Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐID 191 Minna magn, en þó mælanlegt, er að finna í heilbrigðum brjóstvef, góðkynja brjóstæxlum og lifur. Þá hafa estrógenviðtakar fundist í æðaþeli (6); ekki er ljós þýðing þeirra þar, en þetta er athyglisvert í ljósi þess, að í konum á frjósemisskeiði er yfirleitt litla æðakölkun að finna. Eins er þekkt, að sé körlum gefið estrógen, þá er aukin hætta á kransæðasjúk- dómi. Fundist hafa ER og PR í ýmsum tegundum krabbameins öðrum en í brjóstkirtli, s.s. í legi og eggjastokkum, blöðruhálskirtli, og í hvít- blæði (CLL) (7) og telja margir klínískt gagn af að mæla viðtaka þar. í enn öðrum æxlum hafa fundist ER og PR, án þess að hagnýtt sé ennþá: krabbameini í ristli, nýrum, brisi og í melanóma. ER og PR eru ekki einu tegundir viðtaka sem fundist hafa í brjóstakrabbameinsfrumum. Par hafa einnig fundist viðtakar fyrir andró- gen, insúlín, þrólaktín, týroxín, transferrín, D3- vítamín, calsitónín, glúkókortikóíða, »eþider- mal growth factor«, og retínóíða (3). Margt er þó enn á huldu um hlutverk og þýðingu allra þessara viðtaka í brjóstakrabbameini. Mikið kapþ hefur verið lagt á að kanna viðtaka fyrir hin ýmsu hormón líkamans, önnur en þau sem að ofan eru talin, svo sem adrenalín, noradrenalín, asetýlkólín, glúkagón, endorfín, ACTH (adrenal cortex trophic hor- mone), kynhormón heiladinguls, svo að nokk- ur séu nefnd. Nú hin síðustu ár hefur vaknað mikill áhugi á viðtökum fyrir MSH (melanocy- te stimulating hormone) og melatónín. Hið síðastnefnda er framleitt aðallega í heilaköngli (corpus pineale), aftast í þaki þriðja heilahols, og virðist hafa það lífeðlisfræðilega hlutverk að stjórna hvenær kynþroski hefst, og hefur m.a. áhrif á estrógen- og prógesterónviðtaka. Magn melatóníns í blóði er einnig mjög háð slætti dags og nætur (8), svo sem margra annarra hormóna. Ekki er kyn þótt mikið kapp sé lagt á að kanna viðtaka fyrir hin ýmsu hormón. í margfrumungi þarf afar nákvæmt stjórnkerfi, og ein mikilvægasta aðferð líkamans við stjórn á frumum sínum er með hormónum og viðtökum þeirra. Hver fruma getur haft í sér viðtaka fyrir margs konar hormón. Hvert hormón getur átt sér viðtaka í mörgum frumutegundum. Sum hormón eiga sér viðtaka á fleiri en einum stað í frumunni, t.d. hafa fundist viðtakar fyrir estrógen ekki aðeins í umfrymi, heldur einnig í úthimnu og kjarna. Fjölmörg hormón eiga sér viðtaka á úthimnu fruma, svo sem þau sem eru prótein-gerðar, einnig adrenalín, noradrenalín, asetýlkólín, sem vel er kunnugt, og mörg fleiri. Viðtaka fyrir týroxín er að finna í kjarna og mítókond- ríum. Margt er það sem getur ráðið fjölda (jafnvel virkni) viðtakanna: tegund frumu, aldur frumunnar og þroskastig, tegund líffæris, aldur mannsins, kyn, tíðahringur kvenna, árs- tími, svo nokkuð sé nefnt. Allir viðtakar, sem nú eru þekktir, eru prótein. Viðvíkjandi ER skal þess getið, að véfengd hefur verið sú almenna skoðun, að in vivo séu þeir fyrst og fremst í umfrymi heldur séu þeir innan kjarnans en fari út í umfrymið þegar vefur er brotinn (homogeniseraður) (9, 10). í bili verður ekki úr þessu skorið, og breytir enda ekki miklu um klínískt gildi ER og PR mælinga í svipinn. Stöðugt er leitað að betri aðferðum til að mæla estrógen og prógesterónviðtaka. Vefja- efnafræðilegar (histókemiskar) aðferðir hafa til þessa ekki gefið nægilega góða raun. En vonir eru nú bundnar við aðferðir sem byggja á einstofna mótefnum. Fróðlegt verður að fylgjast með rann- sóknum á viðtökum næstu árin. Mun þá margt upplýsast um hvernig hormón vinna. Pá munu hagnýttar mælingar á viðtökum fleiri hormóna, í margs konar æxlum, svo og öðr- um sjúkdómum. Rannsóknir á estrógen- og prógesterónvið- tökum eru rétt byrjunin — en gott dæmi um það hvernig grunnrannsóknir í frumulíffræði verða klínískt hagnýtar. Valgarður Egilsson HEIMILDIR 1) Beatson GT. On the treatment of inoperable cases of carcinoma of the mamma. Suggestions for a new method of treatment with illustrative cases. Lancet 1896; 2: 104-7. 2) Jensen EV, DeSombre ER, Jungblut PW. Estro- gen receptors in hormone-responive tissues and tumors. In: Wissler RW, Dao TL, Wood, S Jr, eds. Endogenous Factors Influencing Host- Tumor Balance, Chicago: University of Chicago Press, 1967; 68: 15-30. 3) Seibert K, Lippman M. Hormone receptors in breast cancer. In: Clinics in Oncology, WB Saunders Company Ltd., 1982; 1(3); 735-94. 4) Magee PN, Foti M, Bergbauer PA, Mennite
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.