Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 43

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 43
LÆKNABLADID 267 70 nm í þvermál. í henni er ríbókjarnasýra meö innri og ytri prótínhjúp (capsid). Nafn sitt dregur veiran af latneska oröinu rota ( = hjól), enda gefur útlitið tilefni til pess. Innri hjúp- urinn virðist geyma mótefnastýri (antigenic determinants) sameiginleg öllum rótaveirum, en sá ytri sérhæfða (type specific) stjórnhluta mótefnavaka. Tegundahópar rótaveira hafa mjög flókin og fjölbreytt mótefnavakakerfi og pess vegna hefir mönnum ekki tekist að koma á samein- urðu kerfi sermiflokkunar. Einkenni rótaveirusýkingar eru vægur hiti, uppköst og niðurgangur. Ná einkennin há- marki prem til fjórum dögum eftir byrjum veik- inda. Alvarlegasti aukakvillinn er vessaþurrð, einkum hjá ungbörnum 12 til 18 mánaða. Fyrir koma blæðingar um endaþarm. Einkenni frá öndunarfærum (nefrennsli, hósti, eyrnabólga) eru venjulega undanfari meltingartruflananna. Getur kvillinn komið fyrir sem farsótt, er líkast kvefsóttum. Parf því að hafa rótaveiru- sýkingu í huga sem mismunagreiningu bráðrar öndunarfærasýkingar. Fyrir kemur, að rótaveirur valda heilkenni skyndidauða ungbarna (sudden infant death syndrome), sem eingöngu hefir verið tengt sýkingu í efri hluta öndunarfæra (7). Frumsýking er oftast á unga aldri. Með- göngutími sóttarinnar eru þrír dagar. Nýgengi- hlutföll eru misjöfn eftir heimsálfum. í hita- beltinu er talið, að rótaveirusýkingar séu or- sök innlagna vegna niðurgangs hjá börnum fimm ára og yngri í 20 til 30 % allra tilvika. Tilsvarandi tölur í tempraða beltinu eru 40 til 60 af hundraði. Sjúkdómurinn er mjög smit- næmur. A einangruðum eyjaklasa í Kyrrahaf- inu sýktust í afmörkuðum faraldri 62 % barna eins til fimm ára (8). Rótaveirur berast einkum með saur milli og valdið dropasmitun á íbúðasvæðum. Verð- ur vikið að pessu síðar. sjó. Komið hefir í ljós, að a.m.k. 12 til 14 daga parf til pess að þúsundföld fækkun (Iog 3 reduction) verði par (9). Bendir pað til pess, að veiran sé mjög stöðug í vatni. Rótaveirur berast einkum með saur milli manna, en önnur möguleg smitleið er dropa- smit með menguðu vatni. Sé loftið rakt og hitastig lágt, getur veiran prifist í margar klukkustundir. Skolp, sem rennur í sjó, getur flotið upp fyrir áhrif eðlispyngdar og hitastigs og myndað punnt yfirborðslag. Sterkur vindur getur gripið með sér vökvann úr yfirborðinu og valdið dropasmitun á íbúðasvæðum. Verð- ur vikið að pessu síðar. 1.3 Adenóveirur (adenoviruses) Adenóveirur eru stöðugar við mismunandi sýrustig og pær standast vel áhrif sólarljóss og sótthreinsiefna. Af pessum sökum vegnar peim vel í umhverfi mannsins. Tengsl tiltekinna veira við niðurgangssóttir ungbarna hafa orðið ljós á síðustu árum (10). Pessar veirur eru í ýmsu frábrugðnar algeng- ustu sermigerðunum og er litið á pær sem sérstakan undirflokk. Einkennin, sem þessi undirflokkur veldur, eru eingöngu frá meltingarfærunum. Mest ber á niðurgangi, en börn kasta einnig upp og eru lystarlaus. Kvillinn stendur að jafnaði fjóra til níu daga. Afturbati er venjulega viðburðalaus. Kvillann fá einkum börn átta mánaða til tveggja ára. Eldri systkini og foreldrar eru einkennalaus og útskilja ekki adenóveirur. 1.4 Bikarveirur (caiiciviruses) Saga bikarveiranna hófst í Kaliforníu 1932, pegar borin voru kennsl á útþotasótt í svínum (vesicular exanthema) og nýverið hefir þeim verið skipað í ættina Caliciviridae (11). Stærð veirunnar er 30 nm. Hún hefir sérkennilega Davíðsstjörnuásýnd, sem greinir hana frá öðr- Fig. 1. Viruses pathogenic to man occurring in water. Genus Species Enterovirus Calicivirus Juman poliovirus types 1-3 Human coxsackievirus A1-A22, 24 Human coxsackievirus B1-B6 Human echovirus types 1-9, types 11-27, types 29-34. Human enterovirus type 72 Parvovirus Adeno- associated Norwalk-virus virus (AAV) Reovirus AAV types 1-4 subgroup Mammalian Human roatvirus Reovirus types 1-3 adenovirus Papilloma Human adenovirus types 1-33 virus Polyoma Human papilloma virus virus Astrovirus*) BK virus *) Not yet classified

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.