skartað kórónunni og forvitnaðist um hvaða augum þær líta keppnina, þegar þær horfa um öxl, og spurði líka um hvað þær eru að fást við þessa dagana. Ljósmyndir/Hari „Þetta var reynsla sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Maður lærir fullt á þessari keppni. Ég fékk að ferðast mikið út á þetta og upplifði mikið. En maður er mikið gagnrýndur, bæði á góðan og vondan hátt, og ég reyni að sjálf- sögðu að einblína aðeins á það jákvæða sem fólk hefur að segja. Viðhorf til keppninnar hefur breyst mikið gegnum árin. Hún var alltaf miklu stærri og það er öðruvísi hópur sem sækir nú í þessa keppni en áður. Það mætti jafnvel gera aðeins meira úr henni. Aðrir keppendur sem voru með mér í Miss World fengu til dæmis hús, bíla, þernur og jafn- vel kokka. Ég er kannski ekki að tala um svo mikilfenglegt hérna „Ég var mjög ánægð með þátttöku mína í þessari keppni. Ég nýtti reynsluna vel og græddi heilmikið á þessu. Ég var mjög hlédræg áður en ég tók þátt í keppninni en það batnaði til muna. Mesta áskor- unin var þó þegar ég fór til Los Angeles að keppa því ég þekkti engan og þurfti að standa á eigin fótum. Mér finnst því miður vera aðrar áherslur í Ungfrú Ísland í dag en áður og ekki eins mikill glæsileiki yfir keppninni þótt stelpurnar sem keppa séu alltaf jafn flottar. Hvort verið er að reyna að samræma keppnina hér við það sem gildir erlendis, þar sem mikið er lagt upp úr kynþokka og glamúr, veit ég ekki. Mér finnst þó áhuginn á fegurðarsamkeppnum hérlendis hafa dvínað síðastliðin ár og til dæmis hefur ekki verið keppt um titilinn Ungfrú Suðurnes síðan 2007. Nú er ég bara að einbeita mér að skólanum og vinnunni. Ég vinn sem flugumferðarstjóri á Keflavík- urflugvelli og er í hálfu námi í við- skiptafræði við Háskóla Íslands.“ Sif Aradóttir 25 ára Ungfrú Ísland 2006 Græddi mikið á keppninni Guðrún Dögg Rúnarsdóttir 19 ára Ungfrú Ísland 2009 Einblínir á það jákvæða „Keppnin var allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég lærði að koma fram og mikilvægt var að geta staðið á eigin fótum. Ég var rosalega feimin áður en ég tók þátt í keppninni. Það var kannski svona helsta breytingin. Við stelpurnar úr keppninni höldum miklu sam- bandi og þetta er mjög góður hóp- ur. Keppnin hefur að vissu leyti breyst gegnum tíðina. Líklega eru lagðar aðrar áherslur núna. Ég er að vinna í World Class en fer svo í febrúar til Dúbaí í flug- freyjuna og er mjög spennt fyrir því.“ Alexandra Helga Ívarsdóttir 21 árs Ungfrú Ísland 2008 Feimnin hvarf heima en það væri hægt að gera eitt- hvað meira. Nú er ég á fullu í skólanum, Fjöl- braut á Akranesi, og er að vinna sem sölufulltrúi hjá snyrtivöruheildsöl- unni Forval. Næsta haust stefni ég á að flytja til London og læra gull- og silfur- smíði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.