Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 89-97 89 Þórarinn H. Harðarson, Guðmundur Oddsson, Bogi Jónsson & Gunnar Sigurðsson LYFJAEITRANIR Á LYFLÆKNINGADEILD BORG ARSPÍTALAN S ÁRIN 1976-1981 INNGANGUR Tilgangurinn með rannsókn þessari var að athuga allar lyfjaeitranir á lyflækningadeild Borgarspítala á árunum 1976-1981, þar sem um misnotkun (self-poisoning) lyfja og/eða áfengis var að ræða. Undanskilin voru öll þau tilfelli þar sem um hreina slysni var að ræða eða eitrun af læknisvöldum. Svipuð athugun var gerð um lyfjaeitranir á lyflækningadeild Borgarspítalans árin 1971-1975 (1). Hér var því um eins konar framhaldsrannsókn að ræða. Var megintilgangur rannsóknarinnar að kanna hvort breyting hefði orðið á fjölda innlagna, kynskiptingu, tegund lyfja, ástæðu lyfjainntöku o.s.frv. NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNA Alls voru 496 sjúklingar innlagðir á því sex ára tímabili, sem athugunin náði til. Innlagnir voru að meðaltali 83 á ári. Miðað við fyrra tímabil (1971-1975) var um 32% aukningu að ræða, en þá voru inlagnir að meðaltali 63 á ári. Meðalmannfjöldi í Reykjavík og Reykja- nessvæði var 126.430 árin 1971-1975, en 133.420 árin 1976-1981 (5,5% aukning). Miðað við fólksfjöldaaukningu á Stór- Reykjavíkur- og Reykjanessvæði var hér um marktæka fjölgun innlagna að ræða (chi- square). Ef tekið var mið af heildarfjölda innlagna á lyflækningadeild Borgarspítala var hlutfallið svipað 4,44% (1971-1975) og 4,56% (1976-1981) (mynd 1). Konur voru lítið eitt fleiri en karlar, 259/237, hlutfallið 1,09 (mynd 2) og hafði það lækkað miðað við fyrra timabilið, en þá var hlutfallið 1,31, en sú hlutfallslega lækkun er ekki tölfræðilega marktæk. Aldursdreifingin hefur hins vegar lítið breyst. Tuttugu og eins til 30 ára hópurinn var áfram langfjölmennastur eða Frá lyflækningadeild Borgarspitaians. Barst ritstjórn 10/04/- 1985. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 20/11/1985. 32%, en aldurshóparnir 31-40 ára og 41-50 ára voru svipaðir að stærð og áður, um það bil 18% hvor um sig. Mynd 3 sýnir fjölda innlagna eftir mánuðum yfir tímabilin og kemur glögglega í ljós að enginn marktækur munur er á innlagnartíðni milli mánaða eða árstíða. Athugað var hvenær sólarhringsins innlagnir áttu sér stað (mynd 4). Dreifingin var nokkuð jöfn, þó voru flestar innlagnir á tímanum kl. 16-24 (36,3%). Komið var með 85% sjúklinga strax á slysadeild Borgarspít- alans (tafla I) og var það svipað og á fyrra tímabili. Sextíu og átta prósent sjúklinganna Fjöldi Fjöldi Mynd 2. Fjöldi innlagna eftir kynjum og aldursdreif- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.