Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 38

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 38
264 70,264-265,1984 LÆKNABLADID NABLAÐIÐ THE 10 H THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag fslands og Læknafélag Reykjavíkur 70. ÁRG. - OKTÓBER - 1984 ENDURHÆFING EFTIR MJAÐMARBROT HJÁ ÖLDRUÐUM Mjaðmarbrotum er skipt í brot á lærleggshálsi (fractura colli femoris) og brot um lærhnútu (fractura femoris pertrochanterica). Þessar brotategundir eiga pað sameiginlegt, að nauð- synlegt er að gera skurðaðgerð svo að sjúkl- ingurinn komist sem fyrst á fætur. Margar aðferðir eru notaðar við að gera að þessum brotum. Nauðsynlegt er að lækningaaðgerðir, svo sem skurðaðgerðir, séu í stöðugu endurmati svo sjúklingarnir hljóti bestu meðferð sem völ er á. Hér í blaðinu birtist grein eftir Jón Karlsson o.fl. (1), par sem skýrt er frá árangri við Enderneglingu á lærhnútubrotum. Pað er aðallega ákvörðun skurðlæknis, hvers konar gerviliði, nagla, skrúfur eða plötur skuli nota við meðferð á broti. Endurhæfing sjúklingsins er hins vegar mál sem fleiri þurfa að láta til sín taka. Raunhæft endurhæfingar- markmið er oftast að sjúklingurinn komist heim af sjúkrahúsi eða á sama dvalar- stað og fyrir mjaðmarbrotið. Sjúklingar, sem koma á sjúkrahús vegna mjaðmarbrota hafa oft með naumindum verið sjálfbjarga í heimahúsum fyrir slysið. Stundum kemur í ljós eftir innlögn á sjúkrahúsið, að heimilisaðstæður hafa í rauninni fyrir löngu verið orðnar óviðunandi. í>að ástand getur því auðveldlega skapast, að þegar brotið hindrar ekki lengur heimferð, hafi sjúklingurinn ekki í neitt hús að venda, þar sem ekki þykir fært að senda hann heim í lélegar heimilisaðstæður. Af þessu getur leitt langa bið á bráðadeild sjúkra- húss eftir vist á endurhæfingardeild, Ianglegu- deild eða elliheimili. Undirbúningur fyrir heimferð er hluti af endurhæfingu sjúklingsins. Stundum má með breytingum á heimili sjúklingsins gera honum kleift að vera heima þrátt fyrir skerta hreyfi- getu. Hér má nefna ýmis konar laus hjálpar- tæki og einnig breytingar í íbúðinni, sérstak- lega þó í baðherbergi og á salerni. Oft þarf að taka burt þröskulda ef sjúklingur gengur með göngugrind eða hækjur. Auk sjúklingsins og starfsfólks sjúkradeildarinnar getur hér þurft þátttöku heimilishjúkrunar, fjölskyldu sjúk- lingsins, heimilislæknisins og fleiri. Á nýársdag 1983 tóku gildi lög um málefni aldraðra (2). í 1. grein laganna segir: »Lögin miða að því að aldraðir geti, svo lengi sem verða má, búið við eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana- þjónustu, þegar hennar er þörf«. Lögin gera ráð fyrir heimaþjónustu við aldraða, m.a. endurhæfingu í heimahúsum. Pessi lög eru góður rammi um samstillta endurhæfingar- þjónustu, sem auðveldað gæti gömlu fólki að komast heim af sjúkrahúsum og halda á- fram að búa heima eftir áfall eins og mjaðmar- brot. Gamalt fólk, sem dvelst lengi á sjúkrastofn- unum, getur misst kjarkinn og orðið ófært um að sjá um sig sjálft heima. Með samstilltu átaki starfsfólks sjúkrahúsa og þeirra sem annast hjúkrun og endurhæfingu í heimahús- um er hægt (3) að senda flesta sjúklinga heim tiltölulega snemma eftir mjaðmarbrot og minnka notkun á endurhæfingardeildum og hressingarhælum fyrir þessa sjúklinga. íslensk- ar tölur benda til þess að um það bil 280 manns mjaðmarbrotni á fslandi á ári (4). Ef hver þeirra liggur í mánuð á bráðadeild sjúkrahúss (1) og hver legudagur kostar 4.000,- kr., samsvarar þetta meira en 30 milljón króna legukostnaði. Við þetta bætist e.t.v. annað eins í dvalarkostnað á endurhæfingar- og langlegu- deildum (1). Beinn sjúkrakostnaður af þessum brotum er því örugglega nokkrir tugir mill- jóna króna á ári fyrir þjóðarbúið. Ef hægt er að stytta dvalartíma þessa fólks á sjúkrahús- um, án þess að meðferðarárangur versni, ætti að vera hægt að verja talsverðum fjármunum til endurhæfingar í heimahúsum. Meðal legutími á sjúkrahúsi fyrir sjúkling með mjaðmarbrot er a.m.k. jafn langur og meðal legutími sjúklings sem leggst inn til að fá gervilið í mjöðm vegna slitgigtar. Ef 280

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.