Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 45
LÆK.NABLAÐ1D 203 árið 1901, sem er á miðju starfstímabili Björns, sjá 2. mynd. Er algengið mun meira hjá körlum í öllum aldursflokkum. Fólksfjöldi á íslandi 1. nóvember 1890 var 70.927 og 1. desember 1910 var íbúafjöldinn 85.183 (3). Athugun Helga Skúlasonar. í bæklingi sínum um glákublindu 1933, segir Helgi Skúlason, augnlæknir, að af 9000 augnsjúklingum, sem leituðu til hans á tímabilinu 1925 fram yfir áramótin 1931-32 hafi 458 (338 karlar, 120 konur) verið glákusjúklingar eða um 5.1 % (4). Aldursflokkaskipting glákusjúklinganna er sýnd í súluriti á 3. mynd. Er áberandi hversu margir eru í yngri aldursflokkunum. Pess er getið að af augnsjúklingum voru konur mun fleiri en karlar. Par sem fleiri augnlæknar störfuðu hér ásamt Helga á umræddu tímabili, er ekki hægt að gera sér grein fyrir algengi gláku á þeim tíma, út frá pessum tölum. Fyrri kannanir á algengi hægfara gláku á íslandi Könnun á hægfara gláku á íslandi 1963-65 (5). Augnprýstingur var mældur hjá öllum augn- sjúklingum 50 ára og eldri, alls 2872 (1124 körlum, 1748 konum), sem leituðu til eins höfundar pessa greinaflokks (GB) á tímabilinu apríl 1963 til nóvember 1965. Flestir komu vegna gleraugnamátunar. Miðað við manntal á miðju rannsóknartímabilinu svarar sjúkl- ingafjöldinn til 7,4 % íbúa 50 ára og eldri (6 % karla og 8.7 % kvenna). Peir sem höfðu augnþrýsting 22 mm Hg eða hærri, mældan með Schiötz augnþrýstingsmæli, voru sérstak- lega skoðaðir með tilliti til hægfara gláku, en þeir voru samtals 138. Af þeim voru 48 (34.8 %) með sjónsviðsbreytingar einkennandi fyrir hægfara gláku (GVFD). Hinir 90 voru með augnþrýsting á bilinu 22-25 mm Hg, án sjáanlegra sjúklegra breytinga í sjóntaugarósi og eina sjónsviðsbreytingin var stækkaður »blindur blettur«. Voru þeir flokkaðir sem gláka á forklínísku stigi eða glákugrunur. í þessari könnun voru ekki tíundaðir þeir, sem vitað var að höfðu gláku. í töflu III er aldursflokka- og kynskipting þátttakenda í könnuninni og sjúklinga með GVFD. Á 4. mynd er algengi þessara sömu sjúklinga bæði kyn saman og hvort kyn fyrir sig. Vegna fæðar sjúklinga í elsta aldursflokknum er algengi ekki skráð í þeim flokki hjá körlum og konum hvorum um sig. Algengið eykst með aldri og línulega hjá báðum kynjum saman frá 60-69 ára aldri 14.7 af þúsundi til 85.4 af þúsundi í elsta aldursflokknum. Áber- andi er hversu sjúkdómurinn er tíðari hjá körlum en konum og eykst munurinn með auknum aldri. Á 5. mynd er með línuriti sýndur samanburð- ur á 'algengi gláku í könnuninni 1981-82 og umræddri könnun og er stígandin með auknum aldri svipuð í þeim báðum. Athuga ber að könnunin frá 1963-64 fjallar %o Fig. 4. Prevalence of prímary open-angle glaucoma Glaucomatous Visual Field Defect, GVDF, of 2872 opthalmic patients 50 years and older in lceland 1963-1964, by age and sex. Rates per 1000 populati- on (5). %o Fig. 5. Prevalence of glaucoma in patients 50 years and older in lceland in 1982 (1) and GVFD of 2872 ophthalmic patients 50 years and older in Iceland 1963-1964, (5), by age and sex. Rates per 1000 population.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.