Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 38
264 70,264-265,1984 LÆKNABLADID NABLAÐIÐ THE 10 H THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag fslands og Læknafélag Reykjavíkur 70. ÁRG. - OKTÓBER - 1984 ENDURHÆFING EFTIR MJAÐMARBROT HJÁ ÖLDRUÐUM Mjaðmarbrotum er skipt í brot á lærleggshálsi (fractura colli femoris) og brot um lærhnútu (fractura femoris pertrochanterica). Þessar brotategundir eiga pað sameiginlegt, að nauð- synlegt er að gera skurðaðgerð svo að sjúkl- ingurinn komist sem fyrst á fætur. Margar aðferðir eru notaðar við að gera að þessum brotum. Nauðsynlegt er að lækningaaðgerðir, svo sem skurðaðgerðir, séu í stöðugu endurmati svo sjúklingarnir hljóti bestu meðferð sem völ er á. Hér í blaðinu birtist grein eftir Jón Karlsson o.fl. (1), par sem skýrt er frá árangri við Enderneglingu á lærhnútubrotum. Pað er aðallega ákvörðun skurðlæknis, hvers konar gerviliði, nagla, skrúfur eða plötur skuli nota við meðferð á broti. Endurhæfing sjúklingsins er hins vegar mál sem fleiri þurfa að láta til sín taka. Raunhæft endurhæfingar- markmið er oftast að sjúklingurinn komist heim af sjúkrahúsi eða á sama dvalar- stað og fyrir mjaðmarbrotið. Sjúklingar, sem koma á sjúkrahús vegna mjaðmarbrota hafa oft með naumindum verið sjálfbjarga í heimahúsum fyrir slysið. Stundum kemur í ljós eftir innlögn á sjúkrahúsið, að heimilisaðstæður hafa í rauninni fyrir löngu verið orðnar óviðunandi. í>að ástand getur því auðveldlega skapast, að þegar brotið hindrar ekki lengur heimferð, hafi sjúklingurinn ekki í neitt hús að venda, þar sem ekki þykir fært að senda hann heim í lélegar heimilisaðstæður. Af þessu getur leitt langa bið á bráðadeild sjúkra- húss eftir vist á endurhæfingardeild, Ianglegu- deild eða elliheimili. Undirbúningur fyrir heimferð er hluti af endurhæfingu sjúklingsins. Stundum má með breytingum á heimili sjúklingsins gera honum kleift að vera heima þrátt fyrir skerta hreyfi- getu. Hér má nefna ýmis konar laus hjálpar- tæki og einnig breytingar í íbúðinni, sérstak- lega þó í baðherbergi og á salerni. Oft þarf að taka burt þröskulda ef sjúklingur gengur með göngugrind eða hækjur. Auk sjúklingsins og starfsfólks sjúkradeildarinnar getur hér þurft þátttöku heimilishjúkrunar, fjölskyldu sjúk- lingsins, heimilislæknisins og fleiri. Á nýársdag 1983 tóku gildi lög um málefni aldraðra (2). í 1. grein laganna segir: »Lögin miða að því að aldraðir geti, svo lengi sem verða má, búið við eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana- þjónustu, þegar hennar er þörf«. Lögin gera ráð fyrir heimaþjónustu við aldraða, m.a. endurhæfingu í heimahúsum. Pessi lög eru góður rammi um samstillta endurhæfingar- þjónustu, sem auðveldað gæti gömlu fólki að komast heim af sjúkrahúsum og halda á- fram að búa heima eftir áfall eins og mjaðmar- brot. Gamalt fólk, sem dvelst lengi á sjúkrastofn- unum, getur misst kjarkinn og orðið ófært um að sjá um sig sjálft heima. Með samstilltu átaki starfsfólks sjúkrahúsa og þeirra sem annast hjúkrun og endurhæfingu í heimahús- um er hægt (3) að senda flesta sjúklinga heim tiltölulega snemma eftir mjaðmarbrot og minnka notkun á endurhæfingardeildum og hressingarhælum fyrir þessa sjúklinga. íslensk- ar tölur benda til þess að um það bil 280 manns mjaðmarbrotni á fslandi á ári (4). Ef hver þeirra liggur í mánuð á bráðadeild sjúkrahúss (1) og hver legudagur kostar 4.000,- kr., samsvarar þetta meira en 30 milljón króna legukostnaði. Við þetta bætist e.t.v. annað eins í dvalarkostnað á endurhæfingar- og langlegu- deildum (1). Beinn sjúkrakostnaður af þessum brotum er því örugglega nokkrir tugir mill- jóna króna á ári fyrir þjóðarbúið. Ef hægt er að stytta dvalartíma þessa fólks á sjúkrahús- um, án þess að meðferðarárangur versni, ætti að vera hægt að verja talsverðum fjármunum til endurhæfingar í heimahúsum. Meðal legutími á sjúkrahúsi fyrir sjúkling með mjaðmarbrot er a.m.k. jafn langur og meðal legutími sjúklings sem leggst inn til að fá gervilið í mjöðm vegna slitgigtar. Ef 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.