Læknablaðið - 15.08.1984, Qupperneq 5
180
LÆK.NABLAÐIÐ
t
Valtýr Albertsson
16.01.1896-18.01.1984
Árið 1929 tók Valtýr Albertsson til starfa í
Reykjavík. Hann var fyrsti íslenzki læknirinn,
sem sérhæfði sig í meðferð og greiningu
sykursýki, en jafnframt starfaði hann sem
heimilislæknir, eins og pá var almennt títt um
sérfræðinga.
Valtýr hóf þegar leit að sykursýki og kom
sér í því skyni upp nauðsynlegri rannsóknar-
aðstöðu. í grein í Læknablaðinu árið 1941
segist hann á fyrstu ellefu árunum, sem hann
starfaði í Reykjavík, hafa séð 26 sjúklinga með
sykursýki, par af prjá útlendinga.
Valtýr var peirrar skoðunar að betur mætti
gera. í greininni getur hann pess, að skömmu
fyrir 1940 hafi tiltekinn blóðsjúkdómur verið
álitinn næsta fágætur hér á landi, »en eftir pví,
sem betur var leitað, hafa tilfellin með pann
sjúkdóm orðið fleiri og fleiri. Ef til vill verður
útkoman svipuð með diabetes. Leitið og pér
munuð finna!«
í yfirlitsgrein um sykursýki á íslandi í
DIABETES 1953 segir Valtýr frá pví, að 1930
hafi verið vitað um 30 sykursjúka á íslandi.
í janúar 1942 sendi hann öllum starfandi
læknum spurningalista og óskaði eftir upplýs-
ingum um nöfn, aldur, atvinnu, almennt heilsu-
far o.fl. varðandi sykursjúka, sem peir hafi í
meðferð eða viti af. Undirtektir voru með
ágætum, nærri allir svöruðu. Tilkynnt var um
63 (einn af hverjum 2000 íbúum). Á sama hátt
fékk Valtýr vitneskju um 94 sykursjúka árið
1947 og fjórum árum síðar taldi hann, að vitað
væri um 140 (tæplega einn af hverjum 1000
íbúum).
Valtýr segir, að næstu prjú árin, áður en
hann ritar greinina, hafi hann rannsakað sér-
staklega 1613 manns og hafi prír fjórðu hlutar
hópsins verið yfir fertugt. í pessum hópi
reyndust sjö hafa sykursýki.
Árið 1950 rannsakaði Valtýr 1479 manns á
Akranesi, sem svaraði til 59 % íbúanna. Á
pessum tíma var enn búsettur á Akranesi
fyrrverandi héraðslæknir, sem hafði gegnt
héraðinu um 42ja ára skeið. Samkvæmt frá-
sögn hans hafði hann aldrei fundið sykursýki í
héraðinu, en árið 1949 hafði fundist sykursýki
hjá sextugum manni, pegar hann var lagður
inn á sjúkrahús til skurðaðgerðar.
Við könnunina fundust að auki prír sykur-
sjúkir og á næstu tveim árum fundust tveir til
viðbótar. Svöruðu pessi sex tilfelli til 2,6 af
púsundi íbúa. í greininni setur Valtýr fram pá
tilgátu, að verið geti, að sykursýki sé ógreind
hjá hlutfallslega fleirum hérlendis en gerist í
örum löndum.
Valtýr starfaði að sérgrein sinni í hálfan
fimmta áratug. Með rannsóknum sínum sann-
aði hann, að sykursýki var hér margfalt al-
gengari en menn höfðu viljað vera láta og
hann varð aðnjótandi þeirrar gæfu að koma
til landsins einmitt í pann mund, sem til-
tækt verður lyf til meðferðar á sjúkdómnum.
Með Valtý Albertssyni er horfinn einn af
frumkvöðlum skipulegrar sjúkdómaleitar á
íslandi.
Heiðruð sé minning hans.
Örn Bjarnason
Inntaka tvisvar
sinnum á dag
1 tafla morgna+2 töflur kvölds
ÁhrHamikil lyflækning
fyrir gigtarsjuklingar
Voltaren sýruhjúptöflur:
25 mg diclofenac.
50 mg diclofenac.
Ábendingar: Gigtarsjúkdomar, þar
með taldir iktsýki (arthritis rheuma-
toides), hryggikt (spondylitis ankylo-
poetica), slitgigt, gigt í mjúkpörtum.
Ennfremur verkir af völdum bólgu,
sem ekki verður rakin til gigtarsjúk-
dóma.
Frábendingar: Magasár eða sár í skei-
fugörn. Lyfið má ekki gefa sjúklin-
gum, sem fá astma, urticaria eða acut
rhinitis af asetýlsalisýlsýru. Fyrstu 3
mánuðir meðgöngutímans.
Aukaverkanir: Helstar frá meltingar-
vegi: ógleði, uppköst eða verkur í
ofanverðum kvið, niðurgangur eða
svimi og höfuðverkur. Útbrot, bjúgur í
útlimum og óveruleg hækkun á trans-
amínösum hefur einstaka sinnum sést.
Milliverkanir: Við önnur lyf sem eru
einnig mikið próteinbundin.
ATH: Gæta skal varúðar við gjöf
lyfsins, ef sjúklingar eru með skerta
nýrna- og lifrarstarfsemi eða eru á
blóðþynningarmeðferð.
Skömmtun: Syruhjuptöflur 50 mg:
í byrjun eru gefnar 3 töflur (150 mg)
daglega, skipt i 2 gjafir - 1 tafla að
morgni og 2 að kvöldi. Við langvaran-
di notkun má í flestum tilfellum minn-
ka daglegan skammt í 100 mg -1 tafla
kvölds og morgna.
Syruhjuptöflur 25 mg:
Má nota i léttari sjúkdómstilfellum hjá
fullorðnum.
Pakkningar: Töflur 25 mg diclofenac i
hverri: 30 töflur og 100 töflur.
Töflur 50 mg diclofenac í hverri:
20 töflur og 100 töflur.
VOLTAREN
DICLOFENAC
Information: Geigy lægemidler. Lyngbyvej 172.2100 Kobenhavn 0 Innflytjandi: Stefán Thorarensen h.f. . P.O. Box 897.105 Reykjavik