Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 43

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 43
LÆK.NABLAÐID 1984; 70; 201-208 201 Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason Gláka á íslandi 3. grein: ATHUGANIR Á ALGENGIHÆGFARA GLÁKU HÉR Á LANDIFRÁ UPPHAFI INNGANGUR Grein pessi fjallar annars vegar um fyrstu skráðu heimildir glákusjúkdóma hér á íslandi og hins vegar eru tvær algengiskannanir á hægfara gláku, sem áður hafa farið fram hér á landi bornar saman við núverandi könnun (sjá: Gláka á íslandi, 1. grein: Algengi hægfara gláku 1982. Læknablaðið 1984; 70: 121-9). Að lokum er rætt um pá hugmynd hvort umhverfisáhrif og ótímabærar ellibreytingar geti haft áhrif á gang sjúkdómsins ef erfða- hneigð er fyrir hendi. Fyrsta vitneskja um gláku hér á Iandi. Helstu heimildir um augnsjúkdóma á íslandi á fyrri öld er að finna í ársskýslum héraðslækna til landlæknis. Par er einungis greint frá sjúk- dómum í augnalokum og augnslímhúð en ekki minnst á sjúkdóma inni í auga, svo sem gláku eða drer. Vafalítið hefur Björn Ólafsson, augnlæknir fyrstur lækna greint glákusjúkdóma hér á landi (2). Sjúkraskrár hans frá 1892-1909 hafa varðveist og í peim má má finna miklar upplýsingar um augnsjúkdóma hérlendis á pessu tímabili. Greining hægfara gláku var torveld fyrir síðustu aldamót áður en augnprýstingsmælar komu til sögunnar og pví lítt mögulegt að pekkja sjúkdóminn fyrr en á lokastigi. Björn fékk augnprýstingsmæli 1909, aðeins nokkrum mánuðum áður en hann féll frá. Þrátt fyrir lítinn tækjakost virðist glákugreining Björns vera áreiðanleg (2). Hann lýsir sjúkleg- um breytingum í sjóntaugarósi, sem er ein- kennandi fyrir langt gengna gláku. Einnig lýsir hann sjónsviðsskerðingu og hörku augans með preifinæmi. Á umræddu starfstímabili Björns greinir hann frá 439 sjúklingum með hægfara gláku (326 körlum og 113 konum), en af peim voru 175 greindir á augnlækninga- ferðalögum. Um aldur átta sjúklinga er ekki getið. Frá augndeild St. jósefsspítala, Landakoti. Barst ritstjórn 15/02/1984. Sampykkt og send ! prentsmiðju 14/04/1984. Á !. mynd er sýnd skipting glákusjúklinga Björns Ólafssonar í aldursflokka. Áberandi er hversu karlar eru fleiri en konur í aldursflokk- unum milli 50 og 79 ára og hversu fáir eru komnir yfir áttrætt. Pess ber að geta að á umræddu tímabili voru tiltölulega fáir í elstu aldursflokkunum. Við manntalið 1901 voru 688 (513 konur, 175 karlar) 80 ára og eldri eða 0.9 % pjóðarinnar, en 1981 voru 5332 (2080 karlar, 3252 konur) í pessum aldursflokki eða um 2.3 % allra íbúa. Eins og samgöngum var háttað um aldamótin, var erfitt fyrir gamalt fólk að fara um langan veg til að leita sér lækninga. í töflu I er sýnd skipting glákusjúklinga Björns eftir sjúkdómsstigi við fyrstu skoðun. Eru peir allir komnir með sjúkdóminn á hátt stig og um 13 % alblindir. Samkvæmt sjúkraskrám Björns skoðaði hann 11.435 einstaklinga á árunum 1892-1909. Glákusjúklingar eru pví um 3.8 % af heildar tölu sjúklinga. Það er vitað mál, að Björn sá ekki nema hluta peirra glákusjúklinga, sem uppi voru á starfsárum hans, en sennilega hefur hann séð meirihluta peirra, sem langt Fig. 1. Distribution of Björn Ólafsson's 427 glauco- ma patients 1892-1909, by age and sex. (2).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.