Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID 1984; 70: 193-200 193 Sigurður Ingvarsson, Aðalbjörg Jónasdóttir, Valgarður Egilsson MÆLINGAR Á ESTRÓGEN- OG PRÓGESTERÓN-VIÐTÖKUM í BRJÓSTAKRABBAMEINUM INNGANGUR Upplýsingar um magn estrógen- og pró- gesterón-viðtaka pykja nauðsynlegar, pegar ákvörðuð er meðferð við brjóstakrabbameini. Flokka má meinin eftir pví hverjar líkur eru á að pau láti undan hormónameðferð (1). Niður- stöðurnar gefa einnig upplýsingar um lífslíkur (prognosis) sjúklinga, p.e. séu viðtakarnir til staðar eru horfur sjúklings betri en ella (2, 3, 4). í pessari grein er greint frá niðurstöðum mælinga á estrógen- (ER) og prógesterón- viðtökum (PR) í umfrymisvöka brjóstakrabba- meinsýna, sem gerðar hafa verið á Frumulíf- fræðideild Rannsóknastofu Háskólans síðan sumarið 1981. Samanburður er gerður á ýmsum páttum sem hafa áhrif á hlutfall jákvæðra sýna og styrk viðtakanna. Flestar rannsóknir sýna að í sjúklingum á frjósemisskeiði er hærra hlutfall neikvæðra mælinga heldur en í sjúklingum a/ frjósemisskeiði (5, 6). Einnig eru meinvörp oftar neikvæð en frumæxli (primer tumor) (7). Stera-viðtakar eru prótein sem eru viðkvæm og brotna fljótt niður í vefnum sé sýnið ekki kælt strax eftir brottnám úr líkamanum (8) og pví getur tegund aðgerðar skipt máli, p.e. hvort sýnið er lítið eða stórt. Þessir pættir voru kannaðir og niðurstöður bornar saman við niðurstöður viðtakamælinganna. Vegna pess hve mikill munur er milli hinna ýmsu rannsóknastofa (9) var gerð samanburð- arrannsókn við Fibiger Laboratory í Kaup- mannahöfn (Dr. S. Thorpe). Mæld voru sömu sýni par og hér og niðurstöður bornar saman. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sýnf/Meirihluti sýna var úr frumæxlum brjósta- krabbameins, en nokkur úr meinvörpum. Sýni Frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskólans við Barón- stíg. Barst ritstjórn 19/03/1983. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 06/04/1984. voru langflest frá sjúkrahúsum í Reykjavík og öll voru úr konum. Alls hafa verið mældir ER í 182 vefjasýnum úr 168 sjúklingum, par af bæði ER og PR í 160 sýnum (148 sjúklingar). PR mælingar hófust litlu síðar en ER mælingar. Medferð sýna: Strax á skurðstofu eru sýnin kæld í ísótónísku saltvatni, umluktu ísvatni (heil brjóst er pó ekki unnt að kæla eins vel). Sýnin eru flutt með hraði á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, par sem meinafræð- ingur vefjagreinir pau og tekur sýni fyrir viðtakamælingu (til pess parf V2-I g af vef). Sýnið er pá fryst og geymt í djúpfrysti ( —70°C) par til mælingin er gerð (innan tveggja vikna). Þannig fara öll sýni, sem berast, sjálfkrafa bæði í viðtakamælingu og venjulega vefjarannsókn. Sú aðferð sem hér hefur verið notuð við mælingar á viðtökum er svokölluð DCC (dex- tran coated charcoal) aðferð (10), en hún er talin næmust og áreiðanlegust (1) og er víðast notuð. Aðferðin er hin sama og notuð er á National Cancer Institute, Bethesda, Mary- land, USA (Marc E. Lippman). Verður henni nú lýst stuttlega. Einangrun umfrymisvökva: Eins og áður sagði brotna viðtakarnir fljótt niður sé vefur ekki kældur og pví parf að gera alla mæling- una við 0-4 °C. Sýnin eru tekin úr frosti, skorin í smáa bita og grautuð (homogeniseruð) í vefjakvörn (Polytron homogenisator) í sér- stökum búffer (Triss: 0,01nM; pH: 7,4t; EDTA: 1,5 mM; Dithiotreitol: 0,5 mM (TED)). Um- frymisvökvinn er tekinn og próteinmældur með aðferð Bradfords (11). Lausnin er pynnt í 2 mg prótein/ml. Hvarflausn: Notaðir eru 0,1 ml af umfrym- isvökva með 7 mismunandi pynningum af geislamerktum stera (0,1 ml af 0,08-5,00 nM af H3-estradiol (Amersham) og 0,16-10,00 nM H3-R5020 (promegestone) (NEN)). Til að leið- rétta fyrir ósérvirka bindingu er notuð 100- föld ofgnótt af diethylstilbestrol fyrir ER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.