Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 27

Læknablaðið - 15.04.1986, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 95 Meltingarsjúkdómar: 33 sjúklingar eða 40% höfðu aðra meltingarsjúkdóma en iðraólgu. Tveir sjúkdómar skerra sig þar úr, gyllinæð og offita. Aðeins fjórir sjúklingar höfðu ristilpoka (tafla II). Við þetta uppgjör kom í Ijós illkynja mein í meltingarfærum hjá einungis tveimur sjúklingum, sem einnig höfðu fengið grein- inguna iðraólgu. Var um að ræða einn sjúkling með ristilkrabbamein og annan með smáþarmakrabbamein (carcinoid intestina- lis). Fyrrnefndi sjúklingurinn var 61 árs þegar hjá honum greindist krabbamein í bugaristli. Æxlið var numið brott og fundust ekki meinvörp. Tveimur árum síðar fór að bera á niðurgangsköstum. Var þá gerð ristilskoðun með röntgenmynd og speglun, sem var eðlileg. Áfram héldu niðurgangsköstin og var álitið að einkennin væru a.m.k. að ein- hverju leyti starfræns eðlis. Því var reynd meðferð með Librax R. Það gaf góðan árangur. Þá fékk sjúklingurinn greininguna iðraólgu. Þessi sjúklingur lifir enn og hefur æxlisvöxtur ekki tekið sig upp. Síðarnefndi sjúklingurinn hafði áratuga sögu um kviðverki. Var greiningin iðraólga fyrst skráð 1966 þegar sjúklingurinn var 72 ára. Þá hafði verið gerð ristilrannsókn með röntgenmynd og speglun. Fjórtán árum síðar fékk sjúklingurrinn þarmalömun og við aðgerð kom í ljós æxli í smágirni (carcinoid intestinalis). Efri meltingarfœri - einkenni og sjúk- dómar: Hjá 33 sjúklingum eða 40% kemur fram saga um einkenni frá efri meltingar- færum, þ.e. mataróþol, magálsónot, brjóst- sviði, kyngingaróþægindi og ógleði. Tólf einstaklingar höfðu sjúkdómsgreiningu, sem gat skýrt þessi einkenni. Fjórir höfðu maga- bólgu, fjórir gallsteina, þrír magasár, þrír skeifugarnasár, þrír þindarslit og tveir vél- indabólgu, alls 19 sjukdómar hjá 12 einstak- lingum. Samtals voru gerðar 44 rannsoknir á effri hluta meltingarfæra. Hjá þeim 21 sjúklingi, sem ekki hafði sjúkdómsgrein- ingu, sem skýrt gat þessi einkenni, höfðu sjö farið í einhverja rannsókn á efri meltingar- færum. Geösjúkdómagreiningar reyndust algeng- ari meðal þeirra sem hafa iðraólgu en viðmiðunarhópi (tafla III). Algengi geðsjúk- dómagreininga í þýðinu í heild er 586/2831 eða 20,6%, 53,6% iðraólgusjúklinganna Tafla I. Fjöldisamskipta við lcekni vegnaiðrólgu á6ára tímabili 1977-1982. Samskiptafjöldi Sjúklingafjöidi (%) 0- 5............................ 68 (83) 6-10.......................... 8 11-15............................ 4 16-20............................ 1 (17) 21-25............................ 1 Samtals 82 (100) Tafla II. Aðrir meltingarsjúkdómar en iðraólga hjd þrjátíu og þrem sjúklinganna. Fjöldi Sjúkdómsgreiningar sjúklinga Gyllinæð.................................... 13 Offita...................................... 12 Ristilsarpar................................. 4 Magabólga.................................... 4 Gallsteinar.................................. 4 oindarhaull.................................. 3 Magasár...................................... 3 Skeifugarnarsár.............................. 3 Ristilkrabbi................................. 1 Mjógirniskrabbi.............................. 1 Ýmsar....................................... 16 Samtals 64 Tafla III. Samanburður á tíðni geðsjúkdómagreininga hjá iðraólgusjúklingum og viðmiðunarhóp. Viðmiðu- Iðraólgu- nar- McNe- hópur hópur mar (N = 82) (N = 82) Chi Sjúkdóms greiningár °7o °7o square P Geðsjúkdómar (allir) 53,6 31,7 2,68 0,004 Taugaveiklun 25,6 12,2 2,19 0,01 Þunglyndi 18,3 0 4,09 0,0001 hafa geðsjúkdómagreingu, en 31,7% við- miðunarhópsins. Mismunurinn er mark- tækur bæði hvað varðar geðsjúkdóma í heild og taugaveiklun og þunglyndi sérstaklega. Algengasta greiningin í báðum hópunum er taugaveiklun (neurosis). UMRÆÐA Algengi iðraólgu og kynskipting sjúklinga- hópsins í þessari rannsókn eru svipuð og lýst hefur verið (1). Miðað við tölur um samskiptafjölda á starfssvæðinu á árinu 1977 (7), er árlegur samskiptafjöldi vegna meltingarsjúkdóma tæplega 550 eða 4,5% allra samskipta. Meðalsamskiptafjöldi vegna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.