Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 45
LÆK.NABLAÐ1D
203
árið 1901, sem er á miðju starfstímabili Björns,
sjá 2. mynd. Er algengið mun meira hjá körlum
í öllum aldursflokkum.
Fólksfjöldi á íslandi 1. nóvember 1890 var
70.927 og 1. desember 1910 var íbúafjöldinn
85.183 (3).
Athugun Helga Skúlasonar. í bæklingi sínum
um glákublindu 1933, segir Helgi Skúlason,
augnlæknir, að af 9000 augnsjúklingum, sem
leituðu til hans á tímabilinu 1925 fram yfir
áramótin 1931-32 hafi 458 (338 karlar, 120
konur) verið glákusjúklingar eða um 5.1 % (4).
Aldursflokkaskipting glákusjúklinganna er
sýnd í súluriti á 3. mynd. Er áberandi hversu
margir eru í yngri aldursflokkunum. Pess er
getið að af augnsjúklingum voru konur mun
fleiri en karlar. Par sem fleiri augnlæknar
störfuðu hér ásamt Helga á umræddu tímabili,
er ekki hægt að gera sér grein fyrir algengi
gláku á þeim tíma, út frá pessum tölum.
Fyrri kannanir á algengi hægfara gláku á
íslandi
Könnun á hægfara gláku á íslandi 1963-65 (5).
Augnprýstingur var mældur hjá öllum augn-
sjúklingum 50 ára og eldri, alls 2872 (1124
körlum, 1748 konum), sem leituðu til eins
höfundar pessa greinaflokks (GB) á tímabilinu
apríl 1963 til nóvember 1965. Flestir komu
vegna gleraugnamátunar. Miðað við manntal
á miðju rannsóknartímabilinu svarar sjúkl-
ingafjöldinn til 7,4 % íbúa 50 ára og eldri
(6 % karla og 8.7 % kvenna). Peir sem höfðu
augnþrýsting 22 mm Hg eða hærri, mældan
með Schiötz augnþrýstingsmæli, voru sérstak-
lega skoðaðir með tilliti til hægfara gláku, en
þeir voru samtals 138. Af þeim voru 48
(34.8 %) með sjónsviðsbreytingar einkennandi
fyrir hægfara gláku (GVFD). Hinir 90 voru
með augnþrýsting á bilinu 22-25 mm Hg, án
sjáanlegra sjúklegra breytinga í sjóntaugarósi
og eina sjónsviðsbreytingin var stækkaður
»blindur blettur«. Voru þeir flokkaðir sem gláka
á forklínísku stigi eða glákugrunur.
í þessari könnun voru ekki tíundaðir þeir,
sem vitað var að höfðu gláku.
í töflu III er aldursflokka- og kynskipting
þátttakenda í könnuninni og sjúklinga með
GVFD.
Á 4. mynd er algengi þessara sömu sjúklinga
bæði kyn saman og hvort kyn fyrir sig.
Vegna fæðar sjúklinga í elsta aldursflokknum
er algengi ekki skráð í þeim flokki hjá körlum
og konum hvorum um sig. Algengið eykst
með aldri og línulega hjá báðum kynjum
saman frá 60-69 ára aldri 14.7 af þúsundi til
85.4 af þúsundi í elsta aldursflokknum. Áber-
andi er hversu sjúkdómurinn er tíðari hjá
körlum en konum og eykst munurinn með
auknum aldri.
Á 5. mynd er með línuriti sýndur samanburð-
ur á 'algengi gláku í könnuninni 1981-82 og
umræddri könnun og er stígandin með
auknum aldri svipuð í þeim báðum.
Athuga ber að könnunin frá 1963-64 fjallar
%o
Fig. 4. Prevalence of prímary open-angle glaucoma
Glaucomatous Visual Field Defect, GVDF, of 2872
opthalmic patients 50 years and older in lceland
1963-1964, by age and sex. Rates per 1000 populati-
on (5).
%o
Fig. 5. Prevalence of glaucoma in patients 50 years
and older in lceland in 1982 (1) and GVFD of 2872
ophthalmic patients 50 years and older in Iceland
1963-1964, (5), by age and sex. Rates per 1000
population.