Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 187 par sem hann segir: »Jeg er ligeledes over- beviist om, at de fleste af dem, der í Præstenes Dödelister fiendes anförte som döde af »Brystsyge« og »tærende Syge«, hörer ind under denne Classe« (1, 4). Hann á hér við Hydatidssygdom, sem hann telur algengastan allra sjúkdóma í landinu og »er i Sandhed Indbyggernes Plage« (1, 15), en hann gerir pó enga tilraun til pess að meta hve mörg mannlíf sullaveikin muni hafa kostað pjóðina, og pað hafa heldur ekki aðrir gert fyrir daga varna gegn veikinni og bættra lækningaaðgerða á henni. Jón Finsen telur að Schleisner ofmeti fjölda sullaveikra á íslandi (12, 66). Það er vissulega rétt, að dánarskýrslur presta eru ótraustar, en sé leikmanni ætlandi að pekkja einhvern sjúkdóm á peim tímum, pá er pað sullaveiki, sem ætla má að ekkert heimili hafi með öllu sloppið við, par sem allt að fjórði hver maður gekk með sull. Dungal finnur af krufningaskýrslum, að 22 % peirra, er fæddir eru á árunum 1861-71 höfðu eða höfðu haft sull (13). Það skal pó haft í huga, að menn geta haft sull án pess að kenna sér meins. Þegar um jafn algengan sjúkdóm og sullaveiki er að ræða, er pað vel pess virði, að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða pátt aðrir sjúkdóm- ar geta hugsanlega átt í peim dánarorsökum, sem eignaðar verða henni. Vatnssýki mun yfirleitt jafngilda fylli, pó ascites og cystoma ovarii komi einnig til álita, en báðir eru of fátíðir kvillar hér á landi til pess að geta haft teljandi áhrif í sambandi við fylli. Auk sulla- veiki getur illkynja gula stafað af gallsteinum og illkynja æxlum. Úr gallsteinum létust 1911- 15 2,8 af 100.000 og ólíklegt að fleiri hafi látist úr ilikynja æxlum, svo að gula hafi verið talin dánarorsök. Að pví er tekur til brjóstveiki koma til álita lungnaberklar og empyem og gangvart uppdráttarsótt lungnaberklar og ill- kynja æxli, auk sullaveiki. Mesta vafamálið í pessu sambandi eru lungnaberklar, sem eru pegar 1911 orðnir ein af tíðustu dánarorsökum hér, en hafa vafalítið verið fátíðir fyrir miðja 19. öld, pó óhægt sé um tölulegar upplýsingar par um. Þær einu, sem mér eru kunnar, eru frá Schleisner, sem rannsakaði 327 sjúklinga hér á landi 1847-48 og af peim voru 57 með »Lever- syge (Undierlivshydatider)«, 3 með »Phthisis tuberkulosa« og 4 með »Empyema«. Þó að pessi efniviður sé lítill, hefur hann pann kost, að Schleisner lagði sig fram um að greina sullaveiki frá öðrum kvillum í brjóstholi. Með pví að gera ráð fyrir sömu dánartölu úr lungnaberklum, empyem og sullaveiki og sama hlutfalli milli pessara sjúkdóma og hjá Schlei- sner, myndu meðal peirra 370 af 100.000 sem létust úr leversyge, gulsot, brystsyge, tærende syge og vattersot 1827-36, hafa verið 17 af 100.000 með lungnaberkla og 23 með empyem, Þar við má bæta um tíu af 100.000 vegna gallsteina og innvortis krabbameins. Úr sulla- veiki hefðu pá látist um 320 af 100.000 íbúum. Tilsvarandi tala fyrir árið 1803 er um 250 og hefði maður átt von á meira mannfalli úr sullaveiki í hallæri, pví að pað mun vafalítið, að hún hefur verið tíð orsök pess, að menn komust á vonarvöl á peim tímum. En við hvora töluna sem miðað er, og pað haft í huga, að pað sama eigi við að einhverju leyti um sullaveiki og holdsveiki, að meinlætafullur hafi í prestaskýrslum verið talinn látinn úr pví, pó að aðaldánarorsök væri önnur, pá er pað einsætt, að sullaveikin hefur verið með tíðustu dánarorsökum fullorðinna utan drepsóttarára. Þá hefur pegar verið drepið á dánarorsök- ina lungnaberkla, en pó hvergi nærri á full- nægjandi hátt til að mynda sér skoðun á gangi berklaveikinnar í landinu, til pess skortir m.a. upplýsingar um veikina í öðrum líffærum en lungum, og um aldur hennar í landinu. Það fyrsta, sem vitað er til berklaveiki í landinu, er af fornum beinagrindum, elzt peirra úr heiðni, frá Gautlöndum í Suður-Þingeyjarsýslu, og er hún af ungum karlmanni (<30 ára), sem hefur verið með berkla í I. og II. lendarlið og sennilega einnig í hægri öklalið. Nokkru yngri, eða frá 11. öld, er karlmannsbeinagrind (<30 ára), frá Skeljastöðum í Þjórsárdal, sem ber menjar eftir berkla í III. og IV. lendarlið. Af rituðum heimildum má fyrst ráða í berklaveiki á heimili Brynjólfs biskups Sveinssonar, er var biskup í Skálholti 1639-1674 (14, 3-44). í sambandi við berkla í öðrum líffærum en lungum, er nauðsynlegt við mat á tíðni peirra, að gera sér grein fyrir peim vanda, sem skapast af kirtlaveikinni pví viðvíkjandi. Schlei- sner áleit, að hún væri eins og lungnatæring nánast ópekkt í landinu, og mun par mest hafa stuðst við álit héraðslækna, pví að meðal sjúklinga hans sjálfs voru pó eigi færri en 8 kirtlaveikir. En árið 1856, pegar Jón Finsen gerist læknir á norðurhluta Norður amtsins, verður hann pess brátt áskynja, að kirtlaveiki er með almennustu sjúkdómum í börnum. Á peim 10 árum, sem hann starfaði par, leituðu hans 212 með pann kvilla, eða 2,8 % af öllum sjúk- lingum hans, og par af var aðeins 21 eldri en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.