Fréttatíminn - 23.12.2010, Page 52

Fréttatíminn - 23.12.2010, Page 52
Depp verður Skelmir Johnny Depp leiðist ekki að leika kynlega kvisti og eftir að hann hengir upp sjóræningjahatt Jacks Sparrow í fjórða sinn ætlar hann að vinda sér í að leika afturgengna galdrakallinn Skulduggery Pleasant, eða Skelmi Gottskálks eins og hann heitir á íslensku, í samnefndri bíó- mynd gerðri eftir ævintýrabók Írans Derek Landy. Bókaflokkur Landys um Skelmi segir frá ævintýrum hinnar tólf ára gömlu Stephanie sem er í stöðugri lífshættu og vand- ræðum eftir að hún kynnist Skelmi sem er ekkert nema beinagrindin eftir pyntingar erkióvinar hans í galdramannastétt. Tvær bækur um Skelmi hafa komið út á íslensku og vonir standa til að bíómyndirnar eftir bókunum verði að myndarlegum flokki áður en yfir lýkur. 52 bíó Helgin 23.-26. desember 2010 Í slenska þjóðin elskar Orm Óðinsson og við ákváðum að fara eins nálægt sögu hans og hún er í bókinni og nálguð- umst verk Ólafs Hauks af ákveð- inni virðingu,“ segir Ottó. „Við þurftum þó óhjákvæmilega að stytta söguna til þess að hún gæti rúmast í bíómynd sem er níutíu mínútur að lengd þann- ig að við urðum að sleppa ansi mörgu þótt þetta sé aðeins 260 blaðsíðna bók.“ Myndin segir frá lokaári Orms í grunnskóla en hann hefur tak- markaðan áhuga á náminu enda er margt sem glepur hugann eins og til dæmis djamm, vin- irnir, gullgerð og auðvitað ástin. „Við tókum þann pól í hæðina að ástarsagan í bókinni væri rauði þráðurinn og erum aðallega með fókusinn á Ormi og Lindu, vin- um hans og fjölskyldu.“ Gauragangur gerist árið 1979 og töluvert var lagt upp úr því að fanga tíðarandann í bíómyndinni en þótt ekki sé svo langt um liðið þá hefur heimurinn, og þar með talið íslenskt samfélag, tekið miklum breytingum. Ottó og Gunnar voru smáguttar á sögu- tímanum en áttu þó ekki í telj- andi vandræðum með að hverfa aftur í tíma. „Ég var sjö ára þeg- ar sagan gerist og Ormur hefði örugglega lagt mig í einelti ef ég hefði verið samtíða honum í grunnskóla. Myndin er reynd- ar tekin í Austurbæjarskóla þar sem ég var nemandi.“ Ottó og Gunnar hafa átt far- sælt samstarf hingað til og hafa brallað ýmislegt í kvikmynda- gerð á síðustu árum. „Ég vona að samstarf okkar hafi verið gott. Hann er í það minnsta ekki búinn að reka mig ennþá. Við unnum fyrst saman við grín- heimildarmyndina Konunglegt bros þar sem ég var ráðgjafi. Ég skrifaði svo handritið að Astrópíu ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni og Gunnar kom inn í þá vinnu á síðari stigum og leik- stýrði svo myndinni. Ég hef svo verið í höfundateymi Gunnars fyrir áramótaskaupið í fyrra og nú í ár.“ Ottó hefur tekið virkan þátt í gerð Gauragangs og fylgdi handriti sínu frá pappírnum og alla leið á filmu. „Ég er búinn að vera með alveg frá a til ö. Gunnar er svo gefandi leikstjóri og vill að sem flestir taki þátt í ferðalaginu. Hann velur sér fólk sem hann treystir og vill hafa í kringum sig og leitar ráða hjá hverjum og einum á þeirra sérsviðum. Þannig getur hann einbeitt sér að skipulagi og tökuplani án þess að vera alltaf með tugi manns á bakinu sem vilja fá svör við alls konar spurningum.“ Ólafur Haukur fylgdi vin- sældum bókar sinnar eftir með sjálfstæða framhaldinu Meiri gauragangur árið 1991. Ottó segir þá félagana ekkert hafa leitt hugann að framhaldsmynd ef vel gengur. „Við erum ekkert að hugsa um það. Við lásum ekki einu sinni bókina til þess að vera alveg ómengaðir af framhald- inu og framtíðaráformum Orms í tengslum við seinni bókina. En það er auðvitað alltaf hægt að huga að framhaldi ef myndin gengur vel. Ég held að sagan sé góð hjá okkur og þeir sem hafa séð myndina eru mjög hrifnir. Þetta er góð jólamynd og ég vona bara að fólk skelli sér í bíó.“ Alexander Briem fer með hlutverk Orms í myndinni en í öðrum helstu hlutverkum eru Hildur Berglind Arndal, Eygló Hilmarsdóttir, Atli Óskar Fjal- arsson, Sigurbjartur Atlason, Steinn Ármann Magnússon, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Snorri Engilberts- son, Þorsteinn Bachmann og Stefán Jónsson. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  gauragangur biðin á enda Ormur hefði lagt mig í einelti Ormur hefði örugglega lagt mig í einelti ef ég hefði verið samtíða honum í grunn- skóla.  bÍódómur The LasT exorcism  Tony Scott í 24? Einhverjar tafir hafa orðið á fyrir- hugaðri kvikmynd um hörkutólið Jack Bauer sem fór mikinn í átta sjónvarps- þáttaseríum kenndum við 24. Handritið sem var komið í vinnslu þótti ekki nógu sterkt og nú er verið að reyna að kokka upp sterkari sögu og öflugra handrit. Gleðifréttirnar í þessu öllu saman eru þær að leikstjórinn Tony Scott er sagður vera kominn með puttana í vinnsluna og hann er ekki þekktur fyrir neitt annað en ofsa hasar. Scott er sagður hafa gefið sig fram með hug- mynd sem hann ætli að fara yfir með Kiefer Sutherland. Sá leikur Bauer og ræður því sem hann vill ráða þegar 24 er annars vegar. Brown skrifar handrit Sony hefur ráðið Dan Brown sjálfan til þess að skrifa handrit upp úr Týnda tákninu, þriðju spennusögu sinni um táknfræðinginn Robert Langdon. Fyrri myndirnar tvær, Da Vinci-lykillinn og Englar og djöflar, hafa malað kvikmynda- verinu gull og því er eðlilegt að áfram sé gert út á gullgæsina Dan Brown. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá samningum við Tom Hanks um að leika Langdon í þriðja skipti né heldur Ron Howard um að leikstýra en báðir eru þeir mjög uppteknir. Tron á toppinn Tölvuvísindaskáldskapurinn Tron: Legacy fór beint á topp aðsóknarlista í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta síðbúna framhald frá Disney tekur upp þráðinn frá Tron sem var frumsýnd árið 1982. Jeff Bridges lék aðal- hlutverkið í Tron og hann er einnig mættur til leiks í framhaldinu, öllu eldri að sjálfsögðu en hefur engu gleymt. Aðsóknin að Tron: Legacy fyrstu sýningardagana hefur farið fram úr björtustu vonum Disney þannig að á þeim bænum sér enginn eftir því að hafa kýlt á framhald svona seint.  Framundan Ottó Geir Borg nálgaðist Gauragang Ólafs Hauks Símonarsonar af tilhlýðilegri virðingu og einbeitti sér að ástarsögu Orms og Lindu. Gauragangur, saga Ólafs Hauks Símonarsonar um unglingspiltinn Orm Óðinsson, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því hún kom fyrst út árið 1988. Gauragangur hefur meðal annars ratað á leiksvið sem söngleikur og nú er komið að hvíta tjaldinu en kvikmynd byggð á bókinni verður frumsýnd á öðrum degi jóla. Ottó Geir Borg skrifar handritið ásamt leikstjóranum Gunnari B. Guðmundssyni og hann segir þá félaga hafa nálgast söguna af ákveðinni virðingu. Heimil isl í f ið á hrörlegum sveitabæ drykkfellds ekkjumanns og tveggja barna hans á unglings- aldri fer í uppnám þegar allt bendir til þess að heimasætan sé haldin illum anda sem lýsir sér meðal ann- ars í því að hún gengur í svefni og slátrar búfénaði á subbulegan hátt. Bóndinn kallar því til predikarann og særingamanninn Cotton Mar- cus. Sá er hins vegar í bölvuðu basli með trúna og hefur í seinni tíð hall- ast að því að andsetningar séu frek- ar andleg vandamál þeirra sem tald- ir eru hýsa púka og hann beitir því brellum og svindli til þess að fremja dramatíska særingu í þeim tilgangi að telja klikkhausunum trú um að þeir séu frjálsir undan oki hins illa. Eftir slíka leiksýningu yfir dótt- ur bóndans virðist allt komið í lag þar til stúlkan dúkkar upp á hóteli Cottons verri en nokkru sinni fyrr. Hér tekst með miklum ágætum að framkalla ónotalega stemningu og myndin dansar lengst af á hárfínni línu milli hins rökrétta og yfirnátt- úrulega. Í för með Cotton er heim- ildarmyndagerðarfólk og hópurinn hallast að því að angist stúlkunnar vegna sifjaspells brjótist fram með þessum hætti frekar en að illur andi hafi tekið sér bólfestu í líkama hennar. Á meðan myndin rambar á barmi hins mögulega og ómögulega svífur gamall andi The Exorcist yfir vötn- um þar til hressilegur endasprettur- inn er tekinn með fínum tilþrifum þótt klisjurnar komi þá á færibandi og leiði hugann meðal annars að myndum á borð við Rosemary´s Baby og The Wicker Man. The Last Exorcism er fín sær- ingamynd sem gerir sem betur fer meira út á annarleikann og óöryggi heldur en subbuskap en þrátt fyrir góða spretti breytir hún engu um það að The Exorcist er ennþá sú mynd úr þessum kima sem setur öll viðmið og varpar löngum skugga sínum á allt sem á eftir hefur komið. Þórarinn Þórarinsson Tekist á við útsendara andskotans Cotton má heldur betur taka á honum stóra sínum þegar fjandinn gengur laus. Bókaflokkurinn um Skelmi Gottskálks nýtur víða vinsælda og nú stendur til að koma kappanum í bíó. Ormur er að klára gaggó en hefur meiri áhuga á Lindu en skólabók- unum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.