Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 43
LÆK.NABLAÐID 1984; 70; 201-208 201 Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason Gláka á íslandi 3. grein: ATHUGANIR Á ALGENGIHÆGFARA GLÁKU HÉR Á LANDIFRÁ UPPHAFI INNGANGUR Grein pessi fjallar annars vegar um fyrstu skráðu heimildir glákusjúkdóma hér á íslandi og hins vegar eru tvær algengiskannanir á hægfara gláku, sem áður hafa farið fram hér á landi bornar saman við núverandi könnun (sjá: Gláka á íslandi, 1. grein: Algengi hægfara gláku 1982. Læknablaðið 1984; 70: 121-9). Að lokum er rætt um pá hugmynd hvort umhverfisáhrif og ótímabærar ellibreytingar geti haft áhrif á gang sjúkdómsins ef erfða- hneigð er fyrir hendi. Fyrsta vitneskja um gláku hér á Iandi. Helstu heimildir um augnsjúkdóma á íslandi á fyrri öld er að finna í ársskýslum héraðslækna til landlæknis. Par er einungis greint frá sjúk- dómum í augnalokum og augnslímhúð en ekki minnst á sjúkdóma inni í auga, svo sem gláku eða drer. Vafalítið hefur Björn Ólafsson, augnlæknir fyrstur lækna greint glákusjúkdóma hér á landi (2). Sjúkraskrár hans frá 1892-1909 hafa varðveist og í peim má má finna miklar upplýsingar um augnsjúkdóma hérlendis á pessu tímabili. Greining hægfara gláku var torveld fyrir síðustu aldamót áður en augnprýstingsmælar komu til sögunnar og pví lítt mögulegt að pekkja sjúkdóminn fyrr en á lokastigi. Björn fékk augnprýstingsmæli 1909, aðeins nokkrum mánuðum áður en hann féll frá. Þrátt fyrir lítinn tækjakost virðist glákugreining Björns vera áreiðanleg (2). Hann lýsir sjúkleg- um breytingum í sjóntaugarósi, sem er ein- kennandi fyrir langt gengna gláku. Einnig lýsir hann sjónsviðsskerðingu og hörku augans með preifinæmi. Á umræddu starfstímabili Björns greinir hann frá 439 sjúklingum með hægfara gláku (326 körlum og 113 konum), en af peim voru 175 greindir á augnlækninga- ferðalögum. Um aldur átta sjúklinga er ekki getið. Frá augndeild St. jósefsspítala, Landakoti. Barst ritstjórn 15/02/1984. Sampykkt og send ! prentsmiðju 14/04/1984. Á !. mynd er sýnd skipting glákusjúklinga Björns Ólafssonar í aldursflokka. Áberandi er hversu karlar eru fleiri en konur í aldursflokk- unum milli 50 og 79 ára og hversu fáir eru komnir yfir áttrætt. Pess ber að geta að á umræddu tímabili voru tiltölulega fáir í elstu aldursflokkunum. Við manntalið 1901 voru 688 (513 konur, 175 karlar) 80 ára og eldri eða 0.9 % pjóðarinnar, en 1981 voru 5332 (2080 karlar, 3252 konur) í pessum aldursflokki eða um 2.3 % allra íbúa. Eins og samgöngum var háttað um aldamótin, var erfitt fyrir gamalt fólk að fara um langan veg til að leita sér lækninga. í töflu I er sýnd skipting glákusjúklinga Björns eftir sjúkdómsstigi við fyrstu skoðun. Eru peir allir komnir með sjúkdóminn á hátt stig og um 13 % alblindir. Samkvæmt sjúkraskrám Björns skoðaði hann 11.435 einstaklinga á árunum 1892-1909. Glákusjúklingar eru pví um 3.8 % af heildar tölu sjúklinga. Það er vitað mál, að Björn sá ekki nema hluta peirra glákusjúklinga, sem uppi voru á starfsárum hans, en sennilega hefur hann séð meirihluta peirra, sem langt Fig. 1. Distribution of Björn Ólafsson's 427 glauco- ma patients 1892-1909, by age and sex. (2).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.