Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 7
LÆK.NABLAÐID 70, 247-252, 1984
247
Jón Karlsson,1) Rögnvaldur Porleifsson,1) Ragnar Jónsson,1)
Þröstur Finnbogason2)
MEÐFERÐ Á LÆRHNÚTUBROTUM MEÐ
ENDERNÖGLUM
Aðgerðir á slysadeild Borgarspítalans 1978-1981
INNGANGUR
Meðferö á lærhnútubrotum (fractura pertro-
chanterica) er talsverðum vandkvæðum bund-
in Yfirleitt er um að ræða eldra fólk, sem
illa polir langvarandi rúmlegu eða langar að-
gerðir. Bezta meðferðin er innri festing brots-
ins og fótaferð svo fljótt sem unnt er.
Fylgikvillar aðgerðar hafa verið tíðir, svo
sem sársýkingar, síðgróin brot (delayed union),
storka í bláæðum, lungnarek, viðvarandi
verkir í mjöðm og lök göngugeta. Dánartíðni
hefur yfirleitt verið há (1).
Mörgum aðferðum hefur verið beitt til
meðhöndlunar á pessum brotum en algengast
var að nota nagla og plötu, t.d. að hætti
McLaughlin (2). Tæknileg vandkvæði og há
tíðni sársýkingar hafa hins vegar verið ann-
markar á þeirri aðferð (2, 3, 4).
Árið 1966 tók Kuntscher (5) að negla
lærhnútubrot með mergholsnagla, sem rekinn
var frá neðri enda lærleggs og upp í lærleggs-
haus. Þessi aðferð var talin einfaldari fyrri
aðferðum og gefa betri stöðugleika, auk þess
sem blóðmissir og sýkingarhætta væru minni.
Gallar aðferðarinnar voru fyrst og fremst
taldir að naglinn væri of stífur og hindraði
ekki nægilega snúning í brotinu.
Árið 1970 (6) var tekið að nota marga
sveigjanlega nagla, svokallaða Endernagla
(mynd 1), sem reknir voru frá innri hnjákolli
(condylus medialis femoris) og upp í lærleggs-
haus.
Meginkostir Endernaglanna hafa verið taldir
góður stöðugleiki á brotstað, óveruleg ígerð-
arhætta og lítil vefjaröskun. Aðgerðartími
hefur almennt verið talinn stuttur (7) og
dánartiðni lág (8). Þessi aðferð ruddi sér tals-
vert til rúms á áratugnum 1970-1980 (6, 8).
Á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík
var þessi aðferð fyrst notuð árið 1978 og var
Slysadeild Borgarspítala. Barst ritstjórn 06/01/1984.
Samþykkt og send í prentsmiðju 27/06/1984.
meginaðferð við neglingu slíkra brota fram
yfir mitt ár 1983.
Markmið þessa yfirlits er að gera grein fyrir
árangri Enderneglinga á iærhnútubrotum á
Slysadeild Borgarspítalans á tímabilinu 1978-
1981, að báðum árum meðtöldum.
MEÐFERÐ
Notuð var tækni Enders (6). Aðgerðin er
framkvæmd á strekkborði, í svæfingu eða
mænudeyfingu. Brotið fært í viðunandi skorð-
ur og nöglum komið fyrir með aðstoð skyggni-
magnara. Með fremur stuttum skurði er
opnað inn á innri hnjákoll (condylus medialis
femoris) og gluggi gerður á merghol leggsins
ofanvert á hnjákollinum. Naglarnir síðan rekn-
ir inn um gat þetta, upp mergholið og upp í
lærleggshausinn. Reynt var að snúa nöglunum
þannig, að efri endar þeirra dreifðust sem
mest í lærleggshálsi og lærleggshaus. Reynt
var að koma efri endum naglanna fyrir nærri
liðbilinu. í sumum tilvikum voru naglaendarnir
sveigðir fram á við áður en þeir voru reknir
inn, til þess að draga úr hættu því á að
sjúklingur yrði útskeifur. Oftast voru notaðir
þrír naglar en stundum fjórir. Neðri endi
naglanna stóð yfirleitt nokkra millimetra, út úr
beininu ofan hnés, í lok aðgerðar.
Fótaferð og sjúkraþjálfun var hafin á fyrsta
degi eftir aðgerð. Með því móti var reynt að
draga úr hættu á segamyndun í bláæðum og
lungnareki og fækka þannig dauðsföllum.
Sjúklingar voru hvattir til að leggja þunga-
álag á fótinn eftir því, sem sársauki leyfði.
EFNI
Kannað var hvernig sjúklingum, sem negldir
voru vegna lærhnútubrota með Endernöglum
á Slysadeild Borgarspítalans árin 1978-1981
reiddi af.
Sjúklingarnir voru 51 með 53 brot samtals:
Ellefu karlar og 40 konur (tafla I). í 48 tilvikum