Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 18
188
LÆKNABLADID
10 ára (12, 57-61). Finsen áleit, að það hefði
villt um fyrir Schleisner, hve fá börn voru
meðal sjúklinga hans og héraðslæknanna, því
að gamalt fólk hélt því fram, að sjúkdómurinn
hefði verið algengur í æsku þess. En Finsen
staðfestir, að lungnatæring sé mjög fátíð, hann
sá alls 6 (0,07 % sjúklinganna) með þá veiki, og
þar af voru 2 danskir sjómenn. Einn íslenzku
sjúklingannna, sem jafnframt var lamaður frá
mitti, krufði hann og fann kavernur í báðum
lungnatopþum, auk berklaskemmda í efstu
brjóstliðum. Finsen stóð þannig að rannsókn-
um sínum, að taka verður fyllsta tillit til
niðurstaðnanna, þar sem þær byggjast á sam-
anburði á hlutfallslegum fjölda sjúklinga, sem
hann sá í 10 ára starfi á íslandi og í 5 ára starfi
sínu í sveitahéraði á Jótlandi. Með lungna-
berkla reyndust 0,07 % á íslandi, en 1,7 % á
Jótlandi, og þessi gífurlegi munur hlýtur að
byggjast á miklum mun á tíðni sjúkdómsins í
löndunum. Það fór ekki framhjá Finsen, að
ósamræmis gætti milli kirtlaveikinnar og
berkla í öðrum líffærum og hann segir: »Da
Hofteledsbetændelse saa ofte skyldes Kertel-
syge, og da jeg efterhaanden har paavist, at
denne Sygdoms farlige Ledsagere, Lunge-
svindsot og Hjærnebetændelse, enten saa at
sige ikke, eller forholdsvis meget sjælden,
forekommer i Island, medens Kertelsygen paa
den anden Side er en forholdsvis hyppig
Sygdom, maa dette betragtes som en mærke-
lig Fremtoning« (12, 160-161). En hann gat
ekki gefið fullnægjandi skýringu á ósamræm-
inu, enda ritaði hann doktorsrit sitt fyrir fund
berklasýkilsins, sem endanlega greiddi úr vaf-
anum, er ríkti um tengsl hinna ýmsu forma
berklaveikinnar. Sá þekkingarauki, sem síðan
hefur fengist á veikinni, gerir óhugsandi að
saman fari tíðir eitlaberklar og fátíðir berklar í
öðrum líffærum. Kirtlaveikin, sem Finsen sá
hér, mun yfirleitt ekki hafa verið af völdum
berkla, enda bendir hin greinargóða lýsing
hans á þeim sjúklingum á líklegar orsakir
hennar, þ.e. hve oft þeir voru með útbrot í
andliti og höfði, og lýsing hans á »den
ejendommelige Skrofulose habitus« bendir til
kok- og gómeitlaauka (vegetationes adenoi-
des).
Sigurður Magnússon var á annarri skoðun.
Hann áleit kirtlaveikina aðallega berkla og
læknum þá hafi yfirsést stórlega um berkla í
öðrum líffærum, og segir: »Að berklaveikin
hafi svo að segja allt í einu farið að vaxa
stórlega og útbreiðast allstaðar á þessu strjál-
byggða landi, má heita óhugsandi. Slíkt er ekki
eðli og háttalag þessarar langvinnu og hæg-
fara veiki,« (14, 31).
Það fer væntanlega eftir aðstæðum hversu
hægfara berklaveikin er, það þarf ekki að hafa
verið eðli hennar ætíð, enda alkunn bráð form
hennar, og þó að það sé útbreidd skoðun, að
strjálbýli eigi mikinn þátt í að hefta útbreiðslu
veikinnar, þá held ég eftir að hafa kynnst á hve
skömmum tíma margar hinna fornu sótta
bárust um allt landið (3, 275 og 320), að alltof
mikið hafi verið gert úr þeim þætti. En það er
svo annað mál, að ætla má, að án hægfara
formsins geti berklar ekki náð umtalsverðri út-
breiðslu í nokkru þjóðfélagi, og er það kjarni
málsins viðvíkjandi hugsanlegri útbreiðslu
veikinnar hér á umliðnum öldum, að gera sér
grein fyrir skilyrðum fyrir viðhaldi hægfara
(króníska) formsins. Með almennum orðum
má orða það þannig: að hæfilegt jafnvægi ríki
milli sýkingarmátts berklasýklanna og við-
námsþróttar þess sýkta, svo að hvorugt nái
yfirhönd skjótum hætti. Á árunum 1926-30 er
berklaveikin tíðasta dánarorsökin hér á landi.
Þá deyja 199 af 100.000 úr henni og þar af 133
úr lungnatæringu, miðað við aldur látast lang-
flestir á 1. ári, eða 366 af 100.000 og af þeim
flestir úr heilahimnuberklum, eða 220 af
100.000. (Það sem hér er sagt um háttu
berklaveikinnar eftir 1911, er samkvæmt grein-
um Sigurðar Sigurðssonar 15, 16). Árin 1921-
30 er manndauði hér á landi 12,7 °/oo og
ungbarnadauði 53 °/oo, en á 18. öld og framan
af þeirri 19., þegar ungbarnadauðinn var
300°/oo drepsóttarlausu árin, og hungurfellir
fimmta hvert ár með heildar mannadauða yfir
39 °/oo (sjá töflu I), er ólíklegt að hafi verið jarð-
vegur fyrir hægfara berkla. Það gæti hugsast
innan efnamestu fjölskyldnanna, en þær voru
of fáar til þess að geta haldið við líði umtals-
verðri berklaveiki í landinu. Það er ekki fyrr en
eftir daga Finsens hér á landi, að ungbarna-
dauðinn kemst niður fyrir 200 °/oo og mann-
dauðinn niður í 24 %o (1871-1880) þá virðist
berklaveikin ná fótfestu hér, fara síðan ört
vaxandi með lækkandi ungbarna- og mann-
dauða og skal ekki gangur veikinnar rakinn
eftir 1911, það hefur Sigurður Sigurðsson, sem
bezt skil kann á þeirri sögu, nýverið gert.
Þegar tak berklaveikinnar á þjóðinni linast,
fara þeir sjúkdómaflokkar, sem nú eru tíðustu
dánarorsakirnar að verða áberandi, fyrst ill-
kynja æxli og síðan hjartasjúkdómar. Þessir
tveir sjúkdómaflokkar ásamt heilasjúkdómum