Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 23
LÆKNABLADID
255
þriðjungur af nýgengi í sama aldurshópi
kvensjúklinga.
Kannaðar voru skýrslur flestra sjúklinganna
sem greindust á árunum 1973 og 1979 (tafla II).
Samkvæmt mynd 6 var meiri háttar áverki
orsök langflestra pessara brota meðal karla
(88,7 %) og gildir pað um alla aldurshópana.
Meðal kvenna var meiri háttar áverki hins
vegar orsök minni hluta brotanna (35,4 %)
sérstaklega í efri aldurshópunum, en í yngri
aldurshópunum er pessu öfugt farið. Þannig
var hlutfallið meiri háttar/minni háttar áverki
hjá körlum 8,7 undir fertugu, en 7,0 yfir
fertugu. Hjá konum var sama hlutfall 1,6 undir
fertugu, en 0,3 yfir fertugu.
Tafla IV sýnir að flest brotanna í hryggsúlu
voru staðsett í neðri hluta brjósthryggjar og
lendhrygg og voru langflest peirra samfalls-
brot á liðbolum. Meðal kvenna var einnig stór
hluti brotanna í spjaldhrygg og rófubeini og
reyndar flest brotin í peim flokki í rófubeini.
Tafla IV sýnir einnig að brot staðsett í
hálshrygg og efri hluta brjósthryggjar greind-
ust aðallega í yngri aldurshópunum og voru
slík brot sérstaklega áberandi meðal karla. Þar
sem um var að ræða brot í fleirum en einum
liðbol var brotið flokkað til pess svæðis, sem
innihélt flesta brotna liðboli. Greining allra
pessara brota byggðist m.a. á röntgenmyndum,
að undanskildum brotum í rófubeini, sem
langoftast greindust við klíníska skoðun. Mikill
munur milli kynja reyndist í greindum brotum
í spjaldhrygg og rófubeini, bæði í efri og neðri
aldurshópnum.
Tafla V sýnir hvernig brotin skiptast milli
slysstaða, flokkað eftir kyni og aldri sjúklinga.
í yngri aldurshópum beggja kynja áttu 74-
75 % brotanna sér stað utan heimilis og án
tengsla við vinnu. í yngri aldurshópi karla
voru 22,2 % brotanna tengd vinnu, en 45,8 % í
efri aldurshópnum, og í peim hópi áttu 25 %
brotanna sér stað á heimili sjúklings. í kvenna-
hópunum voru aðeins 4,1 % brotanna tengd
vinnu, en 21,4 % yngri kvenna brotnuðu á
heimilum sínum. Hins vegar hljóta 58,6 %
eldri kvennanna í pessum hópi brotin á heim-
ilum sínum, en 37,1 % peirra utan heimilis og
án tengsla við vinnu.
Brot í framhandlegg
Árin 1973-1981 voru greind brot í framhand-
legg 3838 sjúklinga Slysadeildarinnar og voru
konur 2389 en karlar 1449 (tafla I). Hlutfallið
konur/karlar er pví 1,65. Mynd 7 sýnir kyn- og
Tafla IV. Dreifing brota innan hryggsúlunnar árin
1973 og 1979 eftir kynjum og aldri.
1973 og 1979 H Be Bn L SR
Karlar
<40 ................. 4 5 11 26 3
>40 ................. 1 1 5 15 2
Konur
<40 ................. 1 4 2 5 14
>40 ................. 2 1 27 24 16
Samtals 8 11 45 50 35
H: hálshryggur
Be: brjósthryggur efri(Th 1-6)
Bn: brjósthryggur neðri (Th 7-12)
L: lendhryggur
SR: spjaldhryggur og rófubein
Tafla V. Flokkun hryggsúlubrota eftir slysstad.
1973 og 1979 V H UH
Karlar
<40 6 i 20
>40 11 6 7
Konur
<40 1 6 21
>40 3 41 26
Samtals 21 54 74
V: Slys tengd vinnu
H: Slys á heimili sjúklings
UH: Slys utan heimilis og vinnu
aldursdreifingu brotanna og er greinilega veru-
legur munur á kynjunum. Sjúklingafjöldi begg-
ja kynja var mestur á aldrinum 10-14 ára og
minnkar síðan mjög mikið upp að 25 ára aldri.
Kvensjúklingum fjölgar verulega uppúr fer-
tugsaldri og nær fjöldi peirra hámarki milli 55
og 65 ára en fer minnkandi úr pví. Þegar litið
er á aldursbundið nýgengi (fjöldi/lO.OOO/ár)
(mynd 8), sést að mynstur beggja kynja er
svipað fram til fertugs. Eftir fertugt er ný-
gengið í aldurshópum karla nokkuð jafnt
til æviloka. Meðal kvenna fer pað hins vegar
vaxandi eftir fertugt og nær hámarki á aldrin-
um 65 til 70 ára, u.p.b. 143/10.000/ár. Eftir pað
lækkar nýgengið lítils háttar til æviloka en er
nokkuð sveiflukennt.
Mynd 9 sýnir hlutfallið minni háttar/meiri
háttar áverki í framhandleggsbrotum 1973 og
1979. Þar kemur greinilega fram að meiri
háttar áverkar voru algengari hjá yngri sjúk-
lingunum en minni háttar áverkar algengari
meðal kvenna eftir prítugt og meðal karla eftir
fimmtugt. Myndin sýnir glögglega hversu
miklu algengari minni háttar áverkar voru