Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 48

Læknablaðið - 15.10.1984, Side 48
270 70,270-273,1984 LÆKNABLADID Davíð Gíslason ORSAKIR BRÁÐAOFNÆMIS AF HEYRYKIHJÁ SJÚKLINGUM SEM KOMU Á GÖNGUDEILD OFNÆMISSJÚKLINGA FRÁ APRÍL 1983 TIL APRÍL 1984 INNGANGUR Engir atvinnusjúkdómar eiga sér jafn langa sögu hér á landi og sjúkdómar tengdir heyryki (1). íslenskir læknar urðu fyrstir til að lýsa lungnaeinkennum eftir vinnu í heyryki og setja heysóttareinkenni í samband við myglað hey (1, 2). Þessar löngu liðnu athuganir þeirra hafa á síðari árum vakið verðskuldaða athygli (3). Bent hefur verið á, að eðli einkennanna geti verið mismunandi (4). í því sambandi var minnst á heysótt, sem talin er til flokks III ofnæmissjúkdóma. Einnig var minnst á lungna- þembu og berkjubólgu eftir langvarandi vinnu í heyryki, en ekki er vitað á hvern hátt heyrykið veldur þessum sjúkdómum. Þá var einnig bent á, að heyryk geti orsakað lang- vinna slímhúðarbólgu í efri öndunarvegum vegna mekanískrar ertingar í slímhúðinni. Loks var bent á bráðaofnæmi fyrir heyryki, en það veldur slímhúðarbólgu í nefi og augum, og astma. Einkenni þessa ofnæmis kom mjög fljótt, eða innan hálfrar klukkustundar eftir að komið er í ryk, og kláði í augum greinir ofnæmið best frá ertandi einkennum af hey- ryki. Þetta ofnæmi telst til flokks I ofnæmis- sjúkdóma. Hvað veldur ofnæmi í heyryki? Árið 1979 birtu Cuthbert og félagar niðurstöð- ur úr könnun á fólki, sem vann við landbúnað á Orkneyjum. Þeir komust að því, að 15 % þess hafði astma eða ofnæmi í nefi. Einnig sýndu þeir fram á, að maurar í heyinu áttu þátt í ofnæminu (5). Sviþaðar niðurstöður fengust einnig við könnun á bændum í Uþþ- salaléni í Svíþjóð (6). Hér á landi hefur starfs- hóþur undir forystu landlæknis unnið að rann- sóknum á heysjúkdómum í nokkur ár. í uþphafi könnunarinnar var megináhersla lögð á að rannsaka heysýni m.t.t. líklegra ofnæmisvalda í Frá Vífilsstaðaspítala. Barst ritstjórn 28/06/1984. Samþykkt 03/07/1984 og sent í prentsmiðju. heyinu. Niðurstöður þeirra rannsókna liggja nú fyrir. Hallas hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á heymaurum og fundið 19 teg- undir í heyryki hér á landi. Fimm algengustu tegundirnar fundust í 50-97 % þurrheysýna, sem rannsökuð voru (7). Þessar algengustu tegundir voru: Tarsonemus sp., Acarus farris, Lepidoglyphus destructor, Tydeus interruptus og Cheyletus eruditus. Sömu tegundum var einnig lýst í Orkneyjum (5), nema Tarsonemus sp., sem ekki hefur verið lýst áður. Suzanne Gravesen rannsakaði hey m.t.t. myglu, músa-ofnæmisvaka (allergen), frjó- korna og hitakærra geislasýkla (8). í 35 þurr- heyssýnum úr Víkurlæknishéraði fann hún 15 tegundir svepþa. 1 83 % sýnanna óx Rhizopus, í 29 % sýnanna Penicillium sp., og í 23 % Aspergullus sp. Aðrar tegundir komu sjaldn- ar fyrir. Hitakærir geislasýklar fundust í 10 heysýnum, sem könnuð voru m.t.t. þeirra. Sýnt hefur verið fram á músaofnæmi hjá sjúkl- ingum með einkenni af heyryki (9). Af þeim ástæðum var kannað, hvort músa-ofnæmis- vakar fyndust í heyrykinu. í þrem sýnum af tíu fundust ofnæmisvakar frá músahárum og í öllum sýnunum fundust ofnæmisvakar úr músaþvagi. Frjókorn fundust í sjö sýnum af tíu. Fimm sýni af votheyi voru könnuð m.t.t. myglu og hitakærra geislasýkla. Aðeins óverulegt magn af myglu- og geislasýklum fannst í þessum sýnum. Frá því í apríl 1983 hafa sjúklingar, sem leitað hafa til göngudeildar ofnæmissjúklinga á Vífilsstöðum, verið húðprófaðir með sér- stakri heyseríu, hafi þeir haft einkenni frá öndunarfærum í sambandi við heyryk. Til- gangur þessarar könnunar er, að athuga niður- stöður prófanna. AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR Allir sjúklingarnir voru stunguprófaðir (prick- test) með stöðluðu húðprófi með tólf ofnæmis-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.