Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 48
270 70,270-273,1984 LÆKNABLADID Davíð Gíslason ORSAKIR BRÁÐAOFNÆMIS AF HEYRYKIHJÁ SJÚKLINGUM SEM KOMU Á GÖNGUDEILD OFNÆMISSJÚKLINGA FRÁ APRÍL 1983 TIL APRÍL 1984 INNGANGUR Engir atvinnusjúkdómar eiga sér jafn langa sögu hér á landi og sjúkdómar tengdir heyryki (1). íslenskir læknar urðu fyrstir til að lýsa lungnaeinkennum eftir vinnu í heyryki og setja heysóttareinkenni í samband við myglað hey (1, 2). Þessar löngu liðnu athuganir þeirra hafa á síðari árum vakið verðskuldaða athygli (3). Bent hefur verið á, að eðli einkennanna geti verið mismunandi (4). í því sambandi var minnst á heysótt, sem talin er til flokks III ofnæmissjúkdóma. Einnig var minnst á lungna- þembu og berkjubólgu eftir langvarandi vinnu í heyryki, en ekki er vitað á hvern hátt heyrykið veldur þessum sjúkdómum. Þá var einnig bent á, að heyryk geti orsakað lang- vinna slímhúðarbólgu í efri öndunarvegum vegna mekanískrar ertingar í slímhúðinni. Loks var bent á bráðaofnæmi fyrir heyryki, en það veldur slímhúðarbólgu í nefi og augum, og astma. Einkenni þessa ofnæmis kom mjög fljótt, eða innan hálfrar klukkustundar eftir að komið er í ryk, og kláði í augum greinir ofnæmið best frá ertandi einkennum af hey- ryki. Þetta ofnæmi telst til flokks I ofnæmis- sjúkdóma. Hvað veldur ofnæmi í heyryki? Árið 1979 birtu Cuthbert og félagar niðurstöð- ur úr könnun á fólki, sem vann við landbúnað á Orkneyjum. Þeir komust að því, að 15 % þess hafði astma eða ofnæmi í nefi. Einnig sýndu þeir fram á, að maurar í heyinu áttu þátt í ofnæminu (5). Sviþaðar niðurstöður fengust einnig við könnun á bændum í Uþþ- salaléni í Svíþjóð (6). Hér á landi hefur starfs- hóþur undir forystu landlæknis unnið að rann- sóknum á heysjúkdómum í nokkur ár. í uþphafi könnunarinnar var megináhersla lögð á að rannsaka heysýni m.t.t. líklegra ofnæmisvalda í Frá Vífilsstaðaspítala. Barst ritstjórn 28/06/1984. Samþykkt 03/07/1984 og sent í prentsmiðju. heyinu. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja nú fyrir. Hallas hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á heymaurum og fundið 19 teg- undir í heyryki hér á landi. Fimm algengustu tegundirnar fundust í 50-97 % þurrheysýna, sem rannsökuð voru (7). Þessar algengustu tegundir voru: Tarsonemus sp., Acarus farris, Lepidoglyphus destructor, Tydeus interruptus og Cheyletus eruditus. Sömu tegundum var einnig lýst í Orkneyjum (5), nema Tarsonemus sp., sem ekki hefur verið lýst áður. Suzanne Gravesen rannsakaði hey m.t.t. myglu, músa-ofnæmisvaka (allergen), frjó- korna og hitakærra geislasýkla (8). í 35 þurr- heyssýnum úr Víkurlæknishéraði fann hún 15 tegundir svepþa. 1 83 % sýnanna óx Rhizopus, í 29 % sýnanna Penicillium sp., og í 23 % Aspergullus sp. Aðrar tegundir komu sjaldn- ar fyrir. Hitakærir geislasýklar fundust í 10 heysýnum, sem könnuð voru m.t.t. þeirra. Sýnt hefur verið fram á músaofnæmi hjá sjúkl- ingum með einkenni af heyryki (9). Af þeim ástæðum var kannað, hvort músa-ofnæmis- vakar fyndust í heyrykinu. í þrem sýnum af tíu fundust ofnæmisvakar frá músahárum og í öllum sýnunum fundust ofnæmisvakar úr músaþvagi. Frjókorn fundust í sjö sýnum af tíu. Fimm sýni af votheyi voru könnuð m.t.t. myglu og hitakærra geislasýkla. Aðeins óverulegt magn af myglu- og geislasýklum fannst í þessum sýnum. Frá því í apríl 1983 hafa sjúklingar, sem leitað hafa til göngudeildar ofnæmissjúklinga á Vífilsstöðum, verið húðprófaðir með sér- stakri heyseríu, hafi þeir haft einkenni frá öndunarfærum í sambandi við heyryk. Til- gangur þessarar könnunar er, að athuga niður- stöður prófanna. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Allir sjúklingarnir voru stunguprófaðir (prick- test) með stöðluðu húðprófi með tólf ofnæmis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.