Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 10

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 10
250 LÆK.NABLADIÐ veldari en ella. Stutt rúmlega minnkar hættu á segamyndun í bláæðum og lungnareki og lækkar dánartíðni. Helztu gallar aðferðarinnar hafa verið taldir pessir: Ýmis tæknileg vandamál tengd aðgerð- inni hafa verið fremur tíð og viðbótaraðgerðir all oft nauðsynlegar. Eymsli við hné algeng og bagaleg, margir sjúklinganna útskeifir og ber nokkuð á styttingu um brotstaðinn. í þessari könnun reyndust tæknileg vanda- mál fremur algeng. Aðrir hafa lýst tæknilegum vandamálum í 7-28 % tilvika (3, 4, 6, 8). Viðbótaraðgerðir voru einnig all margar hér eða hjá 20 % sjúklinga. Hjá ýmsum höfundum hafa viðbótaraðgerðir verið fátíð- ari eða 8-13 % (3). Hjá Jensen et al. (10) voru viðbótaragerðir nauðsynlegar í 20 % tilvika hjá sjúklingum með stöðug brot og í 41 % tilvika hjá sjúk- lingum með óstöðug brot (11). Bagaleg eymsli við hnéð hafa mjög verið fundin aðferðinni til foráttu. Hafa eymslin stundum enst til frambúðar og jafnvel hindrað eðlilegar hreyfingar. í þessum efnivið reyndust óþægindi frá hné algeng. hannig kvörtuðu 11 sjúklingar (22 °/o) um meiri háttar ópægindi frá hné og hjá 15 sjúklingum (29 %) pótti nauð- synlegt að fjarlægja naglana vegna ópæginda frá hnénu eftir að brotin voru gróin. í uppgjöri Levy et al. (12) kvörtuðu 76% sjúklinga um sársauka í hné. Sömu höfundar lýsa verulegri hreyfiskerðingu í hnénu. Við könnun Hult og Nilsson (8) reyndust ópægindi frá hné hins vegar sjaldgæf og ekki nauðsyn- legt að fjarlægja nagla peirra vegna nema hjá 12% sjúklinga. All títt er að naglarnir færist til og pá oftast niður á við, svo dregið getur úr stöðugleika brotsins auk pess, sem pað veldur sársauka við hnéð. Fátítt er að nagl- arnir færist inn í mjaðmarliðinn og virðist hafa lítil áhrif á lokaniðurstöðu fyrir sjúkling- inn (8). Reyndist svo einnig í pessari könnun. Reynslan hefur sýnt, að mikilvægt er að fylla mergholið með nöglum til pess að draga úr hættunni á að naglarnir færist niður á við og valdi ertingu við hnéð, auk pess, sem brotið raskast við meiri háttar tilfærslu naglanna. Yfirleitt parf fjóra til fimm nagla eða jafnvel fleiri til að fylla mergholið, pó stundum nægi prír. Ein af ástæðunum til tíðra viðbótaraðgerða hér sýnist sú, að nægilega margir naglar hafa ekki verið notaðir við frumaðgerðina. Bar einkum á pessu framan af. Hjá pessum sjúkl- ingaefnivið voru notaðir tveir til fjórir naglar og par sem fjórir naglar voru notaðir við frum- aðgerð, röskuðust peir ekki. Skiptar skoðanir hafa verið um frágang naglanna við hnéð. Láta má naglana stingast út úr lærleggnum um nokkra millimetra (13). Einnig má reka naglana inn pannig, að neðri endarnir færist inn í mergholið (14). Petta til að koma í veg fyrir að peir valdi sársauka við hnéð. Hér var aðferð Enders fylgt og reynt að láta naglana standa nokkra mm út úr beininu ofan hnés. Algengt er að sjúklingar verði útskeifir eftir Enderneglingu. Hjá Levy et al. (12) reyndust 36% sjúklinga útskeifir um 10° eða meira. Þetta virtist pó ekki há peim að marki. Aðrir hafa komist að svipaðri niðurstöðu. (2). Hið sama er upp á teningnum í pessari könnun, en skekkjan torveldaði ekki gang hjá neinum, var fremur lýti, sem litlu máli skipti fyrir pennan aldurshóp. Minnka má líkur á útskeifri stöðu með pví að auka framsveigju nagianna áður en peir eru slegnir inn (15). Hér voru efri naglaendarnir í nokkrum tilvikum sveigðir fram á við áður en peir voru reknir inn en ekki kannað hvort pað dró úr útskeifri stöðu. Stytting á brotstað kom fyrir en virtist ekki há sjúklingunum. Aðrir telja bagalega stytt- ingu fátíða (8, 12). Ýmsir hafa orðið til að skipta lærhnútu- brotum í flokka og pá fyrst og fremst tekið mið af stöðugleika brotanna eftir neglingu. Flokkun Evans (9) (sjá mynd 2) er einna skýrust. Almennt er talið (4,12) að árangur með- ferðar stöðugra brota sé mun betri en hinna. Ekki hafa pó allir fundið mun par á (2). í pess- um efnivið kemur ekki í ljós munur á árangri eftir brottegundum, en 62 % brotanna reyndust hér stöðug og 38 % óstöðug. Það er svipuð skipting og hjá öðrum höfundum (2, 6). Flestir höfundar telja aðgerðina einfalda og fljótgerða (6, 7) og pað verið talið einn af helstu kostum aðferðarinnar. Hinn tiltölulega Iangi aðgerðartími í pessari rannsókn (25-100 mínúturi að meðaltali 56 mínútur) skýrist einkum af byrjunarörðugleikum annars vegar og hins vegar pví að aðgerðirnar dreifðust á tiltölulega marga lækna. Aðgerðartíminn virt- ist styttast eftir pví, sem reynslan jókst. Þessi aðgerðartími er pó síður en svo einsdæmi. í rannsókn Högh et al (2) reyndist aðgerðar- tíminn vera 65 mínútur að meðaltali. Kuderna et al (5) hafa bent á, að með samtíma skyggningu í tveimur stefnum, megi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.