Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 22
190 LÆKNABLAÐID NABLAÐIÐ IHE ICELANDIC MEDICAL |OURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 70. ARG. - 15. AGUST 1984 UM STERAVIÐTAKA Mælingar á steraviðtökum (estrógen og pró- gesterón reseptorum) hafa verið gerðar á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, frumulíffræðideild, síðan 1981. Niðurstöður peirra mælinga eru birtar annars staðar í pessu hefti Læknablaðsins. Hér verður lítillega rætt um steraviðtaka í brjóstakrabbameini, hver hagnýtur ávinningur er af mælingum á peim, einnig vikið að hlut hormónviðtaka í stjórn á frumum. Pað fer eftir magni estrógen- og prógester- ónviðtaka (ER og PR) í brjóstakrabbameini hvaða líkur eru á að æxlið láti undan hvers konar hormónameðferð og er meðferð oft hagað eftir pví. Jafnframt hafa pessar mæl- ingar forspárgildi — vísa til um horfur. Vöxtur sumra brjóstakrabbameina er mjög háður kynhormónum. Var petta orðið ljóst fyrir síðustu aldamót. Beatson (1896) (1) nam eggjastokka úr ungum konum með útbreitt brjóstakrabbamein, og tafði petta framgang sjúkdómsins. Seinna var pessari meðferð mjög beitt; brottnámi nýrnahetta einnig. Um 1961 var orðið ljóst, að geislavirkt estrógen binst mjög í brjóstæxlum, og um 1967 að pau ein æxli sem bundu estrógen sérvirkt (specifiskt) voru líkleg til að láta undan hormónameðferð. Bindingin varð við sérstök prótein í umfrymi krabbameinsfrum- anna (2), sem binda pessi hormón sérvirkt og eru pví kölluð estrógen- reseptorar, eða á íslensku estrógenviðtakar. Um miðjan síðasta áratug eru mælingaraðferðir orðnar áreiðan- legar, og í ljós kemur klínískur ávinningur af slíkum mælingum. Fljótlega var síðan farið að mæla prógesterónviðtaka einnig, enda auka peir mjög á upplýsingagildið. Mælingarnar eru einkum hagnýttar pegar meðferð er beitt gegn meinvörpum. Er pá gagn bæði af upplýsingum um viðtaka í frumæxli (primer tumor) og í meinvörpum. Niðurstöður mælinganna eru yfirleitt gefnar upp sem jákvæðar eða neikvæðar (ER+, ER-, PR + , PR~) og jákvæð niðurstaða jafnframt gefin í tölum. Oftast er miðað við 10 femtó- mól/mg umfrymisprótein, og sýni yfir peim mörkum kölluð jákvæð. Sé konan á frjósemis- skeiði eru mörkin pó sett við 8 fmól/mg prótein. Sé sýnið jákvætt með tilliti til beggja viðtaka, ER+PR+, eru taldar 75-80 % líkur á að hormónameðferð beri árangur. Sé einungis estrógenviðtaka að finna (ER+PR-) eru lík- urnar taldar 33 % (3). Ef æxlið er neikvætt (ER- PR-) er mjög ólíklegt að hormónameð- ferð gagni. Afar fá æxli mælast ER-PR+. Yfirleitt mælist rúmlega helmingur sýna með báða viðtaka, en um 15-18 % til viðbótar ER + PR-. Því má reikna með, að u.p.b. priðj- ungur allra sjúklinga hafi gagn af einhvers konar hormónameðferð. Skoðanir manna eru mismunandi á pví, hverjum ráðum skuli beitt gegn meinvörpum frá brjóstakrabbameini. Engin ráð eru nógu góð enn. Fyrir utan skurðaðgerðir og geisla- meðferð er svokölluð »cytostatisk« meðferð mikið notuð, og virðist hún gagna svipað hvort sem í æxlinu er að finna ER og PR eða ekki (3). Þessari meðferð fylgja oft verulegar aukaverkanir, sem kunnugt er. Þá er brottnám eggjastokka og einkum nýrnahetta meiri hátt- ar aðgerð. A síðari árum hafa komið fram ýmis lyf, sem breyta estrógenbúskap og er mikill ávinningur að peim, einkum Tamoxifen og Nafoxidine. Þau virðast setjast í bindistaði estrógens og hindra par með áhrif pess. Málið er pó líklega eitthvað flóknara, en lyfin virðast gefa jafn- góða raun og aðgerðir áður, brottnám eggja- stokka og nýrnahetta. Eru pær aðgerðir pví sjaldnar gerðar í seinni tíð. Þessi lyf hafa óverulegar aukaverkanir sem er augljós kost- ur. Árangur af notkun pessara lyfja sést oft ekki fyrr en eftir alllangan tíma, jafnvel marga mánuði. Fleiri lyf gefa góðar vonir, svo sem aminoglutethimide, sem hindrar framleiðslu á estrógeni með pví að hindra virkni arómatasa, sem hvetur myndun estrógens (4). Hórmón-viðtakana ER og PR, er að finna í ýmsum líffærum, legi, eggjastokkum, heila- dingli og undirstúku heila (hypothalamus) (5).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.