Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 35

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 35
LÆKNABLADID 197 Number of samples (xlO_15mol/mg) Fig. 2. PR analysis of primary breast cancer cytosols. The dotted area denotes the number of negative samples. n = 135. ir lægri gildum í konum á frjósemisskeiði (22, 23). í konum á frjósemisskeiði skiptir máli hvar konan er stödd í tíðahring, pegar sýni er tekið (24), pví magn estrógens og prógester- óns er mjög breytilegt (21). Vitað er að magn ER og PR í legi er háð tíðahring (21). Einnig er vitað að prógesterón hefur letjandi áhrif á framleiðslu ER (24) og estrógenverkun örvar framleiðslu á PR (25, 26). Ekki er alveg ljós skýring pess að hérlendis eru konur á frjósemisskeiði oftar með viðtaka en erlendis gerist (töflur VI og V). Munurinn virðist aðallega liggja í hópnum sem er með minna en 50 fmól/mg. Spyrja má hvort okkar mælingaraðferð sé næmari á sýni með fáa viðtaka, t.d. á bilinu 10-30 fmól/mg, heldur en aðferðir annarra, og benda má á að mælingar- tæknin hefur próast mjög hin allra síðustu ár (sérstaklega PR mæling). Önnur skýring á pessu háa hlutfalli viðtaka í konum á frjósem- isskeiði gæti verið sú, að konur greindust fyrr hér á landi en annars staðar. Æxlin séu pví minni og sérhæfðari við greiningu og pví oftar jákvæð (15). Ekkert verður pó fullyrt um petta par sem ekki hafa verið athugaðar niðurstöður vefjarannsókna pessara æxla m.t.t. pessa, en vert væri að gera pað. Enn ein skýring gæti verið sú, að hér á íslandi sem annars staðar á Vesturlöndum, greinist sjúkdómurinn nú fyrr en áður vegna fullkomnari greiningartækni (27), en tölur um jákvæðni í konum á frjó- semisskeiði sem vitnað var til (1) eru orðnar nokkurra ára gamlar. Þessi munur, sem kemur fram á viðtökum eftir frjósemisstigi, gæti bent til pess að tilurð krabbameinsins (oncogenesis, carcinogenesis) væri mismunandi í pessum tveimur hópum, t.d. gæti upphaflegur fjöldi fruma sem breytast yfir í illkynja ástand verið breytilegur. Samanburður á sýnum með biopsiu og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.