Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 55
LÆKNABLADID 1984; 70: 209-12 209 Gunnar Biering, Gunnlaugur Snædal, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981,11. grein: STÆRÐ NÝBURA OG BURÐARMÁLSDAUÐI Þrjú eru pau atriði sem snerta stærð barna og mæld eru við fæðingu, en pað eru þyngd, lengd og ummál höfuðs. Lengi vel tíðkaðist að mæla fæðingarpyngd í mörkum, en ein mörk jafngildir 250 grömmum. Pessi mælieining er nú á undanhaldi, einkum síðastliðinn áratug. Þyngd er nú undantekningarlaust skráð í grömmum. Lengd og höfuðummál hafa í lang- an tíma verið mæld í sentimetrum hér á landi, eins og reyndar víðast, þó eru enn notaðir þumlungar í sumum enskumælandi löndum. Til skamms tíma var lengd meðgöngu sá mælikvarði sem mest áhersla var lögð á við mat á þroska nýbura. Það er hins vegar staðreynd að lengd meðgöngu getur verið óáreiðanlegur mælikvarði (1). Fæðingarþyngd- in er hins vegar öruggur mælikvarði sem auðvelt er að staðla. Heilbrigðisstofnun Sam- einuðu þjóðanna (WHO) hefur þar af leiðandi mælt með því að þyngdin við fæðingu verði notuð fremur en lengd meðgöngu við mat á þroska nýburans. í riti Nomesko um fæðingar á Norðurlönd- um (2) eru birtar töflur yfir fæðingarþyngd norrænna barna (nema frá Finnlandi). Kemur þar í ljós að íslensk börn eru að meðaltali tæp- lega 100 grömmum þyngri við fæðingu en norsk og sænsk börn, en tæplega 200 grömm- um þyngri en dönsk börn. Þessu atriði verða gerð betri skil síðar. Svo virðist sem hið sama sé uppi á teningnum varðandi ummál höfuðs og lengd íslenskra barna. í þessari grein er sýnt samband stærðar nýbura og burðarmálsdauða. Þyngd Tafla I sýnir fjölda fæðinga og skráningu þyngdar eftir einstökum árum, 1972-1981. Skráningu á þyngd vantaði aðeins í 18 tilfell- um á þessu tímabili. Þetta verða að teljast góðar heimtur þegar tekið er tillit til þess að fjöldi fæddra var 43364. Mynd 1 sýnir burðarmálsdauða eftir fæð- ingarþyngd og sundurliðun hans í andvana fædda og látna á fyrstu viku eftir fæðingu. Myndin sýnir að helmingur þeirra barna sem vega 1000-1499 grömm við fæðingu hefur látist í burðarmáli. Árin 1972-76 var þessi burðarmálsdauði 585 af þúsundi, en 1977-81 hafði hann lækkað í 439 af þúsundi. Virðist nokkur jöfnuður milli fjölda andvana fæddra og þeirra er látast á fyrstu viku í þessum þyngdarflokki. Myndin sýnir einnig hvernig burðarmálsdauði lækkar jafnt og þétt með hækkandi fæðingarþyngd upp að vissu marki. Lægstur reyndist burðarmálsdauðinn vera hjá börnum sem voru 4000-4499 grömm, en fer svo vaxandi á ný. Hafa ber í huga að börn sem vógu 5000 grömm og meira voru aðeins 229 þessi tíu ár. Hætta á fæðingaráverkum í efstu þyngdarflokkunum eykst hröðum skrefum með vaxandi fæðingarþyngd og er það ein af skýringunum á hækkandi burðarmálsdauða. Einnig koma þar t.d. til greina börn sykur- sjúkra mæðra, einkum ef mæðraeftirlit hefur verið ófullnægjandi. Léttustu börn sem fæddust á þessu tímabili (1972-81) og lifðu vógu bæði 740 grömm við fæðingu. Annað barnið (meybarn) var gengið 25 vikur og því dæmigerður fyrirburi. Hitt barnið (sveinbarn) var hins vegar talið gengið 33 vikur og því jöfnum höndum fyrirburi og léttburi. Báðum börnunum heilsaðist vel og Tafla I. Skráning á pyngd sem hlutfall af fjölda fædinga (börn íslenskra mædra, fædd hér á landi). Ár Fjöldi fæddra Skráð pyngd 1972 ................. 4605 99,93 % 1973 ................. 4536 99,80% 1974 ................. 4219 100,00% 1975 ................. 4317 99,98% 1976 ................. 4259 99,98 % 1977 ................. 3961 99,97 % 1978 ................. 4122 99,98% 1979 ................. 4470 99,96% 1980 ................. 4525 100,00% 1981 ................. 4350 100,00% 1972-81 43364 99,96%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.