Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 25

Læknablaðið - 15.04.1986, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 93-7 93 Jón Steinar Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Stefán Þórarinsson, Gunnsteinn Stefánsson IÐRAÓLGA Skráning kvillans á starfssvæði heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum 1977 til 1982 ÚTDRÁTTUR Lýst er faraldsfræðilegri rannsókn á grein- ingunni iðraólgu (colon irritable, ICD 9 564.1) í sjúkdómaskrá heilsugæslustöðvar- innar á Egilsstöðum voru í árslok 1982 82 íbúar af um 3.000 sem fengið höfðu grein- inguna. Algengi var 28,9/1000 íbúa. Voru flestir á aldrinum 20 til 60 ára, einn karl á móti 2,4 konum. Geðsjúkdómagreiningar (ICD 9 290-320) voru mun algengari í iöraólguhópnum, en i viðmiðunarhópi af sama aldri og kyni (53,6% vs 31,7%, p = 0,004). Athugun á sjúkraskrám leiddi í Ijós að 56% sjúklinganna höfðu gengist undir meltingarrannsókn, oftast ristilmynd. Tveir sjúklingar höfðu einnig illkynja mein í meltingarfærum. Árangur rannsókna á neðri hluta meltingarfæra getur þó ekki stutt að sjúkdómsgreiningin sé alfarið útilokunar- greining. Greiningin byggist fyrst og fremst á einkennum sjúklings og venjulegri læknis- skoðun. INNGANGUR Ekki er til nein ótvíræð skilgreining á sjúkdómsmyndinni iðraólga (colon irritab- ile). Yfirleitt er átt við sambland einkenna, svo sem verkja í kvið og hægðaóreglu. í þessari könnun er fjallað um þann sjúklin- gahóp, sem hefur skráða sjúkdómsgreinin- guna í skýrslum heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum. Iðraólga er eitt algengasta viðfangsefni sérfræðinga í meltingarsjúkdómum (1, 2), en lítið hefur verið ritað um faraldsfræði sjúkdómsins. Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar í þvi skyni að skýra meingerð sjúkdómsins. Sýnt hefur verið fram á annað hreyfingarmynstur í þarmi iðraólgusjúklinga Frá heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Barst ritstjórn 08/10/ 1985. Samþykkt endanlega og sent í setningu 15/02/1986 og einnig lækkað sársaukaþrep við þenslu á þarmavegg (1). Mjólkursýruóþol er einnig talið geta haft þýðingu (3). Lengi hefur sjúkdómurinn verið talinn hafa fylgni við geðsjúkdóma (4, 5, 6), sérstaklega tauga- veiklun (neurosis). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði iðraólgu. Einnig að kanna hversu mikið meltingarfæri sjúkling- anna höfðu verið rannsökuð og með hvaða árangri og að lokum hver væru tengsl sjúkdómsins við geðsjúkdómagreiningar. EFNIVIÐUR Starfssvæði heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum nær yfir Fljótsdalshérað allt og Borgarfjörð eystri. Á svæðinu búa um 3.000 manns og starfa flestir við landbúnað og þjónustu. Tæpur helmingur íbúanna býr i þéttbýli á Egilsstöðum og i Fellum, á Borg- arfirði búa rúmlega 200 manns og i sveitum tæplega 1.500 manns. Á Egilsstöðum er heilsugæslustöð, lítið sjúkrahús og dvalarheimili aldraðra. Á staðnum starfa þrír læknar. Síðustu 5-10 ár haf sömu þrír menn gegnt þessum stöðum og læknaskipti því verið fátíð. Sakir fjarlægða frá sérfræðingum og stórum sjúkrahúsum má fullyrða að langflest heilsufarsvandamál héraðsbúa komi til kasta heilsugæslunnar á Egilsstöðum. Á heilsu- gæslustöðinni á Egilsstöðum hefur á und- anförnum árum verið unnið að þróun skráningarkerfis fyrir heilsugæslustöðvar á vegum Nordisk Medicinalstatistisk Komité (NOMESKO) (7). Sjúkraskráin er þannig gerð, að auðvelt er að rekja sig gegnum hana með tilliti til ákveðins vandamáls eða sjúkdómsgreiningar. Auk þess er ákveðinn hluti upplýsinga skráður í tölvu, en það auðveldar mjög athugun eins og þá sem hér er lýst.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.