Fréttatíminn - 23.12.2010, Side 34

Fréttatíminn - 23.12.2010, Side 34
Í gær rann upp sá merkisdagur að verðbólg- umarkmiðum Seðlabankans var náð í fyrsta skipti í tæp sjö ár. Ársverðbólga mælist nú tvö og hálft prósent sem að sjálfsögðu er mikið fagnaðarefni. Óneitanlega truflar það þó örlítið gleðina að áfanganum er náð í skugga gjaldeyrishafta, hruns á gengi krón- unnar með tilheyrandi falli kaupmáttar og andköfum yfir verði á kaffibollanum utan 200 mílnanna. Eftir sem áður má þakka fyrir að hægt hefur verulega á óafturkræf- um vexti höfuðstóls verðtryggðra lána. Það gefur ákveðna von um betri tíð. Seðlabanki Íslands birti einmitt í vikunni skýrslu til efnahags- og viðskiptaráðherra þar sem reifuð eru sjónarmið stjórn- enda bankans varðandi framtíðina og mögulega peningastefnu þegar gjald- eyrishöftum lýkur. Eins og gefur að skilja er framtíð krónunnar í aðal- hlutverki í skýrslunni enda skiptir hún sköpum þegar kemur að því að útfæra peningastefnuna til frambúðar. Sjónarmið Seðlabankans eru gagnlegt innlegg og verða vonandi til þess að koma almennilegri hreyfingu á um- ræðuna um hvert skal stefna. Það er í raun með nokkrum ólíkindum hversu lítið fer fyrir skoðanaskiptum um peningastefnu landsins. Af fjórum helstu flokkum landsins hefur aðeins Samfylk- ingin ákveðna stefnu í málinu. Hún snýst í grunninn um inngöngu í ESB og upptöku evru í framhaldinu. Hins vegar er með öllu óljóst hvernig Sjálfstæðisflokkur, VG og Framsóknarflokkur sjá tilhögun peninga- málanna fyrir sér. Það er vægast sagt vand- ræðaleg staða og lýsandi fyrir eindæma þrekleysi innan þessara flokka gagnvart því að taka á þessu mikilvæga máli. Í skýrslu Seðlabankans er meðal annars fjallað um að bankinn þurfi sterkari stjórn- tæki til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Er þar komið að öðru brýnu álitaefni, enda segir sagan okkur að breytingar á vinnutólum Seðlabankans eru engin trygg- ing fyrir góðum árangri. Seðlabankanum var veitt sjálfstæði með lögum í mars 2001. Á sama tíma var gengi krónunnar látið fljóta og tekin upp verðbólgumarkmið. Þessum breytingum var fagnað víða. Meðal annars skrifaði Jón Steinsson hagfræðingur grein í mars 2001 þar sem hann hélt því fram að með breyt- ingunum hefði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, „gulltryggt“ arfleifð sína í efnahagsmálum. Því til stuðnings benti Jón á að með sjálfstæði Seðlabankans væri „eitthvert öflugasta tæki stjórnmálamanna til þess að láta skammtímahagsmuni sína vinna gegn langtímahagsmunum þjóðar- innar tekið af þeim“. Taldi Jón að með sjálf- stæðinu yrði stefna áranna frá 1991 til 2001 um stöðugleika í efnahagsmálum „endan- lega fest í sessi,“ eins og hann orðaði það í grein sinni. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að því miður rættist þessi spá Jóns ekki. En auðvitað er honum vorkunn. Hann hefur eflaust trúað því að stjórnmálamennirnir ætluðu að segja B þegar þeir voru búnir að segja A, og að sjálfstæði Seðlabankans yrði raunverulega tryggt með því að leggja af þann sið að skipa yfir bankann gamla stríðshesta úr pólitíkinni og fá þangað frek- ar mannskap með aðra reynslu. Sú reyndist ekki raunin. Á þeim tæplega tíu árum sem liðin eru frá því Seðlabankinn öðlaðist sjálfstæði hefur hann haft átta bankastjóra. Til samanburð- ar má nefna að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur haft samtals tvo bankastjóra síðustu 24 ár og sá breski einn undanfarin rúm tólf ár. Í raun er Seðlabankinn táknmynd óstöð- ugleikans sem hefur einkennt efnahagslíf landsins. Það mun taka hann langan tíma að ná þeim stimpli af sér. 34 viðhorf Helgin 23.-26. desember 2010 Seðlabanki Íslands er táknmynd óstöðugleikans Átta bankastjórar á tíu árum Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í Fært til bókar Klukkubreyting líka rædd á Bretlandseyjum Það er víðar rætt um breytingu á klukk- unni en á Alþingi Íslendinga. Eins og fram hefur komið fer Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, fyrir hópi fjórtán þing- manna sem vilja seinka klukkunni hér á landi. Fram til ársins 1968 var klukk- unni breytt að hausti og vori hér á landi en þá var tekin ákvörðun um að halda sumartímanum. Guðmundi og fé- lögum finnst erfitt að vakna á dimmum vetrarmorgnum. Þeir vilja lúra klukku- tíma lengur og vakna í þokkalega björtu. Sami tími er á Íslandi og Bretlandi yfir vetrarmánuðina en Bretar breyta klukk- unni vor og haust. Átta árangurslausar tilraunir hafa verið gerðar í Bretlandi til að breyta klukkunni undanfarna tæpa öld. Greenwich Mean Time, GMT-tíminn, var lögleiddur árið 1880 en tillögur um breytingar hafa komið fram allt frá árinu 1916, að því er fram kemur í The Guardian. Tillaga um breytingu, þ.e. að flýta klukkunni um klukkustund á sumr- in, er komin í gegnum aðra umræðu í breska þinginu. Náist breytingin fram, en tillagan nýtur mikils stuðnings, verða Bretar með sama sumartíma og flestar aðrar þjóðir Vestur-Evrópu. Vetrar- tímasetning Guðmundar og félaga, nái hún fram að ganga, færir Ísland hins vegar fjær Evróputímanum en nær tíma Vesturheims. Ýtt undir smáiðnað Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa margir sakað hana um að standa í vegi fyrir stóriðjuframkvæmdum. Þeir hinir sömu geta þó fráleitt sagt það sama hvað smáiðnað eða heimilisiðnað varðar, ef marka má frétt Ríkisútvarps- ins. Þar kemur fram að fyrstu ellefu mánuði ársins skráði embætti ríkis- lögreglustjóra fleiri brot sem tengdust bruggi og sölu ólöglegs áfengis en undanfarin ár. Alls komu 40 slík mál til kasta lögreglu. Brugg og sala ólöglegs áfengis minnkaði frá 2004 til 2008, en jókst í fyrra og náði hámarki í ár. Hærri álögur Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra á búsið virðast því hafa fælt einhverja frá heimsóknum í Ríkið og gert þá heimakæra. Þar hafa þeir setið á síðkvöldum og bruggað mjöð og jafnvel eitthvað sterkara. Þótt bruggtölurnar hjá Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra hafi hækkað er ólíklegt að hann hafi náð í skottið á öllum sem stundað hafa smáiðnaðinn, að minnsta kosti ekki þá sem takmarka sig við heimilisbrúkið. Verða öll dýrin í skóginum vinir? Fáir þurftu eins nauðsynlega á fríi að halda um jólin og alþingismenn, að minnsta kosti sumir þeirra. Þingi var frestað síðastliðinn laugardag, 18. desember, og stendur pásan fram í miðjan janúar. Á lokametrunum lýstu þrír þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs frati á fjárlagafrum- varp flokksformannsins. Meirihluti ríkisstjórnarinnar hékk því á bláþræði – einu atkvæði Þráins Bertelssonar eftir vistaskiptin úr Borgarahreyfing- unni í VG. Af fréttum vikunnar nú fyrir jól að dæma standa þremenningarnir í VG, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Daði Einarsson, ekki á berangri. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingflokksformaður og ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónas- son eru ekki langt undan. Vera kann að friður jóla og áramóta nái inn í raðir þingflokks vinstri-grænna og öll dýrin í skóginum verði orðin vinir þegar þing kemur saman á ný, líka þeir samfylking- arþingmenn sem leynt og ljóst hafa lýst óánægju sinni með afstöðu Lilju, Atla og Dalamannsins unga, Ásmundar Daða. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra fær að minnsta kosti nokkurra daga skjól til að skrifa áramótaávarpið. Hún nýtur ekki sömu verndar og Ólafur Ragnar Grímsson sem lætur ekki ná í sig allan desembermánuð á meðan hann gengur frá nýársræðu sinni. Fært til bókar Íslensk framleiðsla Hollur hátíðarmatur Fylltur kalkúnn fullkomnar veisluna. Uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á www.kalkunn.is Ekki alls varnað Hispursleysi og galskap Morgunblaðs- ritstjóranna Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen er við brugðið, að minnsta kosti ef litið er til vefútgáfu blaðsins, mbl.is. Þar geta menn fylgst með ævintýrum Völu Grand í vefsjónvarpi og ekki síður Nilla sem skellti sér í sturtu áður en hann bakaði jólasmákökurnar með Jóa Fel. Nilli fer ekki síður á kostum í ræktinni með ofurmenninu Gillz sem tekur að sér að kjöta Nilla upp, eins og það er kallað. Gillz hótar að skeina Nilla lyfti hann ekki nokkurra kílóa lóðum. Það nýjasta sem Davíð og Halli Jó bjóða upp á er æsandi einþáttungur ofurskvísanna Ásdísar Ránar og Óskar Norðfjörð undir fyrirsögninni „Ásdís Rán og Ósk á nærfötunum“. Þeim er ekki alls varnað, köllunum. Takið skautana með Veturinn hefur verið harður að undan- förnu víða í Vestur-Evrópu, mun harðari en hér á landi, að minnsta kosti ef litið er til þéttbýlasta hluta landsins. Snjóþyngslin hafa gert evrópskum flugfarþegum erfitt fyrir og kuldaboli bítur fast. En frostinu fylgja líka kostir. Kaupmannahafnarbúar hafa beðið þess óþolinmóðir í mörg ár að vötnin, „søerne“, í borginni legði svo að skautaiðkendur gætu dregið fram skauta sína og hlaupið á ísnum. Þeim hefur nú orðið að ósk sinni en óvenjulegt er að vötnin frjósi fyrir jól í borginni við Sundin. Bo Asmus Kjeldgaard, borgarstjóri um- hverfismála, kætist fyrir hönd skautafólks, að því er Jótlandspósturinn greinir frá, en fimm ísilögð vötn eru nú opin borgarbúum og gestum þeirra. Íslendingar sem erindi eiga til Kaupmannahafnar á næstunni ættu því að taka skautana með sér.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.