Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 19
LÆKNABLADID 70,253-263,1984 253 Magnús Páll Albertsson1), Gunnar Sigurðsson2) TÍÐNIBROTA í LÆRLEGGSHÁLSI, HRYGGSÚLU OG FRAMHANDLEGG í REYKJAYÍK 1973-1981 INNGANGUR Talsvert hefur verið skrifað um algengi osteo- porosis (beinstökkva), en mörgum greinum um efnið er pað sameiginlegt, að höfundar þeirra telja mjög erfitt að áætla tíðni pessa sjúkdóms með einhverri nákvæmni. Það er vel pekkt að osteoporosis er langalgengust í fullorðnu og eldra fólki (1, 2, 3, 4). Einnig er þekkt að sumar tegundir beinbrota eru miklu algengari í fuli- orðnu fólkí en ungu og að hluti brotanna er þekkt afleiðing lítilla áverka (2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11). Þar má t.d. nefna brot í fjærenda framhandleggs, lærleggshálsi og liðbolum hryggjarins, en þessum svæðum er það sam- eiginlegt að þar er að talsverðum hluta frauð- bein. Með hliðsjón af ofantöldum atrjðum hafa margir höfundar notað tíðni þessara brota sem viðmiðun fyrir algengi osteoporosis (2, 4, 12, 13). Forvitnilegt þótti því að kanna nýgengi þessara brota á íslandi í samanburði við önnur Iönd, m.a. vegna mikillar kalkneyzlu hérlendis (14), en sumar kannanir hafa bent til að slíkt hindraði myndun osteoporosis (15). í þessari grein er lýst athugun, sem nær yfir brot í fjærenda framhandleggs, liðbolum hryggjar og nærenda lærleggs árin 1973-1981 í Reykja- vík. EFNIVIÐUR Könnunin tekur einungis til sjúklinga sem Iögheimili áttu í Reykjavík og greindust á Slysadeild Borgarsþítalans með áðurnefnd fersk beinbrot 1973-1981, en við það var m.a. notuð tölvuskrá sem hefur að geyma upplýs- ingar úr skýrslum Slysadeildar. Auk þess nær könnunin til sjúklinga með fersk brot í nær- enda lærleggs (collum femoris og trochanter svæði), sem upþfylltu skilyrðin um búsetu í 'JSlysadeild Borgarspítala, 2) Lyflækningadeild Borgarspít- alans. Barst ritstjórn 03/12/1983. Sampykkt í breyttu formi 17/05/1984 og send í prentsmiðju. Reykjavík, en greindust á öðrum deildum sjúkrahúsanna í Reykjavík samkvæmt sjúkra- skrám, sem farið var yfir. Þess var sérstaklega gætt að tvítalning sjúklinga ætti sér ekki stað þegar um eitt og sama brotið var að ræða eða endurtekið brot á sama stað. í þessum sjúk- lingahópi var könnuð kyn- og aldursdreifing og dreifing eftir árum og almanaksmánuðum yfir tímabilið. Einnig voru athugaðar skýrslur flestra sjúklinganna sem greiningu hlutu á Slysadeild Borgarspítala árin 1973 og 1979 og þannig reynt að fá hugmynd um stærðar- gráðu áverkans, slysstað og staðsetningu brots- ins, samkvæmt upphaflegri lýsingu röntgen- Iækna á röntgenmyndunum. Sjúklingahópnum var skipt í tvo flokka eftir stærðargráðu áverkans og er það í samræmi við ýmsa aðra, sem um sama efni hafa fjallað (5, 6, 7, 11, 12). Minni háttar áverki: Þegar brot hlýzt af falli á jafnsléttu, úr standandi stöðu og sjúklingur er á gönguhraða eða minna. Meiri háttar áverki: Allir aðrir áverkar, svo sem fallhæð meiri en úr standandi stöðu, öll umferðarslys, allir áverkar frá öðrum og öll brot í tengslum við íþróttir og hlaup. Sjúklingunum var skipt í þrjá flokka eftir slysstað. Eru hér kölluð vinnuslys þau slys, þar sem vinnan sjálf (þ.e. launuð vinna) á beinan þátt í slysinu, en ekki notuð tryggingafræðileg skilgreining. Heimaslys kallast þau, sem eiga sér stað á heimili sjúklings, en þriðji flokkur- inn, útislys, inniheldur öll önnur slys, þ.e. þau slys sem ekki eiga sér stað á heimili sjúklings og ekki orsakast af vinnu. Með hryggbrotum voru talin öll samfalls- brot á liðbolum, þ.ám. fleygmyndun liðbola. Til að brot í framhandlegg flokkaðist í fjærenda, þurfti það að vera staðsett 3 cm eða minna frá liðfleti sveifarbeins (radius) í úlnlið, eða 2 cm minna frá vaxtarlínu sveifar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.