Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 8
182 LÆK.NABLAÐIÐ greina dánarorsakir. Sumir gefa greinargóðar lýsingar á þeim, aðrir undanfella með öllu að geta þeirra. En þrátt fyrir auðsæja annmarka þrestaskýrslna, væri þó mikill fengur í því að meira hefði verið birt af þeim en raun ber vitni. Mest eru það upþlýsingar um einstaka sjúk- dóma, oft á takmörkuðu svæði, sem næsta erfitt er að meta í hlutfalli við aðra sjúkdóma- flokka á þeim tíma, sem um ræðir. Aðeins hafa verið birtar tvær úrvinnslur úr prestaskýrslum, sem taka til svo mikils hluta heildarmanndauð- ans, að unnt sé að gera sér grein fyrir hlutdeild hinna einstöku sjúkdóma í honum, fyrir árið 1803 er birtist í Minnisverðum tíðindum (2, 236-39) eftir upplýsingum Geirs biskups Vídal- íns, og geta dánarorsaka 43.5 % hinna látnu, en þar eru ekki taldir tveir stærstu dánarmein- aflokkarnir, ellihrumleiki og ungbarnadauði, svo að óbeinar upplýsingar eru um verulegan hluta hinna látnu. Hina skýrsluna hefur Schlei- sner unnið úr prestaskýrslum fyrir 10 ára tímabilið 1827-1836 og tekur til 82.6% allra látinna. Árið 1803 ríkti hér mikil hungursneyð, en 1827-1837 var eðlilegt ástand, hvað viðkemur matvælaöflun, þó að ýmsar farsóttir gengju þá, og ber þá sérstaklega að nefna svæsna inflú- enzu 1834, þannig að hægt er að mynda sér skoðun á áhrifum hungurs á dánarorsakir. Til samanburðar við þessar tvær úrvinnslur er tekið fyrsta fimm ára bilið, sem lög um dánarskýrslur voru í gildi, 1911-1915, en þá byggist greining dánarorsaka að 52 % einvörð- ungu á prestaskýrslum, og er því heppilegt tímabil til þess að brúa bilið milli presta- skýrslna og dánarvottorða lækna, sem nú eru undirstaða dánarskýrslna. Af töflu II sést, hvernig dánarmeinin flokkast með sérstöku tilliti til þess að auðvelda samanburð milli tímabilanna. Það er ekki fyrir en 1838 að hér er farið að skrá ungbarnadauðann sérstaklega, svo að flokkur Schleisners nr. 1 »Af forskjelli- ge börnesygdomme iberegnet medfödt svag- hed og »börnefang««, samsvarar ekki ung- barnadauða, enda of fáliðaður til að svo megi vera. í þessum flokki munu sennilega dánar- mein, sem ekki falla undir neinn hinna flokk- anna hjá Schleisner, e.t.v. oftast ekki nánar tilgreind, nema »börnefang«, sem mun vera slag og barnaslag, sem er almenn dánarorsök ungra barna í kirkjubókum frá þeim tímum, og mun jafngilda nr. 107, barnakrampa (eclamp- sia infant.) í leiðbeiningum landlæknis frá 1911. Hvaða dánarorsakir felast undir heitinu barna- sjúkdómar 1803, skal engum getum að leitt, en sýnilega er það mjög óverulegur hluti ung- barnadauðans og »slag« virðist það ekki vera, því að það mun talið undir niðurfallssótt. Þeg- ar hefur verið bent á, að hinn mikli fjöldi ótilgreindra dánarorsaka 1803 muni byggjast á því, að hvorki er getið ungbarnadauða né ellihrumleika þá, en þeir flokkar hafa vafalaust verið stærri 1803 en 1827-1836. í stórum dráttum eru dánarmeinin í töflu II Tafla II. Yfirlit yfir dánarorsakir 1911-1915, 1827-1836 og 1803 af 100.000 íbúum. 1911-1915 1827-1836 1803 Meðalfólksfjöldi á ári .... 86810 54500 46994 Dánir af 100.000 íbúum 1425.4 3096 5005 Þar af á 1. ári (1911-1915). 1. Af forskjellige börnesygd. (1827-36). Barnasjúkd 196.1 794 81 Óþekkt eða ótilgreind dánarorsök 152.3 539 2830 I. Dánarorsakir að mestu sambærilegar öll tímabilin 389.1 883 953 Par af: 58: Ellihrumleiki. 3: Alderdomssvaghed 177.0 314 — 57: Hungur — Af hungri og harðrétti 0.2 — 255 81: Kreppusótt. 23: Skörbug. Af bjúg, kreppu, skyrbjúg og tannveiki 0.5 7 234 Ýmsir næmir sjúkdómar 81.5 406 310 Aðrir sjúkdómar 6.4 32 6 37: Áfengiseitrun. 35: Drukkenskab 1.6 2 — Slys 121 146 Sjálfsmorð 10.6 1 2 II. Dánarorsakir, ósambærilegar hin ýmsu tímabil 884.0 878 1140 Aths. við töfluna: Númerin eru samkv. leidbeiningum um dánarvottorð og dánarskýrslur frá 14. sept. 1911 (og eiga við 1911- '5) °g Þau er fylgja heitum á dönsku samkv. töflu hjá Schleisner á bls. 37-38 (1827-1836). Útreikningarnir byggjast á mannfjöldaskýrslum 1911-1915; ofangreindri töflu Schleisners og minnisverðum tíðindum III. B., bls. 236-239.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.