Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 20
254 LÆKNABLAÐIÐ beins. í tölvuskránni eru öll framhandleggs- brot ein heild, en eins og kemur fram í niðurstöð- um eru 85-90 % brota staðsett í fjærenda. Þau brot í lærleggshálsi, sem um er rætt, eru í collum femoris og á trochanter svæðinu (N820 skv. sjúkdómaskrá WHO). Mannfjöldatölur voru fengnar úr skrám Hagstofu íslands. Tafla I sýnir heildarfjölda sjúklinga sem könnunin nær til og tafla II fjölda tilfella sem fengu nánari umfjöllun. NIÐURSTÖÐUR Brot í nærenda lærleggs Alls greindust á tímabilinu 1973-1981, brot í nærenda lærleggs 810 sjúklinga (tafla I). Konur voru 643, en karlar 167 og hlutfallið konur/karlar = 3.85. í þessum hópi var könnuð aldursdreifing brotanna (mynd 1) og sýnir hún að þessi brot eru fátíð fyrir fimmtugsaldur. Að vísu fjölgar brotum kvenna um 45 ára aldur, en meðal karla ekki fyrr en milli 55 og 60 ára. Eftir þetta fjölgar brotum hjá báðum kynjum, en mun hraðar hjá konum. Þannig er fjöldi sjúklinga 85 ára og eldri 163 konur en 31 karl. Þegar reiknað er út aldursbundið nýgengi (fjöldi/lO.OOO/ár) verða tíðnilínur kynjanna svo að segja samsíða, en lína karla u.þ.b. 10 árum á eftir línu kvenna (mynd 2). Kannaðar voru nánar skýrslur 101 sjúklings, sem leitaði Slysadeildarinnar árin 1973 og 1979 (tafla II.). í þessum hópi voru 82 konur og 19 karlar (hlutf. kvk/kk = 4,3). Enginn sjúk- linganna var undir 45 ára aldri og var þeim skipt í 10 ára aldurshópa og fyrst könnuð stærð- argráða áverkans, sem orsakaði brotið. Eins og sjá má á mynd 3 var yfirgnæfandi meiri- hluti brotanna orsakaður af minniháttar á- verka (rúmlega 92 %) Ekki verður fjölyrt um mismun kynjanna í þessu sambandi, því til þess er hópurinn allt of lítill. Stærstur hluti meiri- háttar áverka hér voru umferðarslys. Ennfremur var könnuð staðsetning brot- anna og sést í töflu III að brotin eru nokkurn vegin jafndreifð á collum femoris og trochan- ter svæðið hjá körlum. Meðal kvenna eru hins vegar um 77 % brotanna staðsett á collum femoris en um 23 % á trochanter svæði og er þessi munur einkennandi fyrir alla aldurshópa kvenna. Meðai karla voru aðeins tvö brotanna tengd vinnu, 31,6 % sjúklinga brotnuðu á heimili sínu en stærsti hópurinn, 57,9 % brotnaði utan heimilis og vinnu. Tafla I. Heildarfjöldi sjúklinga sem könnunin tekur til (1973-1981). Brotstaður Karlar Konur Samtals Hryggsúla .... 276 440 716 Framhandleggur .... 1449 2389 3838 Lærleggsháls 167 643 810 Samtals 1892 3472 5364 Tafla II. Fjöldi sjúklinga sem athugadir voru nánar. Brotstaður 1973 1979 Hryggsúla .............................. 77 72 Framhandleggur........................ 480 431 Lærleggsháls ........................... 38 63 Tafla III. Stadsetning brota í lærleggshálsi eftir kynjum og aldurshópum. 1973 og 1979 Karlar Konur Aldurshópar Collum Troch. Collum Troch. 40-49 .............. 0 0 1 0 50-59 .............. 2 2 6 0 60-69 .............. 0 2 13 4 70-79 .............. 6 2 15 8 80+ ................ 2 3 28 7 Samtals 10 9 63 19 Meðal kvennanna var ekkert brotanna tengt vinnu, 56,1 % sjúklinganna brotnuðu á heimili sínu en 43,9 % utan heimilis. Brot í hryggsúlu Árin 1973-81 voru 716 sjúklingar greindir á slysadeild Borgarspítalans með brot í hrygg- súlu og voru konur 440, en karlar 276 (tafla I). Hlutfallið konur/karlar var því 1,6. Fyrir tví- tugsaldurinn voru karlsjúklingar heldur fleiri en kvensjúklingar en síðan var fjöldi beggja kynja nokkuð jafn fram undir fimmtugsaldur, en þá fjölgaði konum í hópnum mjög og flestar voru þær á aldrinum 70-74 ára. Sé hins vegar litið á aldursbundið nýgengi þessara brota eins og sýnt er á mynd 5 (fjöldi/lO.OOO/ár), kemur í ljós að munurinn milli kynjanna er lítill fram að fimmtugsaldri. í heildina fór nýgengið vaxandi í báðum kynjum ævina út, en eftir að fimmtugsaldri var náð, óx nýgengið miklum mun hraðar hjá konunum og náði hámarki í efsta aldurshópnum. Nýgengi meðal karlsjúklinga var einnig mest í efsta aldurshópnum, en var þar ekki nema u.þ.b.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.